Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 55

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 55
þriðji besti tími sem náðst hefur í greininni frá upphafi. Eins og margir vita þá raka sund- menn hárvöxt af örmum, fótleggjum og brjóstkassa þegar þeir stefna að því að ná besta árangri sínum á keppnistímabilinu. Þetta minnkar vatnsmótstöðu líkamans í vatninu. Engar ótvíræðar, vísindalegar sann- anir eru til fyrir gildi þessa en víst er að sundmaðurinn fær meiri og nánari snertingu og tilfinningu fyrir vatninu eftir rakstur. Einnig þykir víst að sundmenn syndi hraðar rakaðir, ein- faldlega vegna þess að þeir trúi þvíað raksturinn hafi þessi áhrif. Öll ofangreind met setti Popov órakaður og þykir það benda til þess að hann eigi mikla möguleika til að bæta sig verulega til viðbótar þeim framförum sem hann tók í vetur. Það verður því áhugavert að fylgjast með honum á Heimsmeistaramótinu í sundi, sem fer fram í Róm í byrjun september. ÁHRIFARÍK ÁKVÖRÐUN Það var árið 1990 að rússneski sundþjálfarinn Gennadi Touretski byrjaði að þjálfa Alexander Popov. Þá var Popov baksundmaður og var í 15.sætiáheimsafrekaskránni í100m baksundi árið 1990. Touretski áleit að baksundið væri aðeins önnur besta sundgrein Popovs. Hann var sannfærður um að hann ætti að snúa sér að styttri vegalengdum í skrið- sundi, það væri vænlegra til árang- urs. Haft var eftir Touretski að Sovét- menn ættu marga, góða baksunds- menn í fremstu röð en engan skrið- sundsmann sem gæti sigrað Banda- ríkjamanninn Matt Biondi sem þá var konungur sprettsundanna. Touretski breytti áherslum í þjálfun Popovs með það að markmiði að gera hann að afburða sprettsundsmanni. Þjálf- arinn útvegaði myndbönd af Matt Biondi svo þeir gætu grannskoðað hina frábæru sundtækni hans. Popov lærði mikið af þessu og þykir sund- stíll hans minna talsvert á sundstíl Biondis. Báðir synda þeir með löng- um, hægum en sterkum sundtökum þar sem myndun knýaflsins er hreint frábær. Árangur af breytti tækni og betri þjálfun hjá Touretski lét ekki á sér Tekst Popvov að verða sundkóngur Ólympíuleikanna á næsta ári. standa. Strax ári síðar, á Evrópu- meistaramótinu í Aþenu 1991, sigr- aði Popov í 100 m skriðsundi. Hann var jafn þeim Matt Biondi og franska Evrópumethafanum Stephan Caron í fyrsta sæti á heimsafrekaskránni það ár, með tímann 49,18 sek. Þaðtók hann hinsvegar lengri tíma að ná fullum tökum á 50 metra vega- lengdinni. Hann komstekki ísovéska liðið á Evrópumótinu 1991 í þeirri sundgrein. Hann átti aðallega í vand- ræðum með að ná nógu góðu við- bragði og stungu. ERFIÐ FRAMABRAUT Fljótlega eftir Evrópumótið í Aþenu 1991, hófst undirbúningurinn fyrir Ólympíuleikana í Barcelona. Á sama tíma urðu mikil þjóðfélagsleg umskipti í Sovétríkjunum. Þetta kom illa niður á íþróttafólkinu. Því hafði verið séð fyrir öllu; húsnæði, fæði, aðstöðu til æfinga, þjálfurum, lækn- um og aðstoðarmönnum hvers kon- ar. Nú voru breyttirtímarog þjálfarar og sundfólk varð sjálft að sjá um mestallan undirbúninginn. Þeir urðu að verulegu leyti sjálfir að fjármagna æfingar sínar og keppnisferðir. Sem dæmi um það hvernig aðstæður breyttust skyndilega í Sovétríkjunum á þessum tíma þá tífölduðust flugfar- gjöld þar í landi í janúarmánuði 1992. Touretski hafði ágæt sambönd við erlend sundfélög og fékk inni hjá þeim fyrir æfingar. Þetta voru aðal- lega félög á Ítalíu og öðrum löndum suður Evrópu. Alls dvöldu þeir Tour- etski og Popov, ásamt nokkrum öðr- um rússneskum sundmönnum er- lendis við æfingar um 60% ársins 1992. Þeir dvöldu m.a. í 20 daga í æfingabúðum í háfjöllum Andorra. Rússarnir launuðu síðan þeim félög- um, sem aðstoðuðu þá, með því að keppa á sundmótum þeirra. Þrátt fyrir að „perestroikan" hafi breytt öllum aðstæðum til hins verra hvað æfingar og keppni snertir þá telur Popov að hún hafi verið ein ástæða þess að sovésku sundmönn- unum gekk vel á Ólympíuleikunum í Barcelona. Sundfólkið varð virkara í skipulagningu undirbúningsins og það þurfti sjálftaðfjármagnaað hluta undirbúning sinn fyrir Barcelona. Þetta gerði það ábyrgara og telur Popov að það hafi hjálpað þeim til betri árangurs. Framför Popovs á þessum árum var mjög mikil eins og taflan sýnir. 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.