Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 30

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 30
Súkkukri NÖKKVI SVEINSSON, einn grófasti leikmaður 1. deildar, er farinn í Fram Texti: ]óhann Ingi Árnason Mynd: Ingi T. Björnsson Einn grófasti leikmaður 1. deildar í knattspyrnu, ef miðað er við fjölda áminninga síðastliðið sumar, NÖKKVI SVEINSSON, kom Eyja- mönnum töluvert á óvart í lok síðast- liðsins sumars þegar hann tilkynnti að hann væri á förum frá Eyjum. Eftir að hafa loksins blómstrað ákvað hann að ganga til liðs við Fram og er þetta ekki í fyrsta skipti sem Eyja- menn þurfa að sjá á eftir burðarás- um sínum upp á fastalandið. En hver ætli sé ástæða þess að Nökkvi fór í Fram. „Það er alrangt, sem var birt í Morgunpóstinum, að ég væri á leið frá ÍBV sökum þess að ég væri óánægður með bónusgreiðslurnar. Greiðslurnar hafa aldrei verið eins háar og síðastliðið sumar. Ástæður félagaskiptanna eru margvíslegar en mér finnst einfaldlega kominn tími á mig að breyta um umhverfi til að þroskast sem leikmaður og persóna." — Ertu þá alfarið að vísa því á bug að það hafi verið peningar í spilinu? „Peningar koma þessu máli ekkert við og brottför mín er í mesta bróð- erni við IBV. Vitanlega eru ekki allir sáttir við að ég fari en flestir skilja afstöðu mína." — Af hverju valdirðu Fram? „Fyrir nokkrum árum lékég með 2. flokki Fram og líkaði í alla stað mjög vel í Safamýrinni. Ég þekki marga af leikmönnum Fram ogtel að liðið eigi eftir að gera góða hluti. Liðið var skemmtilegt sóknarlega í fyrra með Birki góðan í markinu en þar sem búið er að styrkja vörnina er raun- hæft að stefna á ná í annan bikarinn." — Flversu mikilvægur var Friðrik Friðriksson með ÍBV í fyrra? „Friðrikereinn albesti markvörður landsins og það er mjög mikilvægt að hafa góðan mann á milli stanganna. Ég held hinsvegar að vörnin hafi verið okkar aðall síðastliðið sumar en vitanlega var Friðrik mikilvægur." — Var vörnin góð eða gróf? „Við spilum fast en það er kominn sá stimpill á Eyjamenn að þeir séu grófir. Við eigum það ekki skilið. Við fáum gul spjöld fyrir brot sem „súkkulaðipeyjarnir" uppi á landi fá aldrei fyrir eins brot. Það er eins og dómarar séu hræddir við að missa leiki úr böndunum hér í Æ Eyjum og veifi þar af leiðandi of mörgum gulum spjöld- ^ um." — Nú ert þú talinn grófasti leikmaður 1. , deildar, ert þú þá kom- inn með þann stimpil hjá dómurunum? „Ætli ég sé ekki kominn með ákveðinn stimp- il, í það minnsta má ég nánast ekkert gera. Það er t.d. voða- lega skrýtið að grófasti leikmaður ÍBV, Jón Bragi Arnarson, fékk svo til engin spjöld í fyrra en hann var stundum að „tækla" upp í nára án þess að fá tiltal. Um leið og ég anda aðeins örar fæ ég spjald." — Hvað áttu við með „súkkulaði- peyjar" ofan af landi? „Við köll- um strákana ofan af landi oft píkupeyja og 30 ' '

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.