Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 37

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 37
ið þarf að vera rétt til að góður árang- ur náist. Ég er líka sannfærður um að leikmenn yrðu betri ef þeir þyrftu ekki að vinna svona mikið og gætu lyft meira á tímabilinu. En hér er áhugamennska og auðvitað verða menn að haga sínum málum sam- kvæmt því." — Hvers vegna er Njarðvík með þessa yfirburðastöðu í deildinni? „Vegna þess að ég leik með liðinu (hlær). Við höfum verið saman í mörg ár, þekkjum vel hver annan og leik- um oft eins og smurð vél. Slíkt skiptir máli ef árangur á að nást." — Verður Njarðvík íslandsmeist- ari í ár? Já." — Hvaða lið telurðu að muni leika við ykkur um íslandsmeistaratitil- inn? „Líklega ÍR eða Keflavík. Keflvík- ingar eru með gott lið en þeim hefur ekki vegnað mjög vel í vetur. Samt held ég að þeir muni eflast þegar líð- ur á mótið." — Hverjir eru hæfileikaríkastir af ungu leikmönnunum? „Helgi í Grindavík er mjög góður og ég hef fylgst með honum undan- farin ár. Hann var yfirburðamaður í yngri flokkunum og hefur alla burði til að ná langt." — Með hvaða liði á íslandi mynd- irðu spila ef þú yrðir að skipta um félag? „KR. Það er erfitt að útskýra hvers vegna en ég er hrifinn af KR. Við Falur Harðarson erum ágætir vinirog kannski skýrir það afstöðu mína að einhverju leyti. Þótt hann hafi leikið með Keflavík náðum við mjög vel saman utan vallar." — Hvaða tilfinningu hefurðu fyrir bikarúrslitaleiknum gegn Grinda- vfk? (ath. viðtalið var tekið fyrir leik- inn.) „Þetta verður erfiður leikur því Grindavík er með sterkt lið." — Hver er erfiðasti andstæðingur þinn í deildinni? „Það er erfiðast að sækja gegn John Rhodes en verjast Burns hjá Keflavík. Það getur verið erfitt að mæta leikmönnum í fyrsta skipti því það tekur tíma að átta sig á styrkleika manna og hreyfingum þeirra. Ég lenti til að mynda íerfiðleikum með Foster í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík í fyrra. Fyrir leikinn var aðallega talað um einvígi okkar Fosters en ekki ein- Rondey segist vera að spila sitt síðasta keppnistímabil á íslandi en ef hann yrði að skipta um félag myndi hann velja KR. í leik með Njarðvík gegn Val að Hlíð- arenda. vígi Njarðvíkur og Keflavíkur. Mér fannst sárt að tapa þeim leik því Fost- ervarað leikasinn fyrsta leikogvann til titils en ég hafði ekki enn orðið bikarmeistari með Njarðvík. Ég spil- aði ekki illa í þeim leik, skoraði 22 stig og tók 16 fráköst en hann skoraði reyndar yfir 30 stig." — Áttu þér önnur áhugamál en körfubolta? „Mér þykir gaman að tefla og leika tennis, svo eitthvað sé nefnt." — Hefurðu horft á handboltaleik? „Já, en ég skil ekki íþróttina. Þar má grípa í menn og fleira sem er ekki leyfilegt í körfubolta." — Hafðir þú sé handbolta leikinn áður en þú komst til íslands? „Já, á Ólympíuleikunum — en þá voru allir leikmennirnir ofan í vatni." 37

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.