Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 26

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 26
Iþróttamenn arsins 1994 í lok síðastliðins árs tilnefndu sér- sambönd íþróttasambands íslands íþróttamenn ársins í sinni grein í 22. sinn. í tilefni útnefningarinnar bauð ÍSÍ verðlaunahöfum, fulltrúum sér- sambandanna og fréttamönnum til glæsilegs kvöldverðar í íþróttamið- stöðinni í Laugardal. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ gat' veglega verðlaunagripi, sem íþróttamenn- irnir hlutu til eignar, og á blaðið því sinn þátt í því að gera þennan árlega viðburð mögulegan. Eftirtaldir íþróttamenn voru valdir íþróttamenn ársins 1994 í sinni íþróttagrein: ANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR er „Kört'uknattleiksmaður ársins" -fen hún het'ur verið ein af allra sterkustu leikmönnum landsins undanfarin ár. Engin stúlka á t'leiri landsleiki en hún og Keflavík, lið Önnu Maríu, hefur sex sinnum orðið íslandsmeistari á síðustu sjö árum. ÁSGEIR ÞÓR ÞÓRÐARSON er „Keilari ársins" en hann markaði tímamót í íslenskri keilusögu þegar hann náði þeim einstaka árangri að leika „t’ullkominn leik" — 300 stig, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, á árinu ogereini íslenski keilarinn sem het'ur afrekað það á opinberu móti. ÁSKELL AGNARSSON er „Sigl- ingamaður ársins". Sumarið 1994 varð hann íslandsmeistari í siglingum á kjölbátum á seglbáti sínum Evu II, auk þess sem hann sigraði á Opnun- armóti Siglingat'élagsins Ýmis. ÁSTA B. GUNNLAUGSDÓTTIR er „Knattspyrnumaður ársins" en hún á glæstan 20 ára t'eril að baki með Breiðabliki. Hún er tífaldur íslands- meistari með Breiðabliki og fjórfald- ur íslandsmeistari. Ásta hefur náð þeim einstæða árangri að hafa skor- að 154 mörk í 1. deild í 142 leikjum en það hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður leikið eftir. BALDUR BORGÞÓRSSON er Magnús Scheving Fimleik- maður ársins og íþrótta- maður ársins. „Lyftingamaður ársins". Það er mat stjórnar LSI að Baldur hafi unnið besta at'rek íslensks lyftingamanns á yfirstandandi ári. BRODDI KRISTJÁNSSON er „Badmintonmaður ársins". Broddi, sem hefur verið ífremstu röð á íslandi í rúman áratug, varð tvöfaldur Is- landsmeistari auk þess sem hann sigraði, eða komst í úrslit, í nánast öllum mótum sem hann tók þátt í á íslandi, bæði í einliða- og tvíliðaleik. DANÍEL JAKOBSSON er „Skíða- maður ársins" en hann er í 129. sæti á heimslistanum sem göngugarpur. Daníel varð íslandsmeistari í 30 km skíðagöngu auk þess sem hann varð íslandsmeistari í tvíkeppni og boð- göngu. EYDÍS KONRAÐSDÓTTIR er „Sundmaður ársins" en hún var auk þess kjörin íþróttamaður Suðurnesja árið 1994. Eydís hefur sett 26 ungl- ingamet og 8 íslandsmet bæði í löng- um og stuttum brautum en á síðasta ári setti hún 5 íslandsmet. 26

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.