Íþróttablaðið - 01.02.1995, Síða 60
AF HVERJU ÞETTA NÚMER?
Þegar íþróttamenn velja sér númer á búninginn sinn fylgir því oft einhver
hjátrú og stundum jafnvel skrýtnar sögur. Heyrum hvernig sjö af bestu
leikmönnum NBA deildarinnar völdu sín númer:
B.J. ARMSTRONG Hann
spilar í treyju númer 10 þar sem það
var fyrsta og eina númerið sem hann
hefur notað á ferlinum. Strax í barna-
skóla lék hann í treyju númer 10.
JAMAL MASHBURN
Hann leikur í treyju númer 32 til
heiðurs Magic Johnson. Magic var í
uppáhaldi hjá Jamal þegar hann var
yngri.
LATRALL SPREWELL
Latrell spilar í treyju númer 15 þar
sem dóttir hans, Aquille, fæddist 15.
maf 1988.
DINO RADJA
Hann spilar í treyju númer 40 þar
sem honum hefur verið Ifkt við Bill
Laimbeer sem lék með sama númer.
BRAD DAUGHERTY
Hann spilar í treyju númer 43
þar sem uppáhaldskappaksturshetj-
an hans keyrir í bíl númer 43.
NICK ANDERSON
Hann valdi búningnúmer25 þarsem
það var númer besta félaga hans í
háskóla. Sá hét Ben Wilson og var
skotinn til bana einn morgun á leið í
skóla.
ALOUNZO
MOURNING
Hann er í treyju númer 33 þar sem
uppáhaldsleikmaðurinn hans og nú-
verandi andstæðingur, Patrick
Ewing, leikur einmitt með sama
númer á bakinu.
B.J. Armstrong.
Latrell Sprewell.
Alounzo Mourning.
*...að SIGURBJÖRN BÁRÐAR-
SON, Hestaíþróttamaður ársins,
hlaut 41 gullverðlaun, 16 silfur-
verðlaun og 4 bronsverðlaun, á
árinu 1994.
*...að ÁSTA B. GUNNLAUGS-
DÓTTIR, Knattspyrnumaður árs-
ins, hefur náð þeim einstæða ár-
angri, sem enginn annar íslensk-
ur knattspyrnumaður hefur
leikið eftir, en það er að skora
154 mörk í 1. deild í 142 leikjum.
Sem sagt fleiri mörk en leikir.
*...að BREIÐABLIK hefur
aldrei unnið íslandsmót né bikar-
keppni íknattspyrnu nema ÁSTU
B. GUNNLAUGSDÓTTUR hafi
notið við.
*...að GUÐMUNDUR STEPH-
ENSEN, Borðtennismaður ársins,
er fyrsti og eini borðtennisleik-
maðurinn hér á landi sem hefur
fengið samning við erlent stór-
fyrirtæki vegna þess hversu vel
hann hefur staðið sig. Tamasu
Butterfly sér honum fyrir öllum
búnaði og gefur honum jafnframt
kost á að vinna sér inn verulegar
fjárhæðir eftir árangur í mótum.
*...að stórliðið INTER MILAN á
Ítalíu gerði ÁSGEIRI SIGUR-
VINSSYNI tilboð á sínum tíma
sem hann hafnaði. Inter lagði
mikið upp úr því að fá íslending-
inn til sín en hann sagðist frekar
vilja spila í Þýskalandi. Inter leit-
aði þá til þess knattspyrnumanns
sem þeim leist næst best á — og
það var LOTHAR MATTHÁUS,
sem lék síðan með Inter í nokkur
ár.
*...að þegar SIGURÐUR
JÓNSSON var í þann mund að
gerast atvinnumaður vildi eitt
þekktasta knattspyrnulið heims,
GLASGOW RANGERS, fá hann
til sín með það fyrir augum að
byggja liö framtíðarinnar í kring-
um hann. En eitthvað klikkaði hjá
þeim sem höfðu með mál Sigurð-
ar að gera og þeir hurfu úr stór-
borginni með strákinn rétt áður
en skrifa átti undir samninginn.