Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 60

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 60
AF HVERJU ÞETTA NÚMER? Þegar íþróttamenn velja sér númer á búninginn sinn fylgir því oft einhver hjátrú og stundum jafnvel skrýtnar sögur. Heyrum hvernig sjö af bestu leikmönnum NBA deildarinnar völdu sín númer: B.J. ARMSTRONG Hann spilar í treyju númer 10 þar sem það var fyrsta og eina númerið sem hann hefur notað á ferlinum. Strax í barna- skóla lék hann í treyju númer 10. JAMAL MASHBURN Hann leikur í treyju númer 32 til heiðurs Magic Johnson. Magic var í uppáhaldi hjá Jamal þegar hann var yngri. LATRALL SPREWELL Latrell spilar í treyju númer 15 þar sem dóttir hans, Aquille, fæddist 15. maf 1988. DINO RADJA Hann spilar í treyju númer 40 þar sem honum hefur verið Ifkt við Bill Laimbeer sem lék með sama númer. BRAD DAUGHERTY Hann spilar í treyju númer 43 þar sem uppáhaldskappaksturshetj- an hans keyrir í bíl númer 43. NICK ANDERSON Hann valdi búningnúmer25 þarsem það var númer besta félaga hans í háskóla. Sá hét Ben Wilson og var skotinn til bana einn morgun á leið í skóla. ALOUNZO MOURNING Hann er í treyju númer 33 þar sem uppáhaldsleikmaðurinn hans og nú- verandi andstæðingur, Patrick Ewing, leikur einmitt með sama númer á bakinu. B.J. Armstrong. Latrell Sprewell. Alounzo Mourning. *...að SIGURBJÖRN BÁRÐAR- SON, Hestaíþróttamaður ársins, hlaut 41 gullverðlaun, 16 silfur- verðlaun og 4 bronsverðlaun, á árinu 1994. *...að ÁSTA B. GUNNLAUGS- DÓTTIR, Knattspyrnumaður árs- ins, hefur náð þeim einstæða ár- angri, sem enginn annar íslensk- ur knattspyrnumaður hefur leikið eftir, en það er að skora 154 mörk í 1. deild í 142 leikjum. Sem sagt fleiri mörk en leikir. *...að BREIÐABLIK hefur aldrei unnið íslandsmót né bikar- keppni íknattspyrnu nema ÁSTU B. GUNNLAUGSDÓTTUR hafi notið við. *...að GUÐMUNDUR STEPH- ENSEN, Borðtennismaður ársins, er fyrsti og eini borðtennisleik- maðurinn hér á landi sem hefur fengið samning við erlent stór- fyrirtæki vegna þess hversu vel hann hefur staðið sig. Tamasu Butterfly sér honum fyrir öllum búnaði og gefur honum jafnframt kost á að vinna sér inn verulegar fjárhæðir eftir árangur í mótum. *...að stórliðið INTER MILAN á Ítalíu gerði ÁSGEIRI SIGUR- VINSSYNI tilboð á sínum tíma sem hann hafnaði. Inter lagði mikið upp úr því að fá íslending- inn til sín en hann sagðist frekar vilja spila í Þýskalandi. Inter leit- aði þá til þess knattspyrnumanns sem þeim leist næst best á — og það var LOTHAR MATTHÁUS, sem lék síðan með Inter í nokkur ár. *...að þegar SIGURÐUR JÓNSSON var í þann mund að gerast atvinnumaður vildi eitt þekktasta knattspyrnulið heims, GLASGOW RANGERS, fá hann til sín með það fyrir augum að byggja liö framtíðarinnar í kring- um hann. En eitthvað klikkaði hjá þeim sem höfðu með mál Sigurð- ar að gera og þeir hurfu úr stór- borginni með strákinn rétt áður en skrifa átti undir samninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.