Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 18
HUGAR þjálfun HUGARÞjÁLFUN getur er skipt sköpum Hægt að bæta sig í íþróttum með því að sitja heima og einbeita sér! Hin síðari ár hafa þjálfarar og íþróttamenn áttað sig á mikilvægi hugarþjálfunar í stað þess að ein- blína eingöngu á líkamlega þjálfun. Það verður sífellt erfiðara að skara fram úr í íþróttum og því er nauðsyn- legt fyrir íþróttamenn að leita „inn á við" til að standa undir þeim vænt- ingum sem þeir og aðrir gera til þeirra. Það er ekki nóg að æfa í marga klukkutíma á dag, hvíla þegar það á við, borða holla og næringar- ríka fæðu og fá nægan svefn. Lykill- inn að enn betri árangri býr innra með hverjum og einum. Þetta á vit- anlega ekki einvörðungu við íþrótta- menn heldur alla sem vilja bæta sig á því sviði sem þeir óska. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að þjálfun hugans er óplægður akur meðal flestra íþróttamanna en tíðkast þó víða eins og árangur sumra þjóða á íþróttasviðinu ber með sér. Fyrir nokkrum árum voru myndaðir þrír hópar í Svíþjóð, skipaðir nokkrum einstaklingum sem höfðu áhuga á að bæta hittni sína í körfubolta. Fyrsti hópurinn var látinn æfa körfuskot í klukkutíma á dag. Annar hópurinn gerði nákvæmlega ekki neitt en íþróttamennirnir í þriðja hópnum fóru aldrei inn í íþróttahús heldur sátu heima hjá sér í klukkutíma á dag og æfðu körfuskot í huganum. Eftir mánuð var mælt hversu miklum framförum einstaklingarnir höfðu Texti: Þorgrímur Þráinsson tekið og það þarf varla að taka fram að þeir, sem gerðu ekkert, tóku eng- um framförum. En þeir, sem æfðu í íþróttahúsi, og hinir sem stunduðu hugarþjálfun tóku jafn miklum fram- förum. Vitanlega kemur hugarþjálf- un aldrei í stað hefðbundinna æfinga en hún er hins vegar mikilvæg viðbót sem kemur þeim á óvart sem þyrja að æfa með þeim hætti. Fyrir heimsmeistaramótið í ís- hokký árið 1991 teiknaði landsliðs- þjálfari eins landsliðsins, sem tók þátt í mótinu, mynd af marki og mark- verði og spurði leikmenn sína hvað þeir sæju. Sumir sögðu; „Nei, er þetta ekki Arnold, eða Scott?" og svo framvegis en aðeins nokkrir sögðust sjá mark ogminntustekki á þann sem stóð í markinu. Þetta reyndust vera markahæstu leikmenn liðsins! Til- viljun? Sumir hreinlega lokast þegar þeir komast í marktækifæri en aðrir sjá möskvana og koma „pökknum", eða boltanum beinustu leið þangað. Svona hugsunarháttur skiptir máli og sömuleiðisástöngin ekki aðvera tak- markið hjá hástökkvara heldur það sem er þar fyrir ofan. Árið 1974 sendu Svíar 5 keppend- ur á Vetrarólympíuleikana í svigi. Fyrsti keppandinn frá Svíþjóð varafar óheppinn og keyrði úr brautinni við hlið númer 9 og áður en næsti Svíi fór í brautina sagði þjálfarinn að það væri greinilegt að svæðið við hlið 9 Staffan Olsen „Faxi" og félagar hans í sænska handknattleikslandsliðinu hafa verið ósigrandi síðastliðin ár enda eru Svíar þekktir fyrir að stunda huglæga þjálfun af mikilli al- vöru. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.