Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 18

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 18
HUGAR þjálfun HUGARÞjÁLFUN getur er skipt sköpum Hægt að bæta sig í íþróttum með því að sitja heima og einbeita sér! Hin síðari ár hafa þjálfarar og íþróttamenn áttað sig á mikilvægi hugarþjálfunar í stað þess að ein- blína eingöngu á líkamlega þjálfun. Það verður sífellt erfiðara að skara fram úr í íþróttum og því er nauðsyn- legt fyrir íþróttamenn að leita „inn á við" til að standa undir þeim vænt- ingum sem þeir og aðrir gera til þeirra. Það er ekki nóg að æfa í marga klukkutíma á dag, hvíla þegar það á við, borða holla og næringar- ríka fæðu og fá nægan svefn. Lykill- inn að enn betri árangri býr innra með hverjum og einum. Þetta á vit- anlega ekki einvörðungu við íþrótta- menn heldur alla sem vilja bæta sig á því sviði sem þeir óska. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að þjálfun hugans er óplægður akur meðal flestra íþróttamanna en tíðkast þó víða eins og árangur sumra þjóða á íþróttasviðinu ber með sér. Fyrir nokkrum árum voru myndaðir þrír hópar í Svíþjóð, skipaðir nokkrum einstaklingum sem höfðu áhuga á að bæta hittni sína í körfubolta. Fyrsti hópurinn var látinn æfa körfuskot í klukkutíma á dag. Annar hópurinn gerði nákvæmlega ekki neitt en íþróttamennirnir í þriðja hópnum fóru aldrei inn í íþróttahús heldur sátu heima hjá sér í klukkutíma á dag og æfðu körfuskot í huganum. Eftir mánuð var mælt hversu miklum framförum einstaklingarnir höfðu Texti: Þorgrímur Þráinsson tekið og það þarf varla að taka fram að þeir, sem gerðu ekkert, tóku eng- um framförum. En þeir, sem æfðu í íþróttahúsi, og hinir sem stunduðu hugarþjálfun tóku jafn miklum fram- förum. Vitanlega kemur hugarþjálf- un aldrei í stað hefðbundinna æfinga en hún er hins vegar mikilvæg viðbót sem kemur þeim á óvart sem þyrja að æfa með þeim hætti. Fyrir heimsmeistaramótið í ís- hokký árið 1991 teiknaði landsliðs- þjálfari eins landsliðsins, sem tók þátt í mótinu, mynd af marki og mark- verði og spurði leikmenn sína hvað þeir sæju. Sumir sögðu; „Nei, er þetta ekki Arnold, eða Scott?" og svo framvegis en aðeins nokkrir sögðust sjá mark ogminntustekki á þann sem stóð í markinu. Þetta reyndust vera markahæstu leikmenn liðsins! Til- viljun? Sumir hreinlega lokast þegar þeir komast í marktækifæri en aðrir sjá möskvana og koma „pökknum", eða boltanum beinustu leið þangað. Svona hugsunarháttur skiptir máli og sömuleiðisástöngin ekki aðvera tak- markið hjá hástökkvara heldur það sem er þar fyrir ofan. Árið 1974 sendu Svíar 5 keppend- ur á Vetrarólympíuleikana í svigi. Fyrsti keppandinn frá Svíþjóð varafar óheppinn og keyrði úr brautinni við hlið númer 9 og áður en næsti Svíi fór í brautina sagði þjálfarinn að það væri greinilegt að svæðið við hlið 9 Staffan Olsen „Faxi" og félagar hans í sænska handknattleikslandsliðinu hafa verið ósigrandi síðastliðin ár enda eru Svíar þekktir fyrir að stunda huglæga þjálfun af mikilli al- vöru. 18

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.