Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 47
Þorvaldur Þorsteinsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs, fylgist með
syni sínum á góðum grasvelli KR-inga sumarið 1991.
ur. Nauðsynlegt er að taka sýni úr
jarðveginum á haustin, áður en frost
myndast í jörðu til að hægt sé að
áætla um áburðagjöf næsta tíma-
bils."
— Hvort er betra að tyrfa eða sá
til að fá góðan grasvöll?
„Til að fá virkilega góða samfellu í
uppbyggingu vallarins myndi ég
mæla með sáningu eins og tíðkast
erlendis. Hins vegar þarf allt að ger-
ast svo hratt á íslandi og þess vegna
velja félögin oft þá leið að tyrfa. Er-
lendis eru til sérstakir „torfubankar"
sem framleiða gras sem henta
íþróttavöllum en hér er yfirleitt notað
venjulegt gras, ef hægt er að taka svo
til orða. Reykjavíkurborg hefur verið
að gera tilraunir með torfubanka og
verður fróðlegt að fylgjast með því."
Grasvöllurinn á Ölafsfirði vartek-
inn í notkun árið 1990 en hann er
annar þriggja grasvalla á íslandi sem
er með hitalögnum. Hinir tveir eru
Kópavogsvöllurinn, sem vartekinn í
notkun árið 1975, og völlurinn í
Garðabæ sem hefur verið í slæmu
Hefðum viljað
hvelfingu til
knattspyrnuiðkana
í Ólafsfjarðarmúla
ásigkomulagi undanfarin ár vegnaog
mikils álags. ÞORSTEINN ÞOR-
VALDSSON er formaður knatt-
spyrnudeildar Leifturs og var hann
inntur eftir því hvernig völlurinn
hefði reynst.
„Hann hefur reynst mjög vel. Það
er staðreynd að gróður á Ólafsfirði
tekur við sér þremur vikum síðar en á
Akureyri en með notkun hitans undir
vellinum höfum við getað byrjað að
leika á honum íkringum 20. maí. Það
er mjög vandmeðfarið að nota hitann
og þarf að gæta þess að hita völlinn
hvorki of snemma né of mikið. Vall-
arstarfsmaðurinn hefur notið ráðleg-
gingar sérfræðings og hefur það mik-
ið að segja.
Það er mjög misjafnt hvenær við
byrjum að hita völlinn en reynslan
hefur sýnt að ef hitans nyti ekki við
gætum við ekki byrjað að nota völl-
inn fyrr en upp úr miðjum júní. Á
Akureyri reikna þeir yfirleitt með að
fyrsti leikurinn á aðalgrasvellinum
fari fram 17. júní. Við á Ólafsfirði
njótum góðs af því að hafa ódýra
hitaveitu og það gerir okkur kleift að
„flýta" sumrinu ef svo má að orði
komast.
Já, það má segja sem svo að úr lofti
séð sé völlurinn eina svæðið á Ólafs-
firði sem er orðið grænt í venjulegu
árferði í byrjun maí."
— Hver er framtíðarlausnin á Ól-
afsfirði og Norðurlandi í vallarmál-
um?
„Það kemur tvennt til. Annars veg-
ar gervigras eða yfirbyggður völlur.
Það stendur til að hestamenn byggi
skemmu líkri þeirri sem er í Hafnar-
firði og lítum við hýru auga til þeirra.
Annars er nýbúið að taka nýtt íþrótta-
hús í notkun á Ólafsfirði og það eitt er
ákveðin bylting fyrir íþróttastarfið
hér. Núna geta knattspyrnuiðkendur
æfttækni og fleira innanhúss sem var
ekki hægt áður.
Annars sjáum við eftir því núna að
hafa ekki fylgt hugdettu okkar eftir
þegar verið var að búa til Ólafsfjarð-
argöngin og öll tæki og tól til staðar.
Okkur datt í hug að fá verktakana til
að búatil hvelfingu inni íberginu þar
sem hægt hefði verið að stunda knatt-
spyrnu við bestu skilyrði. Loftræsting
er til staðar og hitatap lítið. Svona
hvelfingar tíðkast víða erlendis og
eru bæði sundlaugar og íþrótta-
mannvirki inni f fjöllum, svo undar-
lega sem það kann að hljóma."
Setjum árlega
um 20-30 tonn
af sandi á
völlinn
ÓLAFUR BJÖRNSSON, fyrrum
landsliðsmaður í knattspyrnu, er
rekstrarstjóri í Smáranum (íþrótta-
höllinn í Kópavogi) en hann sagði að
gervigrasvöllurinn í Kópavogi hefði
reynst vel þrátt fyrir nokkra ann-
marka. „Hér hafa verið miklar fram-
kvæmdir og hefur ryk og ýmislegt
lauslegt fokið á völlinn og fest þar.
Við höfum því átt í erfiðleikum með
að hreinsa hann en erum núna búnir
að láta smíða gaddatromlu sem losar
upp skítinn og sandinn sem er orðinn
ansi þéttur. Þetta mýkir völlinn og
verður hann mun betri fyrir bragðið.
Árlega setjum við um 20-30 tonn af
sandi í völlinn og þar sem sandur
leiðir hita mjög vel hefur reynstágæt-
lega að halda snjó og klaka í burtu.
Hins vegar er tilgangslaust að reyna
að hita völlinn í miklu frosti."
Mun minni sandur er í Leiknisvell-
47