Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 9

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 9
„GÆTI DREPIÐ FLUGU MEÐ PRJÓSKUNNI“ „Um leið og ég sé þessa mynd skynja ég að hann má ekki gefast upp. Hann má ekki láta aðra ýta sér út í enhverja hluti því hann veit hvað er honum fyrir bestu. Ég veit ekki hvort hann er í skóla til að læra eða spila golf en ég skynja tvenns konar skóla. Ég skynja hann sem einn af fjórum, fimm útvöldum í einhverjum skóla tengdu golfi og það er allt já- kvætt í kringum það. Hann á eftir að blómstra og aldurinn mun aldrei standa honum fyrir þrifum í íþrótt- inni. Hann á eftir að fara oftar holu í höggi en hann getur ímyndað sér, í margvíslegum skilningi en hann verður sjálfur að trúa því. Það er svo margt jákvættogskemmtilegt í kring- um hann en hann er ofboðslega þrjóskur. Hann gæti drepið flugu með þrjóskunni en það er gott. Núna er hann farinn að þekkja sín takmörk. Áður var hann óþolinmóður. Hann á eftir að skrifa undir góðan samning sem færir honum peninga. Þetta verður tímamótasamningur og hefur enginn íslendingur gert viðlíkan samning. Þetta opnar ýmsar leiðir fyrir hann en ég veitekki hvenær það gerist. Það þarf ekki að vera á þessu ári. Ég veit ekki hvort hægt er að dæma víti í golfi en hann verður ósáttur við eitthvert víti sem hann fær. Ég skil þetta ekki alveg. Hann þarf að fara varlega með aðra öxlina og hálsinn. Svo er hann mikill matmaður, getur borðað og borðað en er mjög gagnrýninn á mat. Sælkeri." ---------------•---------------- „Þetta er mjög áhugavert því ég er búinn að vera slæmur í öxlinni og hálsinum frá því síðastliðið sumar," sagði Úlfar Jónsson aðspurður um ummæli Þórhalls. „Hvað varðar skólana, sem hann nefnir, hef ég lok- ið námi en úrtökumótin fyrir stóru mótaraðirnar, PGA og Nike, kallast „qualifying school" þar sem nokkrir útvaldir komast að. Vonandi er hann að tala um þetta. Ég held að allir hafi gaman af að forvitnast um framtíð- ina, sé þess kostur, þótt einhverjir fordómar blundi í sumum. Hvað golfinu viðkemur lenti ég í ótrúlegri lægð sem er mjög ólíkt mér því ég hef yfirleitt verið mjög stöðugur spil- ari. Fyrri hluta síðastliðins árs spilaði ég mjög vel en síðan datt ég niður í einhverja vitleysu. Ég reyndi að laga sveifluna en það jók bara á vanda- málin. Fyrst núna tel ég mig vera búinn að finna lausn á þessum vandamálum en þá er að efla sjálfs- traustið aftur því það skiptir höfuð- máli. Hugarfarið verður að vera rétt. Ég er því mun bjartsýnni í dag en fyrir tveimur vikum. Sigurjón Arnarson og Jón Karlsson eru líka hér í Orlando og við tökum þátt í ýmsum mótum á næstu vikum. Það hefur töluverður tími farið í flutninga hjá mér og enn er óvíst hvort ég mun dvelja í Svíþjóð næsta sumar eins og ég gerði í fyrra. En helsta verkefnið á árinu er vitanlega að reyna að komast í þennan úrtöku- skóla. Ég er bjartsýnn á framhaldið hjá mér." 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.