Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 11
JÓN ARNAR MAGNÚSSON frjálsíþróttakapp „Þessi strákur hlýtur að vera kom- inn af einhverju sveitafólki því það er svo mikill kraftur í honum, gríðarleg- ur styrkur. Hann er sterkur persónu- leiki, opinn fyrir hugmyndum og mikil tilfinningavera. Hann á auðvelt með að gefa af sér og hjálpa öðrum en stundum vanmetur hann sig. Hann þarf að leita meira inn á við. Eg skynja að hann verði að passa á sér annan ökklann og bakið. Þessi mað- ur hlýtur að vera mjög virkur, hugur hans er oft á fleygiferð en hann þarf að kúpla sig niður annað slagið. Hann hlýtur að vera að spretta úr spori í íþróttunum en samter hann að snúa sér. Ég skil þetta ekki alveg. Hann er feiminn við suma en má gæta þess að láta fólk ekki gleypa sig. Hann á afa fyrir handan sem fylgir honum því ég finn svo mikið fyrir honum. Þessi persóna á mjög mikið inni sem íþróttamaður en hann næði mun meira út úr sér ef hann næði að virkja sinn innri kraft. Og það gerir hann með því að leita inn á við. Eg sé hann hér á einhverjum suðlægum slóðum, þar sem er mikil sól, og hann er einn þótt hann sé að æfa með öðr- um. Hann þarf að fá að vera einn annaðslagiðtil að násem mestu út úr sér. Þetta er fíngerð sál þótt hann sé stórgerður." ----------------•------------------ „Þetta er alit satt og rétt hjá hon- um," sagði Jón Arnar Magnússon. „Ég fótbrotnaði einu sinni og sleit allt í öðrum ökklanum. Svo hef ég verið veill í baki, líklega eftir að hafa verið að vinna vitlaust í einhver ár. Hvað varðar að æfa á suðlægum slóðum þá fer ég líklega í æfingabúð- ir til Flórída í vor. Það er líka rétt að mér finnst gaman að hjálpa öðrum því ég á svo erfitt með að segja nei. Já, núna get ég sagt það með góðri samvisku að ég sé búinn að æfa vel. Núna virðist ég vera tilbúinn í þau átök sem fylgja því að ná árangri. Kannski var ég ekki tibúinn fyrr en „FÍNGERÐ SÁL“ núna finnst mér ég vera sterkur. Ætli takmarkið sé ekki Ólympíuleikarnir árið 1996 og að ná 8000 stigum í tugþraut en Islandsmet mitt er 7896 stig. Nái ég 8000 stigum ætti ég að vera kominn í hóp 30 bestu tug- þrautarmanna heims. Mér gekk vel í fyrra og ég bætti mig í 100, 200, 300 og 400 metra hlaupi, 110 grind, lang- stökki, stangarstökk og kringlukasti. Ég á mikið inni og þarf að bæta mig enn frekar í flestum greinunum." 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.