Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 11

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 11
JÓN ARNAR MAGNÚSSON frjálsíþróttakapp „Þessi strákur hlýtur að vera kom- inn af einhverju sveitafólki því það er svo mikill kraftur í honum, gríðarleg- ur styrkur. Hann er sterkur persónu- leiki, opinn fyrir hugmyndum og mikil tilfinningavera. Hann á auðvelt með að gefa af sér og hjálpa öðrum en stundum vanmetur hann sig. Hann þarf að leita meira inn á við. Eg skynja að hann verði að passa á sér annan ökklann og bakið. Þessi mað- ur hlýtur að vera mjög virkur, hugur hans er oft á fleygiferð en hann þarf að kúpla sig niður annað slagið. Hann hlýtur að vera að spretta úr spori í íþróttunum en samter hann að snúa sér. Ég skil þetta ekki alveg. Hann er feiminn við suma en má gæta þess að láta fólk ekki gleypa sig. Hann á afa fyrir handan sem fylgir honum því ég finn svo mikið fyrir honum. Þessi persóna á mjög mikið inni sem íþróttamaður en hann næði mun meira út úr sér ef hann næði að virkja sinn innri kraft. Og það gerir hann með því að leita inn á við. Eg sé hann hér á einhverjum suðlægum slóðum, þar sem er mikil sól, og hann er einn þótt hann sé að æfa með öðr- um. Hann þarf að fá að vera einn annaðslagiðtil að násem mestu út úr sér. Þetta er fíngerð sál þótt hann sé stórgerður." ----------------•------------------ „Þetta er alit satt og rétt hjá hon- um," sagði Jón Arnar Magnússon. „Ég fótbrotnaði einu sinni og sleit allt í öðrum ökklanum. Svo hef ég verið veill í baki, líklega eftir að hafa verið að vinna vitlaust í einhver ár. Hvað varðar að æfa á suðlægum slóðum þá fer ég líklega í æfingabúð- ir til Flórída í vor. Það er líka rétt að mér finnst gaman að hjálpa öðrum því ég á svo erfitt með að segja nei. Já, núna get ég sagt það með góðri samvisku að ég sé búinn að æfa vel. Núna virðist ég vera tilbúinn í þau átök sem fylgja því að ná árangri. Kannski var ég ekki tibúinn fyrr en „FÍNGERÐ SÁL“ núna finnst mér ég vera sterkur. Ætli takmarkið sé ekki Ólympíuleikarnir árið 1996 og að ná 8000 stigum í tugþraut en Islandsmet mitt er 7896 stig. Nái ég 8000 stigum ætti ég að vera kominn í hóp 30 bestu tug- þrautarmanna heims. Mér gekk vel í fyrra og ég bætti mig í 100, 200, 300 og 400 metra hlaupi, 110 grind, lang- stökki, stangarstökk og kringlukasti. Ég á mikið inni og þarf að bæta mig enn frekar í flestum greinunum." 11

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.