Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 21
— Hvaða tilfinningu
hefur ALFREÐ
GÍSLASON, einn
leikreyndasti
íþróttamaður
þjóðarinnar og
þjálfari bikarmeistara
KA, fyrir HM í
handknattleik,
undirbúninsnum og
öllu sem að keppninni
lýtur?
„Þótt við höfum ekki reynslu af að
halda svona stórmót og mörgum
spurningum sé enn ósvarað held ég
að keppnin í heild sinni verði glæsi-
leg og þjóðinni til sóma. Mér finnst
vera unnið mjög vel á mörgum víg-
stöðvum og HSÍ er að gera góða
hluti. Hvort við ráðum við að halda
utan um marga leiki víðsvegar um
landið verður að koma í Ijós en það
ræðst af framgangi og skipulagningu
þeirra sem sjá um einstaka riðla.
Ég hef ekki áhyggjur af því að
áhorfendur láti ekki sjá sig en þótt
útlendingar flykkist kannski ekki til
íslands kemur hingað kjarni áhang-
enda sem fer á svona stórviðburði og
tengist handboltanum á einn eða
annan hátt. Færri utlendingar gera
það að verkum að íslendingar kom-
ast þá líklega á þá leiki sem þeiróska
eftir. Breytingarnar á Höllinni eru til
góðs og miðað við hvernig frarn-
kvæmd mála í bikarúrslitaleiknum
var er ég ekki smeykur um að það
myndist ekki stemmning og góður
Alfreð Gíslason, leikmaður og þjálfari bikarmeistara KA, skorar gegn Val í
bikarúrslitaleiknum. Hann telur að Svíar verði heimsmeistarar og að íslend-
ingar muni standa sig með sóma á HM.
andi þar. Þegar við tókum þátt í B-
keppninni íFrakklandi varvíða leikið
í húsum sem voru ekki hugsuð sem
íþróttahús og var enginn glans í
kringum þá keppni fyrr en í úrslita-
leikjunum. Við eigum góð íþróttahús
og ég treysti íslendingum fullkom-
lega til að klára þetta mál með sóma.
Það, sem mér hefur fundist slæmt
við undirbúning keppninnar, er það
hvemig ferðaþjónustan og hótelin
hafa brugðist við og mér finnst slæmt
að ekki skuli nást samstaða um að
lækka verð á gistingu og að öll mál
séu leyst farsællega. Gróðasjónar-
miðið má ekki verða svartur blettur á
keppninni og mér finnst margir hafa
hreinlega komið illa fram við HSI.
Sömuleiðis finnst mér ríkisstjórnin
standa sig illa því þetta er mesti
íþróttaviðburður á íslandi á öldinni
og óvíst hvort haldin verði önnur
Heimsmeistarakeppni í boltaíþrótt-
um á komandi öld. At' viðbrögðum
sumra ráðamanna þjóðarinnar mætti
ætla að um eitthvert Reykjavíkurmót
sé að ræða. Fyrir nokkrum árum lof-
uðu forsætisráðherra, menntamála-
ráðherra og fleiri fínir karlar öllu
fögru en núna vilja allir hvítþvo
hendur sínar og þykjast ekki kannast
við neitt. Gefinn var út veglegur
kynningarbæklingur um land og
þjóð og keppnina t'yrir nokkrum ár-
um og var honum dreit't víða um
heim. Núna sitja sumir með hendur í
skauti sér þegar við þurt'um á t'jár-
magni og öflugum stuðningi að
halda.
Undirbúningur landsliðsins verð-
ur í styttra lagi en þó töluverður mið-
að við það sem áður hefur tíðkast.
21