Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 46
einna helst yfirbyggða velli í fullri
stærð verður stöðugt meiri því ætli
ísland ekki að sitja eftir hvað varðar
framfarir knattspyrnumanna þarf að
grípa til róttækra aðgerða og það
fljótt. Reiðhallirnar íVíðidal og Hafn-
arfirði hafa verið vel nýttar af liðum í
vetur og þykja mikil bylting enda eru
allir fegnir að þurfa ekki að ösla snjó
og klaka á misgóðum malarvöllum
um miðjan vetur. Gervigrasvöllurinn
í Laugardal þótti algjör þylting þegar
hann vartekinn í notkun fyrir rúmum
tíu árum en hann er barn síns tíma og
þykirekki lengurhentugursem knatt-
spyrnuvöllur. Leikmenn hafa kynnst
öðrum tegundum grasvalla sem eru
betri og þar sem slysahætta er minni.
Á Akureyri er aðstaða til knatt-
spyrnuiðkunar á veturna engin og á
Norðurlandi er hvorki gervigrasvöll-
ur né reiðhöll. Það er kannski engin
tilviljun að bæði KA og Þór leika
bæði í 2. deild þvf varla er hægt að
búast við að leikmenn taki framför-
um og standi sig sé ekki boðleg að-
staða fyrir hendi.
ÞORBERGUR KARLSSON bygg-
Alfarið á móti
notkun grófs
skeljasands sem
undirlags
ingaverkfræðingur er í mannvirkja-
nefnd KSI en hann hefur kynnt sér
rækilega hvers konar gervigrasvellir
séu bestirogsömuleiðis hvaða undir-
lag sé ákjósanlegast undir gras, svo
eitthvað sé nefnt.
„Eftir mikla yfirvegun ákvað
mannvirkjanefnd KSÍ að ganga til
norræns samstarfs um reglur fyrir
gervigrasvelli en á því hafa Norð-
menn haft frumkvæðið," segir Þor-
bergur. „Mýkt vallarins skiptir mjög
miklu máli og það hvernig boltinn
hegðar sér því allt miðast að því að
líkja best eftir náttúrulegu grasi. Enn
sem komiðerhafaeinungisákveðnar
tegundir sandgrasvalla uppfyllt fyrr-
nefndar kröfur. Vellirnir í Kópavogi
og hjá Leikni uppfylla ekki þessar
kröfur. Vellir, sem eru með þykkari
stráum og lengra bili á milli stráa en
tíðkast hér henta betur til knatt-
spyrnuiðkunar og hafa notið mestrar
Þorbergur Karlsson byggingaverk-
fræðingur er í mannvirkjanefnd KSÍ.
Gervigrasvöllurinn í Laugardal þótti
bylting á sínum tíma en hann er barn
síns tíma.
hylli í Noregi, svo dæmi sé tekið.
Þegar tekin var ákvörðun um að
byggja gervigrasvöllinn í Kópavogi
voru menn meðvitaðir um að hann
væri ekki það besta sem völ væri á en
hann var þó mjög vel viðunandi mið-
að við verð og gæði. Verðmunurinn á
þeim velli og þeim besta sem völ var
á var um 10 milljónir króna en núna
er munurinn orðinn sáralítill. Álagið
á vellinum hefur reyndar verið meira
en tvöfalt meira en gert er ráð fyrir
erlendis og nemur um 2500 klukku-
stundum á ári."
Að tilstuðlan mannvirkjanefndar
KSÍ hélt Daninn Martin Petersen
fyrirlestur á Islandi árið 1991 um gras-
velli og kom hann með nýjar hug-
myndir um uppbyggingu á grasvöll-
um. Hann var alfarið á móti notkun
grófs skeljasands sem undirlag sem
tíðkast mjög víða hér á landi. Um 5
sm lag af skeljasandi er þá notað sem
undirlag en rannsóknir hafa sýnt að
grasræturnar ná alls ekki nógu góðri
festu í sandinum. Martin var hrifnast-
ur af um 20-30 sm sandlagi blönd-
uðu með örlítilli mold og sömuleiðis
lagði hann áherslu á að þökurnar
væru ræktaðar í sandi.
„Á nýja æfingasvæðinu í Kópavogi
fórum við eftir ráðleggingum Martins
og fengum sérstaklega útvaldar þök-
ur á svæðið sem hefur reynst einstak-
lega vel. Menn hafa lagt allt of lítið
upp úr þessum þáttum hingað til.
Þegar norska liðið Bodö Glimt
byggði sinn völl fyrir nokkrum árum
sóttu þér undirlag til Suður-Noregs
því þeim stóð ekki á sama um hvað
yrði notað. Undirlagið var því flutt
vegalengd sem samsvarar leiðinni frá
Rómtil Oslóaren það sýnirað mönn-
um er ekki sama hvað þeir nota í
vellina. Helstu veikleikar íslenskra
valla felst því í röngu undirlagi og of
miklu álagi. Sum félög eru að leggja
heilmikinn pening í rekstrarkostnaðá
völlum en hins vegar er lítið lagt í
rannsóknir á því hvað þeim sé fyrir
bestu. Það er í raun hægt að spara
mikla peninga með því að leita eftir
áliti fagmanna og vinna samkvæmt
því."
— Hvert er þitt álit á hitalögnum
undir grasvöllum?
„Reynslan hefur sýnt að það er
mjög tvíeggjað. Grasið verður fyrr
grænna en samt sem áður er völlur-
Gervigrasvöllurinn í Laugardal þótti
algjör bylting á sínum tíma!
inn ekki tilbúinn til notkunar. Að
meðaltali má reikna með að upphit-
aður völlur sé tilbúinn tveimur til
þremur vikum fyrr en venjulegur
grasvöllur en á móti kemur að það er
ekki sama hvernig hitinn er notaður.
Yfirbreiðslur á upphituðum grasvöll-
um eru varasamar vegna þess að
hitamunurinn getur orðið svo mikill
þegar ábreiðurnar eru teknar af.
Yfirbreiðslur á venjulegum gras-
völlum hafa hins vegar reynst vel,
sérstaklega til viðgerða á einstökum
blettum. Sömuleiðis er gott að nota
net því það dregur hitann ofan í gras-
ið og kæling vegna vinds minnkar.
Upphitun á grasvelli gerir ekkert
gagn að hausti þvf þá er grasið við
það að leggjast í dvala.
Rétt undirlag og áburðargjöf skipt-
irmiklu máli hvað viðkemurendingu
grasvalla og sömuleiðis góður rekst-
46