Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 26

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 26
Iþróttamenn arsins 1994 í lok síðastliðins árs tilnefndu sér- sambönd íþróttasambands íslands íþróttamenn ársins í sinni grein í 22. sinn. í tilefni útnefningarinnar bauð ÍSÍ verðlaunahöfum, fulltrúum sér- sambandanna og fréttamönnum til glæsilegs kvöldverðar í íþróttamið- stöðinni í Laugardal. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ gat' veglega verðlaunagripi, sem íþróttamenn- irnir hlutu til eignar, og á blaðið því sinn þátt í því að gera þennan árlega viðburð mögulegan. Eftirtaldir íþróttamenn voru valdir íþróttamenn ársins 1994 í sinni íþróttagrein: ANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR er „Kört'uknattleiksmaður ársins" -fen hún het'ur verið ein af allra sterkustu leikmönnum landsins undanfarin ár. Engin stúlka á t'leiri landsleiki en hún og Keflavík, lið Önnu Maríu, hefur sex sinnum orðið íslandsmeistari á síðustu sjö árum. ÁSGEIR ÞÓR ÞÓRÐARSON er „Keilari ársins" en hann markaði tímamót í íslenskri keilusögu þegar hann náði þeim einstaka árangri að leika „t’ullkominn leik" — 300 stig, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, á árinu ogereini íslenski keilarinn sem het'ur afrekað það á opinberu móti. ÁSKELL AGNARSSON er „Sigl- ingamaður ársins". Sumarið 1994 varð hann íslandsmeistari í siglingum á kjölbátum á seglbáti sínum Evu II, auk þess sem hann sigraði á Opnun- armóti Siglingat'élagsins Ýmis. ÁSTA B. GUNNLAUGSDÓTTIR er „Knattspyrnumaður ársins" en hún á glæstan 20 ára t'eril að baki með Breiðabliki. Hún er tífaldur íslands- meistari með Breiðabliki og fjórfald- ur íslandsmeistari. Ásta hefur náð þeim einstæða árangri að hafa skor- að 154 mörk í 1. deild í 142 leikjum en það hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður leikið eftir. BALDUR BORGÞÓRSSON er Magnús Scheving Fimleik- maður ársins og íþrótta- maður ársins. „Lyftingamaður ársins". Það er mat stjórnar LSI að Baldur hafi unnið besta at'rek íslensks lyftingamanns á yfirstandandi ári. BRODDI KRISTJÁNSSON er „Badmintonmaður ársins". Broddi, sem hefur verið ífremstu röð á íslandi í rúman áratug, varð tvöfaldur Is- landsmeistari auk þess sem hann sigraði, eða komst í úrslit, í nánast öllum mótum sem hann tók þátt í á íslandi, bæði í einliða- og tvíliðaleik. DANÍEL JAKOBSSON er „Skíða- maður ársins" en hann er í 129. sæti á heimslistanum sem göngugarpur. Daníel varð íslandsmeistari í 30 km skíðagöngu auk þess sem hann varð íslandsmeistari í tvíkeppni og boð- göngu. EYDÍS KONRAÐSDÓTTIR er „Sundmaður ársins" en hún var auk þess kjörin íþróttamaður Suðurnesja árið 1994. Eydís hefur sett 26 ungl- ingamet og 8 íslandsmet bæði í löng- um og stuttum brautum en á síðasta ári setti hún 5 íslandsmet. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.