Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 16
Haukar og Leiknir eigast við á Ásvöllum í 3. deild. Liðin þurfa líklega að greiða um 700 þúsund, hvort um sig, í
ferðakostnað.
7 MILUÓNIR
þarf til að reka knattspyrnudeild í 3. deild!
Texti: Þorgrímur Þráinsson
Ljósmynd: Bragi Þór Jósefsson
Lauslega áætlað má reikna með
að BÍ þurfi að greiða um 1,3 milljónir
króna í ferðakostnað í sumar, sem er
flug á níu útileiki, og kostnaður Hatt-
ar, Völsungs Dalvíkur og Þróttar er
litlu minni. Liðin fimm á höfuðborg-
arsvæðinu þurfa „aðeins" að fljúga á
fimm útileiki en engu að síður getur
gífurlegur ferðakostnaður riðið
sumum félögum að fullu. Þór og KA
frá Akureyri eru í svipaðri aðstöðu í
2. deild þar sem flestir andstæðingar
þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og
sömuleiðis Leiftur og ÍBV í 1. deild.
Það kostar um 140.000 krónur að
taka flugvél á leigu en um 100.000 að
taka rútu. Þessi kostnaður hlýtur að
leiða til þess að þau lið, sem vinnasér
sæti í úrslitakeppni í 4. deild, þurfa
virkilega að gera það upp við sig
hvort þau hafi hreinlega efni á að
leika í 3. deild. Einniger hægtað taka
einkabíla á útileiki í öðrum lands-
hluta en það er kostur sem kemur
sjaldan til greina — allra síst á leik-
degi.
Ferðakostnaður liðanna í 3. deild og tveggja
liða í 2. deild í knattspyrnu er óheyrilegur!
Hve mörg lið í 4. deild hafa efni á að vinna sér
sæti í 3. deild?
Kostnaður vegna utileikja gæti verið eftirfarandi:
LIÐ FLUG RUTA EINKABÍLAR
BÍ 9 ferðir 1.260.000 900.000 270.000
Dalvík 8 ferðir 1.120.000 800.000 240.000
Höttur 8 ferðir 1.120.000 800.000 240.000
Völsungur 8 ferðir 1.120.000 800.000 240.000
Þróttur 8 feröir 1.120.000 800.000 240.000
Selfoss 5 ferðir 700.000 500.000 150.000
Haukar 5 ferði r 700.000 500.000 150.000
Ægir 5 ferðir 700.000 500.000 150.000
Leiknir 5 ferðir 700.000 500.000 150.000
Fjölnir 5 ferðir 700.000 500.000 150.000
16