Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 16

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 16
Haukar og Leiknir eigast við á Ásvöllum í 3. deild. Liðin þurfa líklega að greiða um 700 þúsund, hvort um sig, í ferðakostnað. 7 MILUÓNIR þarf til að reka knattspyrnudeild í 3. deild! Texti: Þorgrímur Þráinsson Ljósmynd: Bragi Þór Jósefsson Lauslega áætlað má reikna með að BÍ þurfi að greiða um 1,3 milljónir króna í ferðakostnað í sumar, sem er flug á níu útileiki, og kostnaður Hatt- ar, Völsungs Dalvíkur og Þróttar er litlu minni. Liðin fimm á höfuðborg- arsvæðinu þurfa „aðeins" að fljúga á fimm útileiki en engu að síður getur gífurlegur ferðakostnaður riðið sumum félögum að fullu. Þór og KA frá Akureyri eru í svipaðri aðstöðu í 2. deild þar sem flestir andstæðingar þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og sömuleiðis Leiftur og ÍBV í 1. deild. Það kostar um 140.000 krónur að taka flugvél á leigu en um 100.000 að taka rútu. Þessi kostnaður hlýtur að leiða til þess að þau lið, sem vinnasér sæti í úrslitakeppni í 4. deild, þurfa virkilega að gera það upp við sig hvort þau hafi hreinlega efni á að leika í 3. deild. Einniger hægtað taka einkabíla á útileiki í öðrum lands- hluta en það er kostur sem kemur sjaldan til greina — allra síst á leik- degi. Ferðakostnaður liðanna í 3. deild og tveggja liða í 2. deild í knattspyrnu er óheyrilegur! Hve mörg lið í 4. deild hafa efni á að vinna sér sæti í 3. deild? Kostnaður vegna utileikja gæti verið eftirfarandi: LIÐ FLUG RUTA EINKABÍLAR BÍ 9 ferðir 1.260.000 900.000 270.000 Dalvík 8 ferðir 1.120.000 800.000 240.000 Höttur 8 ferðir 1.120.000 800.000 240.000 Völsungur 8 ferðir 1.120.000 800.000 240.000 Þróttur 8 feröir 1.120.000 800.000 240.000 Selfoss 5 ferðir 700.000 500.000 150.000 Haukar 5 ferði r 700.000 500.000 150.000 Ægir 5 ferðir 700.000 500.000 150.000 Leiknir 5 ferðir 700.000 500.000 150.000 Fjölnir 5 ferðir 700.000 500.000 150.000 16

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.