Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 3
I *i
fl
s t.
vers vegna verða sumir íþróttamenn goðsagnir í lif-
anda lífi á meðan aðrir, sem ná jafnvel betri árangri,
falla í skuggann og þykja lítt eftirsóknarverðir?
\stæðan er vitanlega fyrst og fremst sú að menn
uppskera eins og þeir sá, innan vallar sem utan. At-
hafnir þeirra, ummæli, framkoma og aðrir eiginleik-
ar gera það að verkum að annað hvort hitta þeir í mark sem persónuleik-
ar eða ekki. Það er ekki hægt að blekkja þegar til lengri tíma er litið. Á
hverju augnabliki eru menn ómeðvitað eða meðvitað að skapa sér
ímynd hvort sem þeim líkar betur eða verr. Hafi þeir heiðarleikann,
sannleikann og réttvísina að leiðarljósi verða þeir metnir að verðleikum
en þeir, sem eru stöðugt á bak við grímuna og skara eingöngu eld að eig-
in köku, falla í skuggann þrátt fyrir einhverja sigra. Ef litið er afrekssögu
íslands í íþróttum kemur fljótt í Ijós að þeir, sem hafa látið mest að sér
kveða, eru í langflestum tilfellum einstakir persónuleikar. Skoðum t.d.
handknattleikshetjur okkar sem eru hvað „ferskastar" f minningunni.
Kristján Arason, Geir Sveinsson, Sigurður Sveinsson, Atli Hilmarsson,
Jakob Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðs-
son að ógleymdum Alfreð Gíslasyni. Þetta eru ekki eingöngu toppí-
þróttamenn heldur glæstir fulltrúar þjóðarinnar.
Alfreðs þætti Gísiasonar er lokið hjá KA í bili en persónufylgi hans
hefur m.a. gert það að verkum að félagið er stórveldi í handbolta f dag.
Vissulega er árangur liðsins ekki eingöngu Alfreð að þakka því margir
hafa lagt hönd á plóginn. Það er hins vegar ekki sama hver stýrir skút-
unni því það er staðreynd að menn eru tilbúnir að fórna sér fyrir menn
sem eru sterkir persónuleikar og sigurvegarar í hjarta sínu — eins og Al-
freð. Hann lauk sex ára þjálfaraferli hjá KA með eftirminnilegum hætti.
Lét tjasla sér saman líkamlega þegar mest á reyndi til að geta stoppað í
óþarfa göt í varnarleik liðsins. Liðið fagnaði íslandsmeistaratitlinum verð-
skuldað og Alfreð saga Gíslason hjá KA hefur þegar verið skráð í huga
íþróttaunnenda á íslandi.
Erlingur Kristjánsson er annar öðlingur í liðinu sem hefur fórnað sér
fyrir félagið ár eftir ár. Hann er sterkur persónuleiki sem lætur aldrei bil-
bug á sér finna. Hann er hetja sem aðrir íþróttamenn mættu taka sér til
fyrirmyndar hvað varðar félagsanda og dugnað enda mun hann geta sagt
börnum sínum, barnabörnum, barnabarnabörnum — ef því er að skipta,
frá afrekum sínum á unga aldri. Erlingur er reyndar svo hógvær maður
að að líklega munu barnabörnin þurfa að gramsa í gömlum kössum uppi
á háalofti til að uppgötva hvers konar íþróttahetja afinn var.
Að lokum vil ég þakka lesendum íþróttablaðsins og íþróttamönnum
gott samstarf í gegnum tíðina þvf ég læt nú af störfum sem ritstjóri. Eftir
ellefu ár í ritstjórastóli er mál að linni enda í nóg horn að líta á öðrum
vettvangi. Það hefur verið þroskandi að ritstýra blaðinu og ég hef eignast
vini og kunningja á ferðum mínum um landið. Ég óska íþróttamönnum
og lesendum öllum gleðilegs sumar og munið — betra líf á tóbaksl!
auglýsingastjóri
2. tbl. 1997
Ritstjóri og ábyrgðar-
maður:
Þorgrímur Þráinsson
Beinn sími ritstjóra:
515-5636
Ljósmynd á forsíðu:
RagnarTh. Sigurðsson
Skrifstofa ritstjórnar:
Seljavegur 2
Sími: 515-5500
Aðalritstjóri:
Steinar J. Lúðvíksson
Framkvæmdastjóri:
Halldóra Viktorsdóttir
Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Áskriftargjald kr. 1.080,
(1 /2 ár) ef greitt er með
greiðslukorti en annars kr.
1.197.
Hvert eintak í áskrift
kostar kr. 360, ef greitt er
með greiðslukorti en
annars kr. 399.
Hvert eintak í lausasölu
kr. 499.
i
1
Áskriftarsími: 515-5555
Útgefandi: Fróði hf.
Skrifstofa og afgreiðsla:
Seljavegur 2, sími 515-
5500
Öll réttindi áskilin varð-
andi efni og myndir.
Prentsmiðjan Grafík hf.
. ' ■: '
3