Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 7
Þá völdu þjálfararnir tvo efnileg-
ustu leikmenn deildarinnar og máttu
þeir velja úr sínu liði. Arnar Kárason
Tindastól fékk þar nokkuð örugga
kosningu. Þjálfarar sögðu hann hafa
tekið miklum framförum í vetur.
„Hann hefur góða nýtingu, tapar
fáum boltum og er orðinn mjög stöð-
ugur miðað við aldur," sagði einn
þjálfarinn.
Efnilegasti leikmaðurinn:
Arnar Kárason, Tindastól 8
Friðrik Stefánsson, KFÍ 5
Páll Axel Vilbergson, Grindavík 3
Helgi Guðfinnsson, Grindavík 2
Dagur Þórisson, ÍA 1
Gunnar Einarsson, Keflavík 1
Hafsteinn Lúðvíksson, Þór 1
Páll Kristinsson, Njarðvík 1
Pálmi Sigurgeirsson, Breiðablik 1
Sverrir Sverrisson, Njarðvík 1
Að síðustu völdu þjálfararnir
besta dómara ársins. Kristinn Al-
bertsson og Leifur Garðarsson fengu
þar ágætis kosningu. Vildu þjálfar-
arnir meina að þeir hefðu góð tök á
leiknum.
Besti dómarinn:
Kristinn Albertsson 4
Leifur S. Garðarsson 4
Kristinn Óskarsson 2
Helgi Bragason 1
Jón Bender 1
Damon Johnson, leikmaður Keflavíkur (th), var kjörinn besti leikmaðurinn
með miklum yfirburðum. Herman Myers Grindavík stóð sig sömuleiðis
ágætlega í vetur.
Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflavíkur, hampaði öllum bikurum sem Keflvík-
ingar kepptu um í vetur. Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari sækir að Guðjóni.
Ekki voru allir á eitt sáttir um
dómgæsluna í vetur. Þjálfararnir
vildu meina að deildin státaði af 4 til
5 góðum dómurum. Flestir nýliðarn-
ir þóttu hafa lítinn metnað, vantaði
tillfinningu fyrir leiknum, sumir þóttu
hrokafullir og oft á tíðum máttu
hvorki þjálfari né leikmenn opna
munninn án þess að búið væri að
dæma tæknivillu. Þó vildi einn þjálf-
arinn meina að dómgæslan hefði
batnað mikið eftir að hann fór að líta
meira í eigin barm í stað þess að
kenna dómurunum sífellt um. Og
aðrir vildu meina að dómgæsla hefði
verið ágæt í heildina.
Stigin skiptust þannig á milli liða:
Keflavík 25
Þór 9
KR 7
Grindavík 6
ÍA 6
Njarðvík 2
ÍR 2
Tindastóll 2
Skallagrímur 1
7