Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 62

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 62
ft^^ ® viieriDana Rehband Hitahlífar Hvers vegna að nota hitahlífar ? Hitahlífar eru notaðar til forvarnar fyrir íþróttafólk og sem þáttur í end- urhæfingu. Rehband hitahlífarnar viðhalda og auka hita í liðum og vöðvum, verja fyrir núning og höggum og styðja við liði líkamanns. Til að koma í veg fyrir meiðsli í íþróttum er mikilvægt að hita vel upp og viðhalda hita vefjanna meðan á æfingu eða keppni stendur. Við auk- inn hita eykst teygjanleiki vöðva, sina og liðbanda, og vöðvavirkni og samhæfing eykst. Mikilvægt er að setja hitahlífarnar á sig hálfri klukkustund áður en átök- in eiga að hefjast s.s keppni, svo verkun þeirra verði best. Algengustu íþróttameiðsli eru á mótum vöðva og sina. Talið er að koma megi í veg fyrir 75% þeirra með forvörn eins og þeirri að nota hitahlífar. Þegar meiðsli hafa átt sér stað reynast hitahlífarnar vel til að minn- ka verki og eymsli m.þ.a. halda hita, styðja við áverkann og flýtir þannig fyrir lækningu. Þó skal hafa í huga að ekki skal nota hitahlífar á meiðsli fyrr en .þremur dögum síðar þar sem hiti gæti aukið á verkina. Reglan er sú að kæla bólgið svæði reglulega fyrstu þrjá dagana. Rehband hitahlífarnar eru til fyrir nánast alla liði líkamanns. Þær eru framleiddar úr neophrenefni sem einangrar vel hita og vegna fjölda ör- smárra lofthólfa í efninu myndar það vörn gegn núningi og höggum. Reh- band hitahlífarnar hafa það fram yfir aðrar hitahlífar að höggdempunin er sérstaklega góð vegna þess hvernig lofthólfunum er dreyft jafnt í efninu. Þetta efni teygist vel og hlífarnar eru formsniðnar þannig að þær falla vel að líkamanum, hreyfast ekki úr stað og gefa góðann stuðning við liði án þess að hindra hreyfingar þeirra. Rehband hitahlífarnar eru sérhann- aðar til að standast kröfur íþróttafólks og fagfólks í heilbrigðisstéttum. Umboðsaðili Rehband er Stoð Trönuhjalla 8 Hafnarfirði Roberto Baggio hefur verið allt ann- að en ánægður með spilamennsku sína upp á síðkastið. Margir eru farnir að halda því fram að þessi ítalski snilling- ur sé búinn að vera en aðrir vonast til að hann nái sér upp úr þessari lægð. Baggio veit sjálfur að hann er ekki að spila sinn besta bolta þessa dagana en hann sagði við blaðamann nýlega að honum liði eins og Ferrari á rauðu Ijósi - það er svo spurning hversu langt er í að Ijósið verði grænt. Wenger styður Arsene Wenger þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill að England fái að halda Heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu árið 2006. Wenger segir andrúmsloftið í Englandi alveg kjörið fyrir svona knattspyrnuhá- tíð og svo má ekki gleyma því að saga knattspyrnunnar á rætur sínar að rekja til Englands. Englendingar hafa ekki haldið keppnina síðan 1966 og því finnst Wenger tími kominn til að keppnin verði haldin þar. Aðrar þjóðir sem koma til greina eru Spánn, Þýska- land, Frakkland og Ítalía. Landsliðsmarkvörðurinn Hlynur Jó- hannesson er nú með lausan samning. Hlynur er uppalinn í Vestmannaeyjum og því beinast auga Eyjamanna að honum. Sigmar Þröstur Óskarsson hefur verið mjög misjafn í marki ÍBV í vetur en hefur einnig lýst því yfir að nú fari að styttast í annan endann á hand- boltaferli hans. Eyjamenn eru hins vegar ekki þeir einu sem áhuga hafa á að fá þennan snjalla markvörð til sem hefur einnig verið orðaður við KA. Harður aðdáandi knattspyrnuliðs- ins Fenerbache, Ali Sirkecioglu, tók tap liðsins gegn Besiktas aðeins of nærri sér. Ali keyrði blindfullur heim eftir leikinn og lamdi konuna sína svo illa að hún féll í dá. Hann rauk þar á eftir út á svalir á íbúð sinni sem var á fimmtu hæð, hoppaði þar fram afog öskraði: „égskil börnin eftir fyr- ir mömmu mína". Ali braut á sér báða fætur og var fluttur á sama spít- ala og konan hans. Hún hefur nú náð sér að fullu en hann liggur enn á gjörgæsludeildinni. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.