Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 36

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 36
Sigurður Ingimundarson stappar stálinu í sína menn. — Gerðuð þið ykkur miklar von- ir fyrir tímabilið? „Já, við gerðum það. Okkurfannst við vera það sterkir að við ættum að geta farið alla leið alls staðar og hóp- urinn er búinn að vera ótrúlega ein- beittur á það markmið að sigra í all- an vetur. Við höfum aldrei hvikað frá því jafnvel jaótt við höfum lent í erf- iðleikum. Eg spilaði aldrei í svona einbeittu liði. Ég hefði kannski viljað það!" — Nær allir fjölmiðlar spáðu ykkur titlinum. Jók það þrýstinginn á ykkur þegar tekið er tillit til þess að mörgum liðum, sem er spáð titli, falla undan væntingunum? „Þetta gerðist hjá okkur í fyrra. í vetur höfum við ósköp lítið spáð í þessa hluti, hverjum er spáð titli og hvað er sagt um okkur í blöðum. Við höfum ákveðið okkur að þetta ætlum við að gera og fylgt því eftir. Það hef- ur hjálpað okkur svolítið." — Guðjón Skúlason var óspar á yfirlýsingarnar í blöðum um sigur í öllum mótum. Lýsir það andanum í liðinu? „Já, það eru allt svaka „karakter- ar" í þessu liði og engum þeirra datt í hug að við gætum tapað enda gerð- ist það sjaldan. En þetta er auðvitað það sem liðið ætlaði sér. Ég vil meina að Guðjón hafi ekki verið yfirlýs- ingaglaður. Ef hann var spurður þá svaraði hann spurningunum hrein- skilnislega. Ég las það frá einum leik- manni, sem lék gegn okkur, að við hefðum verið rosa yfirlýsingaglaðir í öllum fjölmiðlum. Það er nú bara af því að við höfum unnið öll mót og um okkur hefur verið fjallað. ÖII lið hljóta að ætla sér sigur. Kannski hef- ur okkur gengið betur en við bjugg- umst við. En við förum ekkert leynt með það, ef einhver spyr okkur hvort við ætlum að vinna svörum við ját- andi." — Gerðirðu miklar breytingar á leikskipulagi liðsins? „Við spiluðum að mörgu leyti öðruvísi bolta heldur en í fyrra. Keflavík hefur alltaf spilað hratt og það hefur ávallt haft góðar skyttur. Ég held að við spiluðum enn hraðara í vetur og skutum betur en nokkru sinni fyrr. En það sem ég vil halda fram, og fólk tekur kannski ekki eftir af því við skoruðum mikið, er að við höfum á að skipa einhverju besta varnarliði sem Keflavík hefur átt. Ég tel okkur vera gott og vanmetið varn- arlið því við fáum á okkur langflestar sóknir af því að við spilum svo hrað- an bolta. Samt fengu aðeins þrjú lið í deildinni færri stig á sig. Ég vil meina að við höfum spilað bestu vörnina í vetur." — Nú hafið þið unnið alla titla sem voru í boði. Þetta hlýtur að vera draumatímabil fyrir þig? „Það er ekki hægt að biðja um meira en alla titla og það að setja sér þetta takmark og ná því er auðvitað frábært." — Áhorfendur í Keflavík eru mjög meðvitaðir um leikinn og láta ykkur heyra það þegar illa gengur. Getur það tekið á taugarnar fyrir þjálfarann og leikmennina? „Nei, alls ekki. Þessir áhorfendur eru mjög góðir og þegar við spilum illa þá eru þeir ekkert að reyna að „peppa" okkur upp. Enda er það ekki þeirra hlutverk, það er okkur starf. En þegar við spilum vel þá hvetja þeir okkur. Mér finnst þeir sanngjarnir. Þeir eru vanir góðu og vilja hafa það gott og ef við skilum ekki hlutverki okkar þá eru þeir ekkert að hvetja okkur. Það hjálpar okkur því við vit- um af því." — Eru þeir bestu áhorfendurnir í deildinni? „Já, að okkar mati. Persónulega finnst mér langskemmtilegast að þjálfa og spila alvöru leiki þegar þeir eru í Keflavík fyrir fullu húsi. Þó ég væri aðkomumaður myndi mér finn- ast það." — Keflavíkurliðið samanstendur af mörgum leikreyndum leikmönn- um. Heldur þú að hópurinn eigi eft- ir að breytast á næstu árum? Kvíðir þú fyrir framtíðinni? „Nei, alls ekki því hérna eru líka nokkrir mjög góðir, ungir leikmenn sem fengju að spila mun meira ann- ars staðar og reyndar eru allir leik- mennirnir að minnka sinn spilatíma „Notócztz ættCHem tceFmtcuz q/eiu mQiFQft spm erlenw’ 36

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.