Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 14
Vörur sem
styrkja og styðja
Þarftu að auka þolið og kraftinn? Vantar þig hlífar til að verja
og styðja aum hné, ökkla eða olnboga? í Skipholts Apóteki,
sem er til húsa að Skipholti 50C og er opið virka daga frá
klukkan 8:30 til 18:30 og laugardaga frá klukkan 10 til 14,
fást hin þekktu bandarísku fæðubótarefni frá Universal en þau
njóta geysimikilla vinsælda meðal íþróttamanna og annarra
sem stunda líkamsrækt af ýmsu tagi. Þar fást einnig Medisport stuðnings- og hitahlífarnar.
Universal fæðubótarefnin eru nauðsynlegur þáttur í næringarfræði íþrótta-
manna og þeirra sem stunda líkamsrækt fjórum sinnum í viku eða oftar.
Meðal þess sem Universal býður upp á eru vítamín, amínósýrur, prótín,
kreatín og ýmis efni til vöðvauppbyggingar. Einnig er um að ræða tvenns
konar orkustangir (Muscle Bar og Forza Van), sem og chromicum piccolina-
te sem er tilvalið fyrir þá sem eiga í baráttu við aukakílóin. Universal vör-
urnar eru þekktar fyrir famúrskarandi gæði og sanngjarnt verð. Úrval var-
anna hefur vaxið ört á undanförnum árum og sama er að segja um vinsæld-
ir þeirra. Universal fæðubótarefnin þykja hentug og ómissandi fyrir þá sem
vilja ná árangri í íþróttum og líkamsrækt.
Medisport
Samkeppni í íþróttum hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú og fjölgar þeim sífellt sem stunda íþróttir
af einhverju tagi. Álagsmeiðsl og minniháttar hnjask geta valdið alvarlegum óþægindum í langan tíma.
Ef meiðsl eru hins vegar meðhöndluð rétt er á auðveldan hátt hægt að koma í veg fyrir varanlegan skaða.
Með þetta í huga hafa framleiðendur Medisport meðal annars sett á markað Cotton Elastic línuna og
Neoprene línuna sem veita varma og mjög góðan stuðning í þeim tilgangi að draga úr verkjum og bólg-
um. Hlífarnar eru mjúkar og þægilegar og úr viðurkenndum gæðaefnum. Medisport hlífarnar henta jafnt
atvinnuíþróttamönnum sem og þeim sem stunda t.d. gönguferðir og aðra útiveru því þær er einnig hægt
að nota í fyrirbyggjandi tilgangi og tjl að koma í veg fyrir að gömul meiðsl taki sig upp. Einnig eru kælig-
el, hitagel og fleira fáanleg frá Medisport. Hlífarnar hafa hlotið margs konar viðurkenningar fyrir gæði en
Medisport framleiðir þær meðal annars fyrir samtök atvinnumanna í knattspyrnu á Bretlandi, PFA (Pro-
fessional Footballers Association).
SKIPHOLTS
APÓTEK
Texti: Bryndís Hólm / Mynd: Hreinn Hreinsson