Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 35
snóker á fullu. Ég reyndi golfið tvö sumur en setti met í Sandgerði; fór níu holurnar á alveg ótrúlega mörg- um höggum. Snókerinn gengur þol- anlega. Eg tapa ekki öllum leikjum" — Hvenær fékkstu áhuga að skel- la þér út í þjálfun? „Ég byrjaði að þjálfa árið 1985 löngu áður en ég fékk áhuga á þjálf- un. Þjálfaði í nokkur ár en hætti svo. Það var ekki alvöru áhugi kominn fyrr en ég tók við kvennaliðinu." — Valur bróðir þinn þjálfaði Njarðvíkurliðið. Átti hann einhvern þátt í því að þú skelltir þér í þjálfun á meistaraflokksstigi? „Það hefur ekki skemmt fyrir að hann var þjálfari. Ætli við séum ekki báðir þannig að við viljum fá að stjórna því sem við erum að gera. Það er tengt persónuleika okkar." — Hvernig tilfinning var að hætta sem leikmaður og snúa sér eingöngu að þjálfun? „Það kom mér á óvart hvað það var - ekki auðvelt - heldur samt átakalítið að hætta sem leikmaður og fara að þjálfa gömlu félagana. Ég bjóst við að mér myndi finnast verk- efnið erfiðara." — Telurðu að þú hafir átt eitt- hvað inni sem leikmaður? „Já, já, ég get alveg spilað enn þá. Ég þurfti reyndar að taka mér frí frá körfubolta. Ég var búinn að spila meiddur í mörg ár, aldrei á fullri ferð. Maður útilokar ekki að taka fram skóna á nýju en ég efa það." — Hvernig leikmaður varstu? „Ég var góður liðsmaður, einn af fáum leikmönnum á Islandi sem var yfir 190 sm og gat skotið. Það bjarg- aði mér á ferlinum. Það þarf stund- um ekki mikið til að verða góður leikmaður ef maður kann að nota það sem maður hefur." — Kom aldrei til greina hjá þér að leika sama leik og Jón Kr. Gísla- son, að spila ásamt því að þjálfa? „Nei, alls ekki. Ég er persónulega ekkert voða hlynntur því að spila og þjálfa. Mér finnst að þjálfararnir eigi að geta einbeitt sér algjörlega að körfubolta. Liðið á það skilið. Alla vega fyrir mig þá myndi ég ekki vilja gera sömu hluti í einu." — Nú eru skiptar skoðanir um aðstöðu Jóns Kr. sem landsliðsþjálf- ara og leikmanns. Er það eitthvað frábrugðið því að þjálfa félagslið? „Það hafa verið miklar umræður um þetta eftir að hann byrjaði með landsliðið og fór til Grindavíkur. Mér finnst ekkert að þessu, því raunveru- lega þegar Nonni var að spila með Grindavík var ekkert að gerast hjá landsliðinu, aðeins um jólin. Ég held að hann hefði ekkert gert meira fyrir landsliðið hefði hann ekki verið að spila. Hann hefði kannski séð fleiri leiki en endurnýjunin í deildinni er lítil og því er hann fullfær um að vita hverjir eru góðir og hverjir ekki. Ég held að það sem hann er að gera sé allt í lagi þetta ár." — Hvernig leist þér á að taka við Keflavíkurliðinu fyrir þetta tímabil? „Mér leist mjög vel á það. En það voru náttúrlega skiptar skoðanir um hvort liðið gæti aftur fengið mann sem væri búinn að spila hérna lengi. Ég spilaði öll árin sem Jón Kr. þjálfaði liðið og lengur, og með mörgum sem eru nú í liðinu. Þannig að vart var við svolítinn titringur þegar ég var ráðinn einkum hjá bæjarbúum. En ég varð ekki var við óánægju innan liðsins." — Þið fenguð góðan liðsstyrk fyr- ir tímabilið þegar þrír leikmenn komu að norðan, tveir þeirra, Krist- inn Friðriksson og Birgir Birgisson, landsliðsmenn. Það hlýtur að hafa styrkt liðið? Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari Keflavíkur lék vel með Grindavík í úrslitaleikjunum en það dugði skammt. „Já, auðvitað. En í staðinn misst- um við Jón Kr. og Davíð Grissom auk þess sem ég hætti. Hópurinn í ár er ekkert breiðari en í fyrra. Við höfum lágvaxnara lið. En það er engin spurning að við höfum betra lið, jafnvel þótt ég sé ekki að spila!" — Já, talandi um betra lið. Bandaríkjamaðurinn, Damon John- son, hefur spilað vel fyrir ykkur. Er hann betri leikmaður en fyrri út- lendingar Keflavíkur, t.d. Lenear Burns, og ef svo er að hvaða leyti? „Lenear Burns er einhver hæfi- leikaríkasti leikmaður sem hefur komið til landsins. En hann var bara ekki nógu mikill „karakter". Hann var eins og margir útlendingar, ekki beint latur, heldur sérhlífinn, lagði sig lítið fram. Það er Damon ekki. Hann leggur sig allan fram í boltann - alla daga. Það þarf aldrei að biðja hann um það. Miklu frekar ætti mað- ur að segja að hann biðji félaga sína um að leggja harðar að sér. Hann er án efa fjölhæfasti maður sem hefur komið hingað og að mínu mati sá besti." — Hvernig er að þjálfa leikmenn sem hafa verið samherjar þínir meira og minna? Þarftu að vera harðari við strákana en aðrir þjálfar- ar hefðu þurft að vera? „Þegar ég byrjaði fyrst að þjálfa strákana þá varð ég að sýna þeim fram á að ég væri þjálfarinn. Ég þurfti að beita ákveðnum aðferðum á þá og hef aldrei lent í neinun erfiðleik- um." 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.