Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 26
Ég spurði fyrst hvenær það hefði
verið sem hann gerði sér grein fyrir
því að draumur hans um að verða at-
vinnumaður í fótbolta yrði að veru-
leika. „Sennilega þegar ég kom hing-
að til United og skrifaði undir at-
vinnumannssamning. Ég var í skóla
hjá United (fótboltaskóla) frá því ég
var fimmtán ára, skrifaði svo undir
atvinnumannssamning sautján ára
og byrjaði að æfa með aðalliðinu og
spila með varaliðinu. Svo fékk ég
tækifæri með aðalliðinu strax á fyrs-
ta ári. Ég bjóst ekki við að verða
fastamaður en vonaðist bara eftir
tækifæri."
— Stundaðirðu einhverjar aðrar
íþróttir þegar þú varst yngri?
„Ég spilaði Rugby, var í frjálsum
og körfubolta. En núna eftir að ég er
orðinn atvinnumaður má ég ekki
spila neitt annað af tryggingaástæð-
um, nema kannski golf og snóker,
íþróttir sem er ómögulegt að meiðast
Þeir þekkja sigurtilfinninguna, leikmenn United.
— Hvernig voru mótunarár þín
sem knattspyrnumaður?
„Ég var hjá Manchester City frá
því ég var ellefu ára. Þjálfarinn í
hverfisliðinu mínu var njósnari hjá
Manchester City og hann tók nokkra
úr liðinu með sér til City. Við æfðum
tvisvar í viku og spiluðum á laugar-
dögum. Þannig var það þangað til ég
var fjórtán ára. Ég kom hingað [til
United] ein jól í æfingabúðir og fljót-
lega báðu þeir mig um að skrifa und-
ir hjá þeim. Ég hafði alltaf haldið
með Manchester United svo það var
mjög eðlileg ákvörðun.
— Voru einhver sárindi að hálfu
City?
,,Já, aðeins. Ég hafði verið þar í
þrjú ár svo þeir héldu að ég myndi
skrifa undir hjá þeim, en það spurði
mig aldrei neinn. Svo kom United til
skjalanna og ég hafði alltaf haldið
með þeim."
— Hvernig var það fyrir svo ung-
an mann að verða skyndilega svo
stór stjarna?
„Mér fannst það frábært. Ég trúði
ekki hversu hratt þetta gerðist allt. Ég
var sautján ára þegar ég byrjaði og
var orðinn fastamaður í liðinu átján
ára. Ég naut þess og ég held að það
sé aðalatriðið. Svo fremi sem maður
nýtur þess, lætur það ekki stíga sér til
höfuðs og er ekki hræddur þá kemst
maður í gegnum þetta."
— Hvað finnst þér um að vera
kyntákn?
„Það er gaman (hlær). Núna fylgj-
ast mun fleiri stelpur með fótbolta en
áður var, eins og þú sérð (bendir á
skarann við hliðið sem samanstend-
ur mestmegnis af ungum stúlkum).
Það er gríðarlegur fjöldi af konum og
stelpum sem mætir á leiki nú til dags
svo maður fær athygli frá stelpum
svo það er eflaust hægt að segja að
við séum kyntákn. En það getur oft
verið neyðarlegt."
— Fannst þér álagið á þér í byrj-
un vera ósanngjarnt?
„Nei, ég held að það hafi verið
óumflýjanlegt þegar maður byrjar
svo ungur að spila með stórliði eins
og Manchester United. Maður fær
náttúrlega mikla athygli og ég held
að framkvæmdastjórinn hafi verið
mjög mikilvægur að þessu leyti.
Hann reyndi að beina sviðsljósinu
frá mér og bannaði mér að fara í við-
töl og fara í sjónvarpið. Það voru
hlutir sem ég gat vel verið án og ég
er þakklátur framkvæmdastjóranum
fyrir að gera mér kleift að einbeita
mér að fótboltanum."
— Verðurðu þreyttur á að vera
þekktur alls staðar sem þú ferð?
„Já, það getur verið pirrandi. Ég
held að ég sé heppinn vegna þess að
ég hef verið í sviðsljósinu frá því ég
var sautján, átján ára gamall þannig
að núna er ég eiginlega orðinn van-
ur þessu. Ég var líka heppinn að ég
skyldi alast upp hérna svo allir vinir
mínir eru nálægt mér. Ég þurfti ekki
að flytja neitt og vera ókunnugur að-
stæðum. Ég veit hvar ég á heima og
hér get ég bara verið venjulegur.
Þetta var erfitt til að byrja með en ég
held að þetta venjist."
— Finnst þér þú vera orðinn gam-
all eftir að hafa spilað svo lengi?
„Já, að vissu leyti. Mörgum strák-
unum finnst ég eflaust vera gamall
jaxl, sérstaklega þeim sem eru að
koma inn í liðið núna. En ég held nú
samt að ég sé ennþá ungur!"
— Hvað finnst þér um að hafa
verið líkt við George Best? Varstu
hræddur við það eða fannst þér það
vera einhvers konar viðvörun?
„Það er ekkert sem ég hugsaði
um. Ég las greinarnar en hugsaði
ekkert meira um þetta. Ég reyndi
bara að halda mínu striki. Mér finnst
26