Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 52

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 52
framhald af bls. 49 til sín taka. Það var svo í gegnum kunningja hans hjá fjárfestingafyrir- tæki að hann fékk fyrsta tækifærið sem verðbréfasali. Og þar kunni Oddur strax vel við sig. Verðbréfaviðskiptin ekki ólík því sem gerist á íþróttavellinum „Ég hafði lengi haft áhuga á mark- aðsmálum og fannst þau spennandi. Það voru ekki síst möguleikarnir, sem felast í verðbréfaviðskiptum, sem heilluðu mig mest en í raun er þar um svipaða baráttu og á íþrótta- vellinum að ræða. Allir keppast um að verða fyrstir og þar verður hver að bjarga sér. í verðbréfaviðskiptum verða menn líka að vera útsjónar- samir og fljótir að hugsa. Ég þurfti að taka sérstakt próf til að fá leyfi til að starfa sem verðbréfasali og eftir að ég hafði lokið því 1993 hóf ég störf hjá fjárfestingafyrirtækinu Fidelity In- vestments í Dallas. Það er langstærst sinnar tegundar og er í raun risastór verðbréfasjóður. Fyrirtækið hefur yfir að ráða 500 milljörðum dollara sem það sér um að fjárfesta fyrir einstak- linga, fyrirtæki og stofnanir. Ég starfa í deild sem sérhæfir sig í einstak- lingsþjónustu og sé um að kaupa og selja verðbréf með hliðsjón af mark- miðum þeirra sem ég er að selja fyr- ir. Ég leiðbeini einstaklingum upp að vissu marki og það eru síðan þeir sem ákveða hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka eða ekki." — Ertu þá hættur að fylgjast með íþróttaúrslitunum í dagblöðunum og farinn að lesa viðskiptasíðurnar ein- göngu? „Ég segi nú ekki að ég sé hættur að lesa íþróttasíðurnar en ég viður- kenni að það fyrsta, sem ég geri á hverjum degi, er að fletta upp á við- skiptasíðum dagblaðanna og fylgjast með markaðstölum, sérstaklega í Wall Street Journal sem er langbesta viðskiptablaðið að mínu mati. Mað- ur hefði nú ekki byrjað á viðskipta- síðunum fyrir 15 árum síðan, það er alveg Ijóst. Þá voru íþróttirnar númer eitt, tvö og þrjú." Oddur segist hafa lært heilmikið af þeim harða bransa sem verðbréfa- sala er. Hann telur víst að sú reynsla eigi eftir að nýtast sér um ókomna framtíð. „Það eru hrikalega stórir há- karlar í þessum bransa, hákarlar sem svífast einskis við að pota sér áfram og nýta sér trúnaðarupplýsingar ann- arra til að tryggja eigin hagsmuni. Oddur hefur löngum stefnt hátt og hver veit nema hann eigi eftir að fikra sig upp skýjakljúfra í verð- bréfaviðskiptum. „BENSÍNAFGREIÐSLA VAR EKKI FRAMTÍÐAR- STARF FYRIR MIG/' segir Oddur Sigurðsson. Þau fjögur ár, sem ég hef starfað við þetta, hafa verið gríðarlega lærdóms- rík og skemmtileg. Ef vel gengur eru möguleikarnir miklir og það gerir starfið svo spennandi." — Hvernig finnst þér og fjöl- skyldu þinni að búa í Dallas? „Okkur Önu og Stefáni finnst gott að vera í Dallas og líður mjög vel. Okkur leiðist aldrei, enda af nógu að taka og alltaf eitthvað að gerast. Ólíkt öðrum stórborgum þá byggðist Dallas á stórri sléttu, það voru engir árfarvegir sem þar komu við sögu. Borgin varð til í kjölfar þess að olíu- risarnir byggðu upp veldi sín um 1950 og skrifstofubyggingar spruttu þá upp eins og gorkúlur, hver á fæt- ur annarri. Helsti ókostur borgarinn- ar er umferðin. Hún getur verið mjög þung stundum og þá er eins gott að vera þolinmóður. Dallas hefur þó tekið miklum stakkaskiptum síðustu árin, sérstaklega hvað samgöngur varðar. Borgin er orðin mjög nútíma- leg, með fyrsta flokks alþjóðlegan flugvöll og góðar hraðbrautir í allar áttir. Hún er því fýsilegur kostur fyrir mörg stórfyrirtæki, t.d. Texaco, JC- Penney, Pizza Hut og American Air- lines. Ég veit ekki hvað við verðum lengi í Dallas, það veltur að miklu leyti á því hvaða tækifæri mér bjóð- ast í framtíðinni og hvernig Önu gengur að fá vinnu sem endurhæf- ingalæknir. Hún hefur nú lokið námi og er þessi misserin að taka út starfs- þjálfunina." Saknar Austin og íslands Oddur segir að Austin, sem er sunnar í Texas, togi alltaf pínulítið í sig. Hann segist sakna stemningar- innar þar, sem og gömlu félaganna sem þar voru með honum við nám. En hann segist líka sakna íslands og reyni eftir fremsta megni að fylgjast með Jdví sem þar gerist. „Ég var áskrifandi að Morgun- blaðinu en er nú hættur því. í staðinn les ég lceland Review á Internetinu og það er ágætt. Ég hef alltaf sam- band heim reglulega og við reynum að kíkja í heimsókn þegar við getum. Þannig að tengslin við Island rofna aldrei." — Heldurðu að þú værir ennþá að dæla bensíni á bíla ef þú hefðir ekki farið á hina örlagaríku frjáls- íþróttaæfingu á sínum tíma? „Nei, ég hugsa ekki. Bensínaf- greiðslan var ekki framtíðarstarf fyrir mig þannig ég hefði nú snúið mér að öðru hvort sem var. Ég var metnaðar- gjarn og mig langaði alltaf að fara í skóla þannig að þótt ég hefði ekki farið að hlaupa hefði ég örugglega farið eitthvert í nám." 52

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.