Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 24
Fjölmiðlar urðu strax hrifnir af þess- um geðþekka leíkmanni og gerðu harða hríð að honum við hvert tæki- færi en Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri, gerði allt sem í hans valdi stóð til að passa upp á gullkálfinn og bannaði öll viðtöl svo Giggs gæti einbeitt sér að því að spila fótbolta. Margir höfðu áhyggjur af því að öll þessi frægð og hylli hefði slæm áhrif á Giggs og voru menn fljótir að draga fram sögur af öðrum leikmanni sem byrjaði ungur að spila með United, lék í treyju númer ellefu og var eftir- sóttur af kvenfólki. Það var George Best sem er einn hæfileikaríkasti leikmaður Bretlandseyja fyrr og síðar en varð síðar hrifnari af hóglífi og skemmtunum en streðinu inni á fót- boltavellinum. En Giggs lét það ekki trufla sig heldur hélt áfram að ein- beita sér að fótboltanum. Nú, fimm tímabilum síðar, hefur Giggs orðið þrisvar enskur meistari og er þekktur út um alla Evrópu fyrirfrábæra hæfi- leika sína. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hitti Giggs að máli föstudaginn 17. febrúar, á Val- entínusardaginn, og ég gat ekki ann- að en brosað við tilhugsunina um hversu margar stúlkur hefðu viljað vera í mínum sporum. Æfingasvæði United, The Cliff, er glæsilegt og það fer ekki fram hjá neinum að þar er atvinnumennskan í fyrirrúmi. Þar eru verðir á hverju strái því fleiri hundruð manns koma á degi hverjum til að berja goðin aug- um þegar þau koma af vellinum að félagshúsinu og skrækirnir og lætin eru eins og þar séu poppstjörnur á ferð. Ég beið inni í félagshúsinu og fylgdist með köppunum birtast einn á eftir öðrum og þegar Giggs loks mætti á svæðið þurftu allir að eiga við hann orð, báðu hann um að skri- fa á hitt og þetta og fá myndir af hon- um. Giggs var hinn rólegasti og sin- nti öllum eins vel og hann gat og bað mig einlægt afsökunar á biðinni. Ryan Giggs er greinilega maður sem kann að fara með frægðina og hroki og yfirlæti eru sennilega ekki til í hans orðabók. Það er aðdáunar- vert að sjá hvernig hann sýnir öllum áhuga og reynir að þóknast sem flestum. Hann gefur ekki í skyn á nokkurn hátt að það sé verið að sóa tíma hans, því síður að hans tími sé dýrmætari en tími annarra. Ætli hon- um sé ekki best lýst sem „sjentil- manni". Loks gafst næði og við sett- umst upp í bílinn hans, splunkunýjan Austin Martin sportbíl, og þar fór við- talið fram. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.