Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Page 24

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Page 24
Fjölmiðlar urðu strax hrifnir af þess- um geðþekka leíkmanni og gerðu harða hríð að honum við hvert tæki- færi en Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri, gerði allt sem í hans valdi stóð til að passa upp á gullkálfinn og bannaði öll viðtöl svo Giggs gæti einbeitt sér að því að spila fótbolta. Margir höfðu áhyggjur af því að öll þessi frægð og hylli hefði slæm áhrif á Giggs og voru menn fljótir að draga fram sögur af öðrum leikmanni sem byrjaði ungur að spila með United, lék í treyju númer ellefu og var eftir- sóttur af kvenfólki. Það var George Best sem er einn hæfileikaríkasti leikmaður Bretlandseyja fyrr og síðar en varð síðar hrifnari af hóglífi og skemmtunum en streðinu inni á fót- boltavellinum. En Giggs lét það ekki trufla sig heldur hélt áfram að ein- beita sér að fótboltanum. Nú, fimm tímabilum síðar, hefur Giggs orðið þrisvar enskur meistari og er þekktur út um alla Evrópu fyrirfrábæra hæfi- leika sína. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hitti Giggs að máli föstudaginn 17. febrúar, á Val- entínusardaginn, og ég gat ekki ann- að en brosað við tilhugsunina um hversu margar stúlkur hefðu viljað vera í mínum sporum. Æfingasvæði United, The Cliff, er glæsilegt og það fer ekki fram hjá neinum að þar er atvinnumennskan í fyrirrúmi. Þar eru verðir á hverju strái því fleiri hundruð manns koma á degi hverjum til að berja goðin aug- um þegar þau koma af vellinum að félagshúsinu og skrækirnir og lætin eru eins og þar séu poppstjörnur á ferð. Ég beið inni í félagshúsinu og fylgdist með köppunum birtast einn á eftir öðrum og þegar Giggs loks mætti á svæðið þurftu allir að eiga við hann orð, báðu hann um að skri- fa á hitt og þetta og fá myndir af hon- um. Giggs var hinn rólegasti og sin- nti öllum eins vel og hann gat og bað mig einlægt afsökunar á biðinni. Ryan Giggs er greinilega maður sem kann að fara með frægðina og hroki og yfirlæti eru sennilega ekki til í hans orðabók. Það er aðdáunar- vert að sjá hvernig hann sýnir öllum áhuga og reynir að þóknast sem flestum. Hann gefur ekki í skyn á nokkurn hátt að það sé verið að sóa tíma hans, því síður að hans tími sé dýrmætari en tími annarra. Ætli hon- um sé ekki best lýst sem „sjentil- manni". Loks gafst næði og við sett- umst upp í bílinn hans, splunkunýjan Austin Martin sportbíl, og þar fór við- talið fram. 24

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.