Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 9

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 9
Texti: Eggert Þór Aðalsteinsson Myndir: Er/ing Ó. Aða/steinsson FJÁRSKORTUR L Á dögunum gerði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður með KA í vetur, tveggja ára samning við þýska félagið Hameln um að hann tæki að sér þjálfun liðsins. íþróttablaðið vildi vita hvernig Alfreð sér fyrir sér íslenskan handknatt- leik nú þegar hann er að yfirgefa landið. — Sitjum við á hakanum í handbolt- anum samanborið við önnur ríki Evr- ópu, t.d. Noreg og Þýskaland? „Varðandi þjálfun held ég að við stöndum okkur nokkuð vel miðað við aðrar þjóðir. Við höfum á liðnum árum fylgst tiltölulega vel með því hvað er að gerast erlendis og einnig er unglinga- þjálfun okkar á mjög háu plani miðað við annars staðar. Það sem háir okkur hins vegar mjög er fjárskortur. Við erum ekki með þenn- an stóra markað eins og t.d. Þýskaland sem veitir gífurlegu fjármagni inni í íþróttirnar. Handboltinn er aftur kominn í tísku þarlendis, allar hallir eru fullar á leikjum og sjónvarpið sýnir íþróttinni meiri áhuga en áður. Þetta hefur verið eins konar keðjuverkun á síðustu árum og flestir bestu leikmenn heimsins eru komnir í þýsku deildirnar eða á leiðinni þangað." — Ef svo er hvað þarf þá að gera til að lyfta handboltanum á hærri stall? „Ég tel að við séum komin að ákveðnum þröskuldi þar sem við komust ekki lengra miðað við nú- verandi aðstæður. Sambönd eins og HSÍ njóta allt of lítils stuðnings þess opinbera. íþróttakennsla í skólum hefur verið skorin niður stórlega og henni í raun verið velt á íþróttafélögin í land- inu. Félögin, sem eru eflaust einn mik- ilvægasti liðurinn í hvers konar forvarn- arstarfsemi og líkam- legri uppbyggingu unglinganna, hafa ekki hlotið aukin stuðning þess opin- bera og standa vart undir þessu lengur. Þetta þarf að breyt- ast verulega á næstu árum ef við ætlum okkur að halda í við keppinauta okkar erlendis. Einnig hefur handknattleikshreyfingin verið að gera skelfilega lélega samninga við Sjónvarpið. Þannig er sú upphæð sem 1. deildarlið á íslandi fær fyrir sinn hlut fyrir heilt keppnistímabil sambæri- leg við það sem þýskt lið fær fyrir nokk- urra mínútna útsendingu. Auðvitað er rriarkaðurinn minni en við erum að tala um eitt vinsælasta sjónvarpsefnið og fyrr má nú rota en dauðrota." — Er kominn tími til að auka aga í ís- lenskum handbolta? Er kominn tími til að fá „nýjan" Bogdan inn í leikinn? „„Bogdan-tímabilið" var eflaust eitt af mikilvægustu tímabilum í fslenskri handboltasögu. Menn lærðu að líta á leikinn allt öðrum og alvarlegri augum. Ný og markvissari vinnubrögð voru tek- in upp og enginn vafi leikur á að Bogd- an Kowalczyk skildi margt jákvætt eftir í íslenskum handbolta. Hins vegar er það staðreynd að stefn- ur og áherslur koma og fara. Agi og nei- kvæður þrýstingur geta líka farið út í öfg- ar. í dag held ég að mætti auka aðeins á aga hjá íslenskum liðum almennt. Mér finnst eins og sumir yngri leikmenn finn- ist þeir eigi að fá allt upp í hendurnar en gera mjög takmarkaðar kröfur til sjálfs síns. Þeir eru kannski í fýlu yfir því hve lítið þeir fá að spila en vilja margir ekk- ert leggja á sig aukalega til þess að verðskulda að spila meira." — Hvaða leikmenn verða næstu atvinnumenn íslend- inga í handknattleik að þínu mati? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um hverjir nái að bíta sig í gegn og komast í atvinnu- mennsku þar sem margt getur sett strik í reikn- inginn hjá hverjum og einum. Nokkur líkleg nöfn eru: Róbert Julian y'-s®A Duranona, Daði Haf- þórsson, Bjarki Sigurðs- son, Aron Kristjánsson og Gunnar Berg Viktors- son. Síðan eru margir sem gætu orðið kandidat- i ar ef þeir leggja mikið á s/ sig næstu árin." háir handbolt- anum Alfrcð Gíslason lýsir skoðunum sínum á nokkrum þáttum ís- lensks handbolta*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.