Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 9
Texti: Eggert Þór Aðalsteinsson
Myndir: Er/ing Ó. Aða/steinsson
FJÁRSKORTUR
L
Á dögunum gerði Alfreð Gíslason,
þjálfari og leikmaður með KA í vetur,
tveggja ára samning við þýska félagið
Hameln um að hann tæki að sér þjálfun
liðsins. íþróttablaðið vildi vita hvernig
Alfreð sér fyrir sér íslenskan handknatt-
leik nú þegar hann er að yfirgefa landið.
— Sitjum við á hakanum í handbolt-
anum samanborið við önnur ríki Evr-
ópu, t.d. Noreg og Þýskaland?
„Varðandi þjálfun held ég að við
stöndum okkur nokkuð vel miðað við
aðrar þjóðir. Við höfum á liðnum árum
fylgst tiltölulega vel með því hvað er að
gerast erlendis og einnig er unglinga-
þjálfun okkar á mjög háu plani miðað
við annars staðar.
Það sem háir okkur hins vegar mjög
er fjárskortur. Við erum ekki með þenn-
an stóra markað eins og t.d. Þýskaland
sem veitir gífurlegu fjármagni inni í
íþróttirnar. Handboltinn er aftur kominn
í tísku þarlendis, allar hallir eru fullar á
leikjum og sjónvarpið sýnir íþróttinni
meiri áhuga en áður. Þetta hefur verið
eins konar keðjuverkun á síðustu árum
og flestir bestu leikmenn heimsins eru
komnir í þýsku deildirnar eða á leiðinni
þangað."
— Ef svo er hvað þarf þá að gera til
að lyfta handboltanum á hærri stall?
„Ég tel að við séum komin að
ákveðnum þröskuldi þar sem við
komust ekki lengra miðað við nú-
verandi aðstæður. Sambönd
eins og HSÍ njóta allt of lítils
stuðnings þess opinbera.
íþróttakennsla í skólum
hefur verið skorin niður
stórlega og henni í
raun verið velt á
íþróttafélögin í land-
inu. Félögin, sem
eru eflaust einn mik-
ilvægasti liðurinn í
hvers konar forvarn-
arstarfsemi og líkam-
legri uppbyggingu
unglinganna, hafa
ekki hlotið aukin
stuðning þess opin-
bera og standa vart
undir þessu lengur.
Þetta þarf að breyt-
ast verulega á
næstu árum ef við
ætlum okkur að
halda í við keppinauta okkar erlendis.
Einnig hefur handknattleikshreyfingin
verið að gera skelfilega lélega samninga
við Sjónvarpið. Þannig er sú upphæð
sem 1. deildarlið á íslandi fær fyrir sinn
hlut fyrir heilt keppnistímabil sambæri-
leg við það sem þýskt lið fær fyrir nokk-
urra mínútna útsendingu. Auðvitað er
rriarkaðurinn minni en við erum að tala
um eitt vinsælasta sjónvarpsefnið og fyrr
má nú rota en dauðrota."
— Er kominn tími til að auka aga í ís-
lenskum handbolta? Er kominn tími til
að fá „nýjan" Bogdan inn í leikinn?
„„Bogdan-tímabilið" var eflaust eitt af
mikilvægustu tímabilum í fslenskri
handboltasögu. Menn lærðu að líta á
leikinn allt öðrum og alvarlegri augum.
Ný og markvissari vinnubrögð voru tek-
in upp og enginn vafi leikur á að Bogd-
an Kowalczyk skildi margt jákvætt eftir í
íslenskum handbolta.
Hins vegar er það staðreynd að stefn-
ur og áherslur koma og fara. Agi og nei-
kvæður þrýstingur geta líka farið út í öfg-
ar. í dag held ég að mætti auka aðeins á
aga hjá íslenskum liðum almennt. Mér
finnst eins og sumir yngri leikmenn finn-
ist þeir eigi að fá allt upp í hendurnar en
gera mjög takmarkaðar kröfur til sjálfs
síns. Þeir eru kannski í fýlu yfir því hve
lítið þeir fá að spila en vilja margir ekk-
ert leggja á sig aukalega til þess að
verðskulda að spila meira."
— Hvaða leikmenn verða
næstu atvinnumenn íslend-
inga í handknattleik að þínu
mati?
„Það er alltaf erfitt að
spá fyrir um hverjir nái
að bíta sig í gegn og
komast í atvinnu-
mennsku þar sem margt
getur sett strik í reikn-
inginn hjá hverjum og
einum. Nokkur líkleg
nöfn eru: Róbert Julian
y'-s®A Duranona, Daði Haf-
þórsson, Bjarki Sigurðs-
son, Aron Kristjánsson
og Gunnar Berg Viktors-
son. Síðan eru margir
sem gætu orðið kandidat-
i ar ef þeir leggja mikið á
s/ sig næstu árin."
háir
handbolt-
anum
Alfrcð Gíslason lýsir
skoðunum sínum á
nokkrum þáttum ís-
lensks handbolta*