Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 43

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 43
Texti: lóhann Ingi Árnason Myndir: Erling Ó. Aðalsteinsson Páll Þórólfsson gekk í raðir Aftureldingar fyr- ir nokkrum árum þeg- ar lið hans Fram féll í 2. deild. Á þeim tíma var Afturelding að vinna sig upp í 1. deildinni. Blaðamaður íþróttablaðsins hitt Pál eftir erfiða æfingar þar sem „kjúklingarn- ir" voru að undirbúa sig fyrir úrslitaleikina gegn KA. Kjúklingur! Páll Þórólfsson svífur vængjum þöndum í 1. leik úrslitaviðureigna Aftureldingar og KA um íslandsmeistara- titilinn í handknatt- Fyrir tímabilið var það álit flestra að stjörnumprýtt lið Aftureldingar myndi fara létt í gegnum Nissan-deildina í vet- ur, annað hefur hins vegar komið á daginn. Liðið féll óvænt út úr bik- arnum og tryggði sér naumlega deildarmeistaratitilinn þar sem það var í harði baráttu við Hauka. En hver ætli ástæðan sé fyrir misjöfnu gengi liðsins í vetur? „Ég held að væntingarnar til okk- ar hafi verið of miklar og á tímabili fannst okkur leikmönnunum að þótt við værum að vinna okkar leiki í Nissan-deiIdinni vildu áhorfendur og fjölmiðlar meira. Það var alltaf sjálf- sagt þegar við unnum leiki en svo aftur algjör skandall þegar við töpuð- um. Ég held að það hafi tekið okkur strákana í liðinu nokkurn tíma að læra að hugsa um okkur sjálfa, spila okkar bolta og skipta okkur ekki af því sem aðrir voru að segja." — En nú komu líka leikmenn saman með ólíkan bakgrunn, tók ekki tíma að fínpússa leikfyrirkomu- lagið? „Það er ekki spurning að við verð- um öflugri næsta vetur þegar við verðum farnir að þekkja hvern annan betur. Við fengum þrjá nýja leik- menn fyrir tímabilið og þeir hafa all- ir leikið stórt hlutverk með liðinu. Það hefur vantað dálítið upp á samæfinguna í vetur en við eigum 43

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.