Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 53

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 53
Eyjapeyjar á förum Þegar Þorbergur Aðalsteinsson tók við liði ÍBV í handbolta lagði hann mikla áherslu á að Eyjapeyjar myndu snúa heim og spila með lið- inu. Þetta tókst ágætlega hjá Þor- bergi en nú gæti svo farið að ÍBV verði að kaupa til sín „útlendinga". Gunnar Berg Viktorsson, Arnar Pét- ursson og Erlingur Richardsson hafa allir ákveðið að leika ekki með liðinu næsta vetur en þeir eru á leið upp á land í skóla. Erlingur segist ætla að taka sér smá pásu frá boltanum en mörg félög hafa haft samband við þá Arnar og Gunnar. Arnar hefur verið orðaður við Fram og KA en Gunnar Berg við Hauka, FH og KA. Sköllóttir geta líka dæmt! Hinn sköllótti knattspyrnudómari Pierluigi Collina hefur vakið mikla athygli fyrir útlit sitt. Þegar hann var að koma sér fyrir á meðal þeirra bestu sögðu margir að hann kæmist aldrei á toppinn þar sem leikmenn myndi ekki bera virðingu fyrir krúnurökuðum dómara. Hann var hins vegar aðeins 36 ára þegar hann dæmdi leik Nígeríu og Argentínu á HM í Atlanta og eftir það hefur leið- in legið upp á við. Pierluigi er í dag yngstur þeirra tíu alþjóðadómara sem ítalir hafa á skrá og knattspyrnu- áhugamenn hér heima sjá hann reglulega í ítalska boltanum á Stöð 2. Dómarar þurfa því ekkert að kvíða því að missa hárið því Pieluigi hefur sýnt og sannað að sköllóttir dómarar geta líka dæmt. Baldur vildi ekki æfa Það kom mörgum á óvart þegar Baldur Bjarnason, sem verið hefur ein af burðarásum Stjörnunnar í knattspyrnu, tilkynnti að hann myndi ekki leika með liðinu í sumar. Heyrst hefur frá herbúðum Stjörnunnar að Baldur hafi ekki haft tíma til að æfa og því hafi þessi ákvörðun verið tek- in. Það er því nokkuð Ijóst að Garðabæjarliðið verður að finna sér öflugan miðjumann fyrir sumarið en liðið var fyrir öðru áfalli þegar miðju- maðurinn Rúnar Sigmundsson brotn- aði illa fyrir stuttu. 2 O Nýjung í bankastarfsemi Það eru spennandi tímar fram undan fyrir íþróttamenn og þá sem sem hafa áhuga á að fylgjast með þeim. Það er með eftirvæntingu og tilhlökkun sem helsta afreksfólk landsins undirbýr sig fyrir næstu Ólympíuleika sem verða í Sydney í Ástralíu um aldamótin. Tugþrautar- maðurinn Jón Arnar Magnússon er einn þeirra sem verða í eldlínunni í Sydney. Vegur hans þangað er hins vegar „tugþraut" í sjálfu sér og mörg Ijón væru á veginum ef hann nyti ekki frábærrar aðstoðar ýmissa aðiía. Einn þeirra er útibú Landsbanka ís- lands á Sauðárkróki sem með frum- kvæði sínu hefur ákveðið að fara nýj- ar leiðir í að fjármagna íþróttamann- inn. „Við höfum sett á laggirnar klúbb- inn „Sydney 2000" sem um leið er nýjung i bankakerfinu. Með þessu framtaki okkar er ætlunin að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð," segir Þröst- ur Friðfinnsson, útibústjóri Lands- bankans á Sauðárkróki. „Þetta geng- ur út á það að mönnum er boðið að ganga í klúbbinn og spara mánaðar- lega með sparnaðarsamningi sem gildir til 1. júlí árið 2000. Lágmarks- upphæð er 3.000 krónur á mánuði og er hún lögð inn á verðtryggðan reikning, venjulega með 4,6% vöxt- um. Þannig spara menn og safna upp ákveðnum höfuðstól. Landsbankinn bætir við álagi, nú 1,75%, sem renn- ur svo til verkefnisins og er liður í fjármögnun á undirbúningi |óns Arn- ars. Einnig geta menn sparað á lægri vöxtum, hækkað álagið og stutt þan- nig beint við bakið á Jóni." Útibúið á Sauðárkróki ákvað í samráði við markaðsvið Landsbank- ans að fara út í þetta verkefni eftir að Nú er hægt að leggja fyrir og styðja samtímis á bak við Jón Arnar Magn- ússon frjálsíþróttakappa. forráðamenn frjálsfþróttadei Idar Tindastóls leituðu eftir stuðningi. Vonast er til að klúbbsmeðlimir verði á bilinu 200 til 300 um næstu ára- mót og í byrjun ársins 2000 er á dag- skrá að draga út heppinn féjaga sem boðið verður til Sydney á Ólympíu- leikana. „Undirbúningur Jóns Arnars fyrir ÓL er gríðarlega kostnaðarsam- ur. Með verkefninu erum við ekki bara að styðja við bakið á honum heldur einnig að þróa nýjar leiðir til að afla fjár til íþróttahreyfingarinnar og í leiðinni að fá fólk til að spara reglulega. Við höfum fengið mjög já- kvæðar viðtökur en vitaskuld þarf að fylgja þessu vel eftir," segir Þröstur Friðfinnsson útibústjóri ennfremur. Stefnt er að því nokkrar milljónir renni til stuðnings Jóns Arnars í gegn- um þetta framtak Sauðkrækinga. Sá peningur yrði því hluti af þeim 25 milljónum sem áætlaðar eru í fjár- mögnun fyrir Jón Arnar þar til hann bregður sér í tugþrautargallann á Ólympíuleikvanginum í Sydney. 53 Texti: Bryndís Flólm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.