Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 31

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 31
mann hann hefur að geyma og sömuleiðis að hann á þessi skrif ekki skilið — allra síst frá Vernharð þar sem það var ekki síst Vachun að þakka að Vernharð komst á Ólymp- íuleikana. Kannski lýsir hann sjálfum sér best í þessu viðtali þegar hann segir að líklega hefði honum og Jón Óðni liðið eins hefðu þeir verið í okkar sporum. Ég held að orðatiltæk- ið margur heldur mig sig, eigi vel við þarna." Það virtist koma flatt upp á Bjarna og félaga hans hjá Júdósambandinu þegar Vernharð tilkynnti að hann væri á förum til Noregs. „Við fréttum þetta fyrst í gegnum fjölmiðla eins og svo margt annað honum ýengt. JSI hafði átt í viðræðum við ÍSÍ og KA um fjáröflun fyrir hann en því var sjálfhætt. Einnig hafði JSÍ sótt um styrk til Afreksmannasjóðs ÍSÍ til handa Vernharð og fengið styrk að upphæð 720.000 krónur fyrir næstu 12 mánuði að minnsta kosti." Bjarni segir slæmt að missa Vernharð úr landi en hann náði hvað bestum ár- angri íslenskra júdómanna á síðasta ári. „Við eigum mjög góða unga júdómenn sem eru ekki síðri en Vernharð var fyrir fjórum árum, sum- ir betri. Þessir strákar hafa aldrei fengið neina styrki en stunda sína íþrótt af fullum krafti samt sem áður. Enginn okkar stráka hafa verið á Evr- ópulistanum (EJU) utan einn enda hafa þeir ekki keppt á A-mótunum en aðeins þau gefa stig á listann." Vernharð segir í viðtalinu að sam- kvæmt reglum Afreksmannasjóðs ÍSÍ hafi ekki verið mögulegt að hann fengi styrk í líkingu við Jón Arnar Magnússon. „Reglurnar kveða á um að íþróttamaður þurfi að vera í hópi 20 bestu á heimslistanum til að hljó- ta 160.000 króna styrk á mánuði en vandamálið er að það er enginn heimslisti í júdó. Ég er í 8. sæti á Evr- ópulistanum og miðað við styrkleika júdómanna annarra landa en Evrópu væri ég í 15.-16. sæti á „heimslistan- um'," sagði Vernharð í síðasta tölu- blað. Samkvæmt þeim listum sem íþróttablaðið hefur undir höndum er Vernharð dottinn út af Evrópulistan- um í dag og því ólíklegt að hann hafi átt rétt á styrkjum frá Afreksmanna- sjóði. Reyndar er augljóst að listinn mótast af árangri júdómanna frá ágúst síðastliðnum og fram í janúar og í Ijósi þess að Vernharð keppti ekkert á því tímabili er hann skiljan- lega ekki á listanum. Hitt er svo ann- að mál að það hlýtur að vera slæmt fyrir Júdósambandið að ekki skuli vera heimslisti í íþróttinni og því erf- iðara fyrir þá að fá styrki úr Afreks- mannasjóði. „Samkvæmt nýjasta EJU listanum 1/1997 er Vernharð ekki í fyrstu 43 sætunum í -95 kg flokki en lengra náði listinn ekki. Hann var í 16. sæti listans fyrir ÓL '96 en í 8. sæti Ólympíu-Evrópulistans. Sá listi er þannig uppbyggður að teknir eru út þeir júdómenn frá þeim löndum sem hafa fleiri en einn á listanum og aðeins einn maður skilinn eftir frá hverju landi í hverjum þyngdar- flokki. Evrópa hafði kvóta á fjölda keppenda á Ólympíuleikana. Kvót- inn var 9 keppendur í hverjum þyngdarflokki." Reyndar spáði Bjarni því að Vernharð yrði kominn til Is- lands áður en árið yrði liðið. Júlíus Hafstein formaður Júdósambandsins. Ekki sjálfgefið að Vernharð geti keppt fyrir Noreg - segir Júlíus Hafstein, formaður Júdósambandsins Júlíus Hafstein er nýkjörinn for- maður Júdósambands Islands og gengur því beint inn í deilumál og sambandsins. En mun Júlíus beita sér fyrir því að Vernharð komi aftur heim og keppi fyrir íslands hönd? „Ég get ekki svarað því í dag og satt best að segja hefur þetta ekki verið rættformlega innan Júdósam- bandsins. Vernharð talaði ekki við neinn í stjórn Júdósambandsins um áætlanir sínar og því hafði sam- bandið enga hugmynd um hvað hann hugðist fyrir. Hitt er svo ann- að mál að ef Vernharð hefur áhuga á að koma aftur til íslands og ræða málin af alvöru munum við auðvit- að setjast niður með honum." — Er ekki slæmt að okkar sterk- asti júdómaður muni keppa fyrir Noregs hönd á næstu árum? „Ég held að þetta sé nú ekki al- veg svona einfalt og veit ekki hvort Vernharð megi keppa fyrir Noreg á neinum A-mótum á næstunni. Ég hef ekki kynnt mér lögin í Noregi nægilega vel en ef þau eru svipuð hér og í Danmörk á Vernharð ekkert víst sæti á næstu Ólympíuleikum. Það er allt annað mál með land- laust fólk eins og Rúnar Alexand- ersson sem fékk fljótlega íslenskan ríkisborgararétt. Vernharð er hvorki landlaus né flóttamaður og getur því þurft að bíða lengi eftir að fá norskan ríkisborgararétt. En eins og ég sagði hef ég ekki kynnt mér þetta alveg nógu vel en mér finnst það ótrúlegt að íþróttamaður geti keppt fyrir eitthvert land á einu móti en skipt svo um ríkisborgara- rétt ef önnur þjóð bíður meiri pen- ing." — En hver verða næstu skref ykkar í málinu? „Við ræðum þetta fyrst innan okkar raða og í framhaldi verða teknar ákvarðanir 31

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.