Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 41

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 41
ekki sigrað frá 1994-'96. Við vorum alltaf í úrslitum eða undanúrslitum íslandsmótsins en Grindavík og Njarðvík voru aðeins betri lið. Lið geta ekki alltaf haldið sér í fyrsta sæti yfir langt tímabil. En þessi þrjú lið eiga eftir að hanga á toppnum leng- ur." — Hvernig stendur Keflavík í ár miðað við önnur stórlið, s. s. Njarð- vík 1994 og Grindavík 1996? „Þessi lið, sem þú taldir upp, eru allt frábær lið. Að mínu mati finnst mér okkar lið hafa vinninginn. Við höfum fleiri góða leikmenn, meiri breidd og betri útlending en þau höfðu." — Mörgum finnst vera kominn tími til að fá fleiri erlenda þjálfara inn í íslenskar boltagreinar. Hvar standa íslenskir körfuboltaþjálfarar í samanburði við erlenda kollega sína og hvað finnst þér um tilkomu er- lendra þjálfara hingað til landsins? „Það hafa komið þónokkuð marg- ir körfuboltaþjálfarar til íslands og fæstir þeirra hafa gert nokkuð af viti. Ég held að það sé betra fyrir okkur að senda út fleiri þjálfara til að læra meira. Það þarf að hjálpa þjálfurum, kenna þeim hvernig eigi að mennta sig í þessum fræðum því að ég veit að margir vita ekki hvernig á að snúa sér í ýmsum málum. Félögin og KKI ættu að hjálpa mönnum að komast á námsskeið erlendis." — Þú ert enn ungur maður. Hver eru framtíðarmarkmið þín? „Ég var að klára mitt fyrsta ár í úr- valsdeildinni og lærði mikið af því þótt ég hafi öðlast mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari í kvennakörf- unni. Nú sest ég niður og skoða vet- urinn. Vinur minn sagði við mig að ég mætti ekki vinna titil því þá gæti ég ekki þjálfað aftur. Nú er ég búinn að vinna allt og hef að engu að stef- na! Kannski er þetta rétt hjá honum. Maður getur aldrei gert betur, aðeins jafnað árangurinn. En stór ástæða fyrir því að ég er í þjálfun er sú að ég vil búa til góða körfuboltamenn. Körfuboltinn hefur gert margt fyrir mig og ég vil launa honum greið- ann." Árangur Keflavíkur 1996-'97 Mót Sigrar Töp Lengjubikarkeppnin 6 0 Bikarkeppnin 4 0 Deildarkeppnin 19 3 Úrslitakeppnin 8 1 Samtals 37 4 (90,2% vinningshlutfall) KÖRFU PUNKTAR! Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, punktar niður fyrir leikmenn til að sýna þeim hvernig leikkerfin eiga að ganga upp. * Það kom fram hjá þjálfur- um úrvalsdeildarliðanna, þegar þeir voru beðnir um að standa fyrir vali á liði ársins, að flestir voru á þeirri skoðun að skemmtilegast væri að fara til ísafjarðar og spila. Þeir sögðu að umgjörðin og stemmningin í kringum leikina væri ótrúlega góð því ísfirðingar troðfylltu húsið og hvatningarópum linnti ekki á meðan á leik stæði. * Níu af ellefu þjálfurum lið- anna sögðu að skemmtilegast væri að vinna Keflavík, sögðust frá mesta „kikkið" út úr því. Reyndar er það svo að yfirleitt er skemmtilegast að vinna þau lið sem eru sterkust á hverjum tíma, eins og Keflvíkingar eru í dag. Einn þjálfarinn var mjög ánægður með ítalska dómar- ann, Antonio, sem kom hingað til lands og dæmdi nokkra leiki. Hann hafði það fram yfir flesta ís- lensku dómarana að hann dæmdi með augunum, ekki eyrunum, sagði þjálfarinn. * Einn þjálfarinn sagði að vin- sældir íslenska körfuboltans væru að minnka, eftir að hafa verið á uppleið síðustu árin. Ástæðurnar fyrir því sagði hann margar, t.d. framkvæmdaleysi KKÍ og að ís- lenski körfuboltinn fengi mun minni umfjöllun í fjölmiðlum nú en áður. Annar þjálfari sagði að áherslur fjölmiðlanna væru rangar varðandi íþróttafréttir. Það væri eins og íþróttaatburðir erlendis frá skiptu meira máli en íþróttaatburð- ir hér á landi. Hann sagði að ekki alls fyrir löngu hefði verið greint frá 5 til 6 leikjum úr körfunni og hand- boltanum á einni síðu í dagblaði á meðan NBA körfuboltinn einn og sér hefði fengið heila síðu. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.