Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 16
Texti: Bryndís Hólm Myndir: Gísli Egill Hrafnsson Sigurður T. Sigurðsson (t.v.) Og Kristján Gissurarson. Allt er fertugum stangarstökkvurum fært Kristján G. og Sigurður T. hafa stokkið á stöng í 20 ár og eru enn á uppleið! Kristján Gissurarson og Sigurður T. Sigurðsson stangarstökkvarar eru bestu vinir þrátt fyrir að hafa verið harðir keppinautar í næstum 20 ár. Þeir hófu feril sinn um svipað leyti og hafa verið nánast óaðskiljanlegir þann tíma sem þeir hafa varið á íþróttavellinum. Og þeireru langtfrá því að vera hættir. Sigurður, sem keppir fyrir FH, varð íslandsmeistari í stangarstökki í febrúar síðastliðnum og Kristján, sem er í UMSB, hafnaði þar í þriðja sæti. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema bara af því að sá fyrrnefndi er nýorðinn fer- tugur og sá síðarnefndi heldur upp á fjörutíu og fjögurra ára afmæli sitt í sumar. Þeir eru því sprækir og sanna að allt sé fertugum fært. ,,Það er ótrúlegt að það séu næst- um 20 ár liðin frá því við byrjuðum að stökkva stangarstökk. Mér finnst við vera nýbyrjaðir," sagði Kristján Gissurarson þegar blaðamaður íþróttablaðsins hitti hann og SigurðT. yfir hádegisverði á Hótel Borg á dög- unum. Það er við hæfi að spyrja hvers vegna þeir völdu að æfa stang- arstökk á sínum tíma? „Stefán Hallgrímsson, fyrrverandi tugþrautarmaður, átti sinn þátt í því að ég hreifst af stangarstökkinu. Hann var þjálfari og fararstjóri í æf- ingabúðum á Spáni sem ég tók þátt í og hvatti mig til að prófa. Ég hafði reyndar aðeins fengið smjörþefinn af greininni en eftir æfingaferðina var ég sannfærður um að stangarstökkið væri eitthvað fyrir mig. Ég ákvað því að einbeita mér að því," segir Krist- ján. Sigurður veltir spurningunni fyr- ir sér um leið og hann fær sér súpu dagsins. En segir svo: „Ja, ég veit svo sem ekki af hverju ég valdi stangar- stökkið fram yfir aðrar greinar. Mér hafði reyndar alltaf fundist sú grein spennandi og með fullri virðingu fyr- ir öðrum keppnisgreinum þá var það í raun eina greinin sem ég gat hugs- að mér að æfa. Ég var lengi í fimleik- um þannig að ég held að stangar- stökkið hafi hentað mér vel miðað við þann grunn sem ég hafði. Og ástæðan fyrir því að við erum enn að er bara sú að þetta er svo skemmti- legt." Sá maður, sem hafði hvað mest 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.