Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 16

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 16
Texti: Bryndís Hólm Myndir: Gísli Egill Hrafnsson Sigurður T. Sigurðsson (t.v.) Og Kristján Gissurarson. Allt er fertugum stangarstökkvurum fært Kristján G. og Sigurður T. hafa stokkið á stöng í 20 ár og eru enn á uppleið! Kristján Gissurarson og Sigurður T. Sigurðsson stangarstökkvarar eru bestu vinir þrátt fyrir að hafa verið harðir keppinautar í næstum 20 ár. Þeir hófu feril sinn um svipað leyti og hafa verið nánast óaðskiljanlegir þann tíma sem þeir hafa varið á íþróttavellinum. Og þeireru langtfrá því að vera hættir. Sigurður, sem keppir fyrir FH, varð íslandsmeistari í stangarstökki í febrúar síðastliðnum og Kristján, sem er í UMSB, hafnaði þar í þriðja sæti. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema bara af því að sá fyrrnefndi er nýorðinn fer- tugur og sá síðarnefndi heldur upp á fjörutíu og fjögurra ára afmæli sitt í sumar. Þeir eru því sprækir og sanna að allt sé fertugum fært. ,,Það er ótrúlegt að það séu næst- um 20 ár liðin frá því við byrjuðum að stökkva stangarstökk. Mér finnst við vera nýbyrjaðir," sagði Kristján Gissurarson þegar blaðamaður íþróttablaðsins hitti hann og SigurðT. yfir hádegisverði á Hótel Borg á dög- unum. Það er við hæfi að spyrja hvers vegna þeir völdu að æfa stang- arstökk á sínum tíma? „Stefán Hallgrímsson, fyrrverandi tugþrautarmaður, átti sinn þátt í því að ég hreifst af stangarstökkinu. Hann var þjálfari og fararstjóri í æf- ingabúðum á Spáni sem ég tók þátt í og hvatti mig til að prófa. Ég hafði reyndar aðeins fengið smjörþefinn af greininni en eftir æfingaferðina var ég sannfærður um að stangarstökkið væri eitthvað fyrir mig. Ég ákvað því að einbeita mér að því," segir Krist- ján. Sigurður veltir spurningunni fyr- ir sér um leið og hann fær sér súpu dagsins. En segir svo: „Ja, ég veit svo sem ekki af hverju ég valdi stangar- stökkið fram yfir aðrar greinar. Mér hafði reyndar alltaf fundist sú grein spennandi og með fullri virðingu fyr- ir öðrum keppnisgreinum þá var það í raun eina greinin sem ég gat hugs- að mér að æfa. Ég var lengi í fimleik- um þannig að ég held að stangar- stökkið hafi hentað mér vel miðað við þann grunn sem ég hafði. Og ástæðan fyrir því að við erum enn að er bara sú að þetta er svo skemmti- legt." Sá maður, sem hafði hvað mest 16

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.