Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 20
Texti: Úlfar Jónsson
Myndir: Erling Ó. Aðalsteinsson
Mynd 1: Bolti of aftarlega og þyngd
of mikil á vinstri fæti.
Mynd A: Opin staða. Bolti aftarlega
og þyngd á vinstri fæti.
—
Mynd B: Ferill kylfunnar verður
nokkuð brattur til að „klípa" boltann
af grasinu.
Mynd C: Gættu þess að enda sveifl-
una með hendur fyrir framan kylfu-
hausinn.
Góð ráð fyrir sveifl-
una og stutta spilið
Eftir langan vetur grillir loksins í
sumarið, kylfingum og fleirum til
mikillar gleði. Þegar snjóa leysir og
grasið grænkar fyllast vellirnir af
áköfum kylfingum sem hafa beðið
óþreyjufullir eftir að sjá hvíta boltann
fljúga. Sá hópur kylfinga, sem hefur
nýtt sér þá inniaðstöðu sem er í boði,
hefur stækkað ár frá ári. Þeir, sem
hafa æft sveifluna vel, stutta spilið og
púttið yfir veturinn, standa vel að
vígi þegar golfleikur hefst utandyra.
Þá fara ekki dýrmætir dagar eða vik-
ur í að „finna" sveifluna og fá góða
tilfinningu í stutta spilinu.
Að þessu sinni ætla ég að fjalla
um tvö algeng vandamál sem margir
kylfingar glíma við. Annars vegar
vandamál sem snýr að golfsveiflunni
og hins vegar að stutta spilinu.
Vandamál: Röng staða í vippum
Ég tek oft eftir kylfingum sem stil-
la sér upp fyrir stutt vipp líkt og þeir
gera fyrir fulla sveiflu, þ.e. fætur og
líkami stefna í átt að flaggi. Einnig er
algengt að boltastaða sé of framar-
lega og þyngdin of mikil á hægri fæti
(mynd 1). Oftast leiðir þetta til óstöð-
ugleika í höggunum, þ.e. toppuð
högg eða kylfan fer í jörðina fyrir aft-
an boltann.
Lausn: Færðu boltann aftar, þyngd-
ina á vinstri fót og hendur fram
Minnkaðu bilið á milli fótanna,
stefndu fótum, mjöðmum og öxlum
vinstra megin við holuna en kylfu-
haus í beina stefnu á skotmarkið.
Færðu boltann aftar í stöðuna (nær
hægra fæti) og hafðu hendur fyrir
framan boltann (mynd A). í þessari
stöðu verður auðveldara að hitta
boltann rétt. Ferill kylfunnar þarf að
vera nokkuð brattur því að í þessum
höggum viljum við „klípa" boltann
af grasinu, þ.e. hitta hann fyrst og
síðan jörðina lítillega. Til að ná þessu
fram skaltu leggja kylfu á jörðina /
gólfið rétt fyrir aftan hægri fót, horn-
rétt miðað við höggstefnuna (mynd
A, B). Ef staðan er rétt mun kylfan
fara yfir skaftið bæði í aftur- og fram-
sveiflunni. Þetta mun færa þér aukna
stjórn á flugi og rennsli boltans við
lendingu. Gættu einnig að enda
ávallt með hendur fyrir framan kylfu-
hausinn (mynd C).
20