Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 18

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 18
„Ég byrjaði að spila fyrir tveimur árum en fram að því hafði ég gert mikið grín að íþróttinni við vin minn og vinnufélaga Guðmund Friðrik Sig- urðsson sem er með ólæknandi golf- bakteríu, sagði að golf væri bara fyr- ir gamalmenni og aumingja. Og nú er ég með þvílíka golfbakteríu sjálfur þannig að ég hef þurft að éta þessar fullyrðingar ofan í mig." Fyrir nokkrum árum hefðu eflaust margir hrist hausinn yfir því að kon- ur færu að stökkva stangarstökk. Þannig hefur þróunin þó orðið, kon- ur um allan heim eru farnar að taka þátt í þeirri fþrótt og hafa náð undra- verðum árangri. Það er ástralska stúlkan Emma George sem á heims- metið utanhúss en hún hefur hæst stokkið 4.50 metra. George á einnig heimsmetið innanhúss ásamt hinni bandarísku Stacy Dragila en báðar hafa farið 4.40 metra. Vala Flosa- dóttir, sem búsett er í Svíþjóð, hefur náð frábærum árangri í greininni. Hún er aðeins 19 ára og hefur hæst stokkið 4,20 metra sem er heimsmet unglinga. Hvað finnst þeim félögum um að konur keppi í stangarstökki? „Mér finnst það alveg frábært," segir Sigurður. „Stangarstökk hentar konum jafn vel og körlum, enda eru þær yfirleitt liðugar og mjúkar. Það á því afar vel við þær." Og Kristján er sammála Sigurði. „Konur eiga mjög auðvelt með að tileinka sér tæknina sem er ráðandi í stangarstökkinu, sérstaklega fimleikakonur sem hafa góðan grunn til að stökkva. Emma George ólst t.d. upp í fimleikunum og starfaði lengi vel í sirkus. Þannig að þaðan kemur skýringin á því hvers vegna henni gengur svona vel að stökkva. Konur koma ekki til með að hafa sama hraða og karlar í stang- arstökkinu en tæknilega geta þær staðið þeim jafnfætis." — Nú hefur þróunin verið mjög ör og heimsmetið þegar orðið 4,50 metrar. Hvað munu konur geta stokkið hátt í framtíðinni, að ykkar mati? „Það verður tiltölulega auðvelt fyrir þessar bestu að stökkva um 4,80 metra en eftir það þurfa þær trúlega að fara að auka hraðann verulega og hækka gripið. Það verður ákveðinn múr við þessa hæð," segir Kristján. Og Sigurður segist trúa því að það verði einkum konur úr fimleikum eða skyldum íþróttum sem skara muni framúr í framtíðinni. Til að verða góðar í stangarstökki er æskilegt fyrir konur að vera háar, um 1,70-1,80, þær þurfa að vera Þeir eru flottir og fimir þótt þeir séu komnir á fimmtugsaldurinn!! Þyngdar- punkturinn hjá Völu Flosa- dóttur er of neðarlega en til að geta út- fært stökkin rétt þarf hún að ... fimar og hlaupa hratt. Það er að minnsta kosti álit Kristjáns og Sigurð- ar. Hvar stendur Vala Flosadóttir í samanburði við þær bestu? „Það er skyndilega orðið mjög breitt bil á milli Völu og þeirra bestu, t.d. George og Dragila. Vala var nær þeim á tímabili en hún hefur sigið aftur úr. Þessi þróun er kannski ekki óeðlileg þvíVala er enn mjög ung og á því talsvert í land ennþá hvað reynslu snertir. Að mínu mati þarf hún að leggja meiri áherslu á að hlaupa atrennuna með vaxandi hraða og hún má ekki hægja á sér í síðustu skrefunum. Vala er mjög dug- leg og samviskusöm þannig að ég hef trú á því að hún eigi eftir að bæta sig. Hún verður þó að passa sig á því að álagið verði ekki of mikið," segir Kristján. En er Sigurður sammála? „Það er Ijóst að hún þarf að legg- ja meiri áherslu á hraðann og hún þarf einnig að vinna betur í tækninni á stönginni. Þyngdarpunkturinn hjá henni er, að mínu mati, of neðarlega en til að geta útfært stökkin rétt þarf hún að nýta þann hraða, sem hún nær í atrennunni, fullkomlega. í þessu þarfVala að vinna til að verða betri stangarstökkvari." Þórey Edda Elísdóttir, tvítug stúl- ka úr Hafnarfirði, byrjaði að æfa stangarstökk síðastliðið haust undir handleiðslu þeirra Kristjáns og Sig- urðar. Þeir segja hana eitt mesta efni sem fram hefur komið í stangarstökki hér á landi en hæst hefur hún stokk- ið um 3,30 metra á æfingum. Þórey æfði fimleika með fimleikafélaginu Björk um árabil og náði á sínum tíma góðum árangri í þeirri íþrótt. Hún ákvað hins vegar að prófa frjálsar íþróttir og nýta þann góða grunn sem hún hafði öðlast. Þessi misserin dvel- ur hún í Bandaríkjunum og starfar sern au-pair en von er á henni aftur til íslands í sumar til að æfa og keppa. „Hún er með afar hentugan grunn fyrir stangarstökk, enda var hún keppnismanneskja í fimleikum um árabil. Hún er hávaxin, um 1,80 m, og hleypur tiltölulega hratt þannig að hún hefur góða eiginleika til að bera til að stökkva. Þórey hefur líka gríð- arlegan vilja og áhuga en hún þarf bara að vera dugleg að æfa og vinna í tækninni. Hún hefur hæst stokkið 2,90 metra í keppni en hefur farið nokkrum sinnum yfir 3,30 á þeim fáu æfingum sem hún á að baki. Ef hún leggur sig fram við æfingar og verður dugleg þá ætti hún að geta skipað sér í röð þeirra fremstu í fram- tíðinni." — En aðeins aftur að ykkur, strákar, einhverjar yfirlýsingar fyrir komandi keppnissumar? „Ég ætla ekkert að stressa mig yfir stönginni en verð væntanlega með á helstu mótunum. Ég er hins vegar harðákveðinn í að lækka mig veru- lega í forgjöf í golfinu," segir Sigurð- ur. En Kristján? „Mér er illa við yfir- lýsingar en stefni að því að æfa meira en ég hef gert upp á síðkastið. Ég er reyndar búinn að skrá mig til þátttöku á Heimsmeistaramóti öld- unga sem haldið verður í Suður-Afr- íku í sumar. Og svo er það Landsmót UMFÍ f Borgarnesi. Það væri gaman að sigra í stönginni þar. Ég fer aldrei til keppni án þess að ætla að gera mitt besta þannig að við sjáum bara hvað setur." 18

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.