Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 39
— Valur bróðir þinn þjálfaði í
vetur danskt lið með góðum árangri.
Verður hann áfram í Danmörku?
„Já, hann verður þar enn. Það er
ekki búið að ganga frá því en hann
verður væntanlega með þetta lið í
dönsku úrvalsdeildinni. Hann er bú-
inn að fara með það gegnum 1. og 2.
deildina. Liðið, sem kemur frá Oð-
insvéum, er af svæði sem hefur litla
körfuboltahefð þannig að Valur er að
gera góða hluti. Annars er danska
déildin nokkuð sterk."
— En hvað með þig? Hefurðu
áhuga á þjálfun erlendis?
„Eg er ekkert farinn að spá í það.
En hver veit eftir nokkur ár hvort það
er einhver möguleiki. Eg ætla að
byrja á því að festa mig hér í sessi og
bæta mig. Ef maður er hættur að
spila og er þjálfari þá er maður bara
þjálfari sama hvaða lið á í hlut. Mað-
ur verður varla endalaust í Keflavík."
— Hvað finnst þér megi breyta
og bæta í íslenskum körfuknattleik?
„Það er margt. Við þurfum að nýta
sumrin miklu betur. Reyndar er búið
að tala um það í mörg ár en ekkert
gerist. Leikmenn hafa lagast aðeins,
þeir eru farnir að lyfta meira en hafa
alltaf verið of léttir og veikir. Á mörg-
um stöðum er þjálfun yngri flokka
mjög döpur og ég held að svo sé í
öllum íþróttum hérlendis enda er
framboðið af góðum þjálfurum lítið.
Ef yngri flokkar fá slaka þjálfun þá
kemur það niður á liðunum seinna
meir. Hér í Keflavík kennum við
krökkunum að hugsa á leikvellinum
sem er mjög mikilvægt atriði."
— Heldurðu að íslensk félög eigi
eftir að taka þátt Evrópumótum
næstu árin?
„Ég stórefast um að Keflavík eigi
eftir að taka þátt í Evrópukeppninni á
næsta tímabili. Við höfum spilað þó
nokkra leiki í gegnum tíðina. Félagið
hefur alltaf komið út í bullandi tapi
og lent á móti stórum klúbbum sem
við höfum tapað stórt fyrir. Það er
svo sem allt í lagi að tapa. í fótbolt-
anum fá liðin styrki fyrir að komast í
Evrópukeppni en við þurfum að
borgum allt sjálfir og peningarnir eru
afskornum skammti. Égtel langskyn-
samlegasta kostinn vera þann að
nýta peningana til að fara í góðar æf-
ingaferðir. Það er náttúrlega lægri
hugsunarháttur en við getum ekki
hugsað of stórt þegar við erum litlir."
— Er mikið fjármagn í körfunni?
„Það eru vissulega komnir hell-
ings peningar inn í greinina en liðin
eru ekki nógu rík. Þau vantar pen-
inga til að geta skellt sér til útlanda
og gert eitthvað mikilvægt þegar
þeim hentar.
Ég held að enginn körfuboltamað-
ur sé atvinnumaður hérlendis; á
a.m.k. bágt með að trúa því. Körfu-
bolti er bara áhugamál leikmanna og
þeir eru í fullri vinnu. Ég held einnig
að í körfunni eimi svolítið af gamla
hugsunarhættinum að leika fyrir sitt
félag. í fótboltanum eru sum lið að
kaupa til sín leikmenn annars staðar
frá þótt þau eigi fyrir góða leikmenn.
Þessi lið verða aldrei neitt. Þarna eru
ungir guttar, sem eru að byrja, að fá
smápening fyrir hlaupa eitthvert ann-
að og svo verður ekkert úr þeim."
— Þurfa félög að huga betur að
leikmönnum sínum, setja sér lang-
tímamarkmið?
„Ég tel að þau hljóti að þurfa að
gera það því ég hef ekki heyrt um lið
sem hefur náð árangri með því að
kaupa til sín leikmenn endalaust.
Körfuboltadeildin hjá Keflavík er ung
en samt hefur hún fengið flesta titla
allra liða. Leyndarmálið að vel-
gengninni er það að við höfum sinnt
unglingastarfinu vel; oft misvel en
alltaf haldið því gangandi. Keflavík
hefur aldrei keypt til sín leikmenn.
Þeir, sem hafa komið hingað, t.d.
Birgir Örn og Davíð Grissom, komu
hingað af fúsum og frjálsum vilja.
Oft höfum við misst góða leikmenn
Menn verða að fá að svala þorstan-
um í hita leiksins.
en alltaf hafa yngri leikmenn komið í
staðinn."
— Lið af Suðurnesjum hafa
hampað íslandsmeistaratitlinum
samfleytt frá 1991. Njarðvík þrisvar,
þið þrisvar og Grindavík einu sinni.
Hver er skýringin á velgengni körfu-
boltans á þessu svæði?
„Ég myndi segja að gífurlegur
metnaður er hjá öllum þessum félög-
um. Mikið starf er unnið af hendi,
eins og meðal stjórnarmanna hér í
Keflavík, til að hjálpa okkur. Það skil-
ar sér. Metnaðurinn er það mikill að
menn leggja mikið á sig til að vera á
toppnum."
— Er þessi frægi Suðurnesjarígur
enn til staðar?
„Já, hann er frægur! Hann er
meira til staðar hjá bæjarbúum en
leikmönnum. Okkur finnst þó alltaf
gaman að spi la á móti Njarðvík og
Grindavík. Eg held að þetta séu enn
skemmtilegustu leikirnir í körfunni."
— Hvernig stóð á því að Valur
spilaði fyrir Njarðvík en þú fyrir
Keflavík? Voru þetta ekki tvær
blokkir á tíma og samgangur lítill?
„Við bræðurnir áttum heima í
Njarðvík um tíma þegar við vorum
litlir. Þegarvið fluttumsttil Keflavíkur
hélt hann áfram að æfa með gömlu
félögunum en ég fór að æfa með
Keflavík."
— Var ekki erfitt að sjá Njarðvík-
ingana vinna allt á 9. áratugnum?
„Jú, okkur leiddist þetta óskaplega
enda æfðum við líka stíft meðan við
vorum að komast inn í þetta. Það
hjálpaði okkur mikið að Njarðvík
skyldi hafa sterkt lið."
— Eruð þið að koma upp stór-
veldi í körfuboltanum sem svipar til
Njarðvíkurliðsins?
„Ég held að við höfum verið stór-
veldi síðustu 6 árin þrátt fyrir að hafa
39