Íþróttablaðið - 01.04.1997, Page 56
,áá
Hreggviður Steinar Magnússon
var valinn bestur og er því
„Scania King" 1997.
ÍR-ingar gerðu það heldur betur
gott á Scania Cup í Svíþjóð um pásk-
ana en þá sigraði 9. flokkur félagsins
á óopinberu Norðurlandamóti fé-
lagsliða í körfubolta. Þremur sterk-
ustu liðum hvers lands var boðið að
taka þátt í mótinu en að þessu sinni
fóru tvö lið frá íslandi. KR-ingar sigr-
uðu á Scania Cup í fyrra og ÍR strák-
arnir gerðu slíkt hið sama í ár með
glæsibrag. Það er því Ijóst að íslensk-
ir strákar á aldrinum 14-15 ára eru
skrefinu á undan í körfubolta en jafn-
aldrar þeirra á hinum Norðurlöndun-
um.
Auk þess að sigra á þessu sterka
Hreggviður Steinar Magnússon var
bestur á mótinu og hlaut nafnbótina
Scania King. Hann er greinilega til
alls líklegur í körfubolta eins og sjá
má á svipnum og líkamsbygging-
unni.
móti hlotnaðist ÍR fjöldi viðurkenn-
inga. Hreggviður Steinar Magnússon
var valinn besti leikmaður mótsins
og fékk því nafnbótina; „Scania
King". Hann var einnig valinn í 5
manna stjörnuIiðið. Olafur Jónas
Sigurðsson var valinn besti leikmað-
ur úrslitaleiksins og sömuleiðis val-
inn í 5 manna stjörnuIiðið. Gylfi
Jónsson var valinn baráttumaður úr-
slitaleiksins en hann er fyrirliði ÍR.
LANDSBAN KAHLAUPIÐ
Landsbankahlaupið verður haldið
í tólfta sinn, laugardaginn 24. maí
n.k. en skráning hefst u.þ.b. 10 dög-
um fyrr. Þátttaka er heimil öllum
börnum sem eru fædd á árunum
1984, 1985, 1986 og 1987. Börnin
hlaupa mislangar vegalengdir eftir
aldri. ElcJri árgangarnir tveir hlaupa
1500 metra en hinir 1100 metra.
Hlaupið verður víðsvegar um landið
(á 34 stöðum), á nær öllum þeim
stöðum þar sem Landsbankinn hefur
útibú. í stað þess að hlaupa við hvert
útibú á Stór-Reykjavíkursvæðinu
verður haldið eitt sameiginlegt hlaup
í Laugardalnum. Sums staðar utan
Reykjavíkur sameinast afgreiðslur
um eitt hlaup. Þannig sameinast af-
greiðslur bankans á Stokkseyri, Eyr-
arbakka og í Reykholti í einu hlaupi
með útibúinu á Selfossi.
Verðlaun og veitingar: Allir þátt-
takendur fá verðlaunapening að
hlaupi loknu. Veitt verða sérstök
verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverj-
um riðli. Öllum viðstöddum verður
boðið upp á hressingu. I samstarfi
við Bandalag ísl. skáta, Fram og ÍFA
verða ýmsar uppákomur í Laugar-
dalnum að hlaupinu loknu, m.a. rat-
leikur í FjölskyIdu- og húsdýragarð-
inum. Landsbankinn lítur á þetta sem
sitt framlag til eflingar á íþróttaiðkun
barna á þessum aldri og stuðlar þan-
nig að heilbrigðari æsku landsins.
Landsbankahlaupið hefur verið
börnum hvatning til frekari íþróttaá-
stundunar og verður vonandi áfram.
56