Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 30
Texti: Jóhann Ingi Árnason Við fréttum jsetta í gegnum fjölmiðla! — segir Bjarni Friðriksson, landsliðsþjálfari í júdó, um ákvörðun Vernharðs Þorleifssonar að flytja til Noregs. Hvert er álit Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra ÍSI? Vernharð hefur ekki keppt í júdó síðan í ágúst og er því vitaskuld dottinn út af styrkleikalista Evrópu. Okkar besti júdómaður, Vernharð Þorleifsson, er nú staddur í Bergen í Noregi þar sem hann hyggst stunda íþrótt sína í framtíðinni. Tilkynning Vernharðs, um að hann hefði ákveð- ið að gerast norskur ríkisborgari til að geta stunda íþrótta sína, kom eins og köld vatnsgusa framan í Júdósam- bandið og alla íþróttahreyfinguna. Samband Vernharðs og Bjarna Friðrikssonar, sem er núverandi landsliðsþjálfari í júdó, virðist ekki gott að sögn Vernharðs. „Ég er orð- inn þreyttur á þessari umræðu og mér finnst satt að segja nóg komið af henni," segir Bjarni Friðriksson. „I dag er friður í júdóhreyfingunni, samskipti við allar júdódeildir eins og best verður á kosið og því óttast ég að svona skrif séu bara til að skapa óróa. Það er miklu meira um að vera í júdómálum á íslandi en þetta eina mál en annað er kannski ekki nógu seljanlegt fyrir fjölmiðla. Það hefði verið eðlilegra og réttmæt- ara að fá að svara gagnrýni hans í sama blaði en ekki tveimur mánuð- um síðar. Mig skal ekki undra að Vernharð hafi upplifað mig sem keppinaut eins og kom fram í viðtal- inu við hann í síðasta tölublaði íþróttablaðsins. Flvernig á annað að vera hægt þar sem ég var að keppa að sama markmiði og hann, nefni- lega að komast á Ólympíuleikana við vorum í sama þyngdarflokki. Að það hafi eitthvað að gera með sam- band eða sambandsleysi milli mín og hans vísa ég á bug. Mér finnst reyndar margt í frásögn hans í viðtali við íþróttablaðið einna líkast dramat- ískri skáldsögu. Til dæmis þegar hann nefnir dæmið um mig og Vachun þar sem við áttum að vera langt niðri af því að mér hafði geng- ið svo illa en Vernharð vel. Gagnvart mér hirði ég ekki um að svara en þeir sem þekkja M. Vachun vita hvaða 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.