Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Page 30

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Page 30
Texti: Jóhann Ingi Árnason Við fréttum jsetta í gegnum fjölmiðla! — segir Bjarni Friðriksson, landsliðsþjálfari í júdó, um ákvörðun Vernharðs Þorleifssonar að flytja til Noregs. Hvert er álit Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra ÍSI? Vernharð hefur ekki keppt í júdó síðan í ágúst og er því vitaskuld dottinn út af styrkleikalista Evrópu. Okkar besti júdómaður, Vernharð Þorleifsson, er nú staddur í Bergen í Noregi þar sem hann hyggst stunda íþrótt sína í framtíðinni. Tilkynning Vernharðs, um að hann hefði ákveð- ið að gerast norskur ríkisborgari til að geta stunda íþrótta sína, kom eins og köld vatnsgusa framan í Júdósam- bandið og alla íþróttahreyfinguna. Samband Vernharðs og Bjarna Friðrikssonar, sem er núverandi landsliðsþjálfari í júdó, virðist ekki gott að sögn Vernharðs. „Ég er orð- inn þreyttur á þessari umræðu og mér finnst satt að segja nóg komið af henni," segir Bjarni Friðriksson. „I dag er friður í júdóhreyfingunni, samskipti við allar júdódeildir eins og best verður á kosið og því óttast ég að svona skrif séu bara til að skapa óróa. Það er miklu meira um að vera í júdómálum á íslandi en þetta eina mál en annað er kannski ekki nógu seljanlegt fyrir fjölmiðla. Það hefði verið eðlilegra og réttmæt- ara að fá að svara gagnrýni hans í sama blaði en ekki tveimur mánuð- um síðar. Mig skal ekki undra að Vernharð hafi upplifað mig sem keppinaut eins og kom fram í viðtal- inu við hann í síðasta tölublaði íþróttablaðsins. Flvernig á annað að vera hægt þar sem ég var að keppa að sama markmiði og hann, nefni- lega að komast á Ólympíuleikana við vorum í sama þyngdarflokki. Að það hafi eitthvað að gera með sam- band eða sambandsleysi milli mín og hans vísa ég á bug. Mér finnst reyndar margt í frásögn hans í viðtali við íþróttablaðið einna líkast dramat- ískri skáldsögu. Til dæmis þegar hann nefnir dæmið um mig og Vachun þar sem við áttum að vera langt niðri af því að mér hafði geng- ið svo illa en Vernharð vel. Gagnvart mér hirði ég ekki um að svara en þeir sem þekkja M. Vachun vita hvaða 30

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.