Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 49
Oddur, Ana Freed, og Stefán sonur þeirra í góðu yfirlæti í Dallas, skammt
frá heimili Ross Perot.
Stoltur af
Norðurlandametinu
blaðamaður fþróttablaðsins fór í
heimsókn til hans á dögunum voru
Stuðmenn á fóninum og myndir frá
íslandi prýddu veggi. Oddur kom
fyrst til Bandaríkjanna fyrir sautján
árum þegar hann og fleiri íslenskir
frjálsíþróttamenn héldu í æfingabúð-
ir til Kaliforníu. Litlu síðar var hann
mættur til Texas, nánar tiltekið til
Austin, eftir að hafa þegið skólastyrk
gegn því að keppa fyrir hönd skól-
ans. Óskar Jakobsson kastari og Frið-
rik Þór Óskarsson stökkvari voru
þegar komnir til Texas og áttu vita-
skuld sinn þátt í því að Oddur ákvað
að slá til. Oddur lærði síðan íþrótta-
fræði og hljóp fyrir skólann.
„Mér leist strax vel á aðstæður í
Austin og hlakkaði til að einbeita
mér að æfingunum. Skólaliðið var
mjög gott, þar voru margir frábærir
íþróttamenn og stemningin var góð.
Eg var aðallega látinn hlaupa 400
metrana en hljóp þó 200 nokkrum
sinnum, auk þess sem ég tók einnig
þátt í boðhlaupum," segir Oddur.
Honum gekk mjög vel að æfa og
keppa með háskólanum í Austin og
bætti sig stöðugt. Hann komst í
hörkuæfingu og náði þeim frábæra
árangri að setja skólamet í 400 metra
hlaupi 1984, hljóp þá á 45,36 sek-
úndum sem enn er Norðurlandamet.
„Ég er auðvitað mjög stoltur af því
að hafa átt Norðurlandametið í 13 ár.
Árið, sem ég sló það, var mitt besta
ár á hlaupabrautinni. Þetta var líka
Ólympíuár þannig að það var margt
spennandi að gerast. Mér gekk ágæt-
lega á Ólympíuleikunum í Los Ang-
eles, komst í milliriðla eftir að hafa
verið annar í mínum riðli í undanrás-
unum. I milliriðlunum hljóp ég með
mjög sterkum mönnum og náði mín-
um þriðja besta tíma frá upphafi, eða
46,07. Eg komst þó ekki áfram eftir
það."
Oddur lauk námi 1985 og útskrif-
aðist með gráðu í íþróttafræðum.
Hann kláraði sín keppnistímabil með
háskólanum í Austin en kaus þó að
fara ekki tilbaka til íslands. Hann
hafði nefnilega kynnst konunni í lífi
sínu, auk þess sem honum bauðst að
aðstoða við þjálfun skólaliðsins.
Oddur varð því eftir í Bandaríkjun-
um og notaði tækifærið til að halda
áfram að hlaupa.
,,Ég hélt mér í góðu formi og
keppti eins mikið og ég gat. Vorið
1988 byrjaði svaka vel hjá mér. í
fyrsta 400 metra hlaupi mínu náði ég
tímanum 47,11 en svo tognaði ég
illa í kálfanum þannig að ég missti
talsvert úr. Síðar um sumarið náði ég
mér þokkalega á strik en varþó langt
frá mínum besta árangri. Ég hafði
stefnt á Ólympíuleikana í Seoul þetta
ár en möguleikar mínir á að komast
þangað urðu að engu eftir að ég
meiddist. í kjölfarið var ég síðan
alltaf meira og minna meiddur og
neyddist oftar en einu sinni til að
taka mér margra mánaða hvíld. Ég
hljóp síðast á móti 1992 en það sum-
ar keppti ég meðal annars með FH í
Evrópukeppni félagsliða."
— Hvernig finnst þér þróunin í
frjálsíþróttum hafa verið á Islandi?
„Ekki nógu góð, að minnsta kosti
ekki síðustu árin. Þegar ég hætti að
keppa þá var talsvert eftir af þeim
samhenta og góða kjarna sem ég
þekkti og landsliðið samanstóð af. Ég
fylgdist alltaf vel með þeim hópi. En
síðustu árin hefur þetta breyst mikið.
Margir af okkar bestu frjálsíþrótta-
mönnum hafa lagt skóna á hilluna
og árangurinn er ekki eins jafn og
hann var. Ég þekki fáa sem eru að
hlaupa núna og því fylgist ég ekki
eins vel með og áður. Staðreyndin er
sú að ákveðin kynslóðaskipti hafa
verið að eiga sér stað að undanförnu
og það tekur alltaf tíma fyrir liðin að
byggja sig upp og festa sig í sessi. En
við eigum auðvitað nokkra góða ein-
staklinga sem skara framúr og það
lofar góðu."
Vildi verða verðbréfasali
— Eftir að þú hættir að keppa þá
ákvaðstu að fara í frekara nám, ekki
satt?
„Jú, mikið rétt. Ég var orðinn frek-
ar leiður á frjálsum uni það leyti sem
ég var að hætta og vildi fara að ein-
beita mér að einhverju uppbyggilegu
fyrir framtíðina. Ana hafði kennt í
barnaskóla í Austin í 5 ár en vildi
læra meira og ákvað að fara í lækna-
nám. Hún komst inn í læknadeildina
við háskólann ÍTexas og þá ákvað ég
í rauninni að fara í markaðsfræði. Ég
tók B.A. próf í þeirri grein og fór að
vinna sem sölumaður hjá fyrirtæki
sem heitir Lanier eftir að ég lauk
námi. Ég var að selja sérstök segul-
bandsupptökutæki sem notuð eru á
spítölum og hjá öðrum fyrirtækjum,"
segir Oddur. Hann segir að sölu-
mannsstarfið hafi verið góð reynsla.
En mestan áhuga hafði hann þó á
verðbréfasölu, eða fjármálum mark-
aðarins, og þar langaði hann að láta
framhald á bls. 52
49
Texti og myndir: Bryndís Hólm