Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 48
FRÁ
BIRKIMEL
TIL
BANDA-
RÍKIANNA!
Oddur Sigurðsson, Norðurlandamethafi í 400
metra hlaupi, er orðinn verðbréfasali. íþróttablaðið
hitti hann að máli í Dallas.
Ef bíll frjálsíþróttamannsins fyrr-
verandi, Óskars Thorarensen, hefði
ekki orðið bensínlaus sumardag einn
fyrir nítján árum þá gætu íslendingar
trúlega ekki státað sig af því að hafa
átt Norðurlandametið í 400 metra
hlaupi karla í 13 ár. Oddur Sigurðs-
son var bara tvítugur bensínaf-
greiðslumaður í sumarafleysingum
hjá Skeljungi við Birkimel þegar
Oskar, sem var gamall bekkjarfélagi
hans, rakst á hann og plataði hann
með á frjálsíþróttaæfingu. Og sú æf-
ing átti heldur betur eftir að breyta
lífi bensínafgreiðslumannsins því
nokkrum árum síðar var hann fljót-
astur allra á Norðurlöndunum í 400
metra hlaupi og átti eftir að fara á
tvenna Ólympíuleika; í Moskvu
1980 og í Los Angeles 1984. Það var
því hrein tilviljun sem réði því að
Oddur hóf á sínum tíma að æfa
frjálsar íþróttir. Hann lagði hins veg-
ar keppnisskóna á hilluna fyrir
nokkrum árum en heldur sér þó við
með skokki. Oddur býr ásamt
bandarískri eiginkonu sinni, Önu
Freed, sem á ættir að rekja til
Panama, og tveggja ára syni þeirra,
Stefáni, í Dallas ÍTexas. Hann starfar
nú sem verðbréfasali þar í borg.
,,Það hvarflaði ekki að mér á sín-
um tíma að ég ætti einhvern tímann
eftir að flytja til Texas og búa í olíu-
borginni Dallas. Fyrir mér var
Reykjavík nafli alheimsins og hún
dugði mér. Dallas var því fjarri mín-
um huga þegar ég var að afgreiða
bensínið," segir Oddur Sigurðsson
sem býr í fallegu úthverfi í stórborg-
inni, ekki langt frá auðkýfingnum og
forsetaframbjóðandanum Ross Per-
rot. „Það er ekki slæmt að hafa ná-
granna á borð við Ross," segir Odd-
ur ennfremur.
Stuðmenn á fóninum
Það er Ijóst að meira en áratugur í
útlöndum hefur ekki breytt íslend-
ingnum í Oddi Sigurðssyni. Þegar
48