Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 48

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 48
FRÁ BIRKIMEL TIL BANDA- RÍKIANNA! Oddur Sigurðsson, Norðurlandamethafi í 400 metra hlaupi, er orðinn verðbréfasali. íþróttablaðið hitti hann að máli í Dallas. Ef bíll frjálsíþróttamannsins fyrr- verandi, Óskars Thorarensen, hefði ekki orðið bensínlaus sumardag einn fyrir nítján árum þá gætu íslendingar trúlega ekki státað sig af því að hafa átt Norðurlandametið í 400 metra hlaupi karla í 13 ár. Oddur Sigurðs- son var bara tvítugur bensínaf- greiðslumaður í sumarafleysingum hjá Skeljungi við Birkimel þegar Oskar, sem var gamall bekkjarfélagi hans, rakst á hann og plataði hann með á frjálsíþróttaæfingu. Og sú æf- ing átti heldur betur eftir að breyta lífi bensínafgreiðslumannsins því nokkrum árum síðar var hann fljót- astur allra á Norðurlöndunum í 400 metra hlaupi og átti eftir að fara á tvenna Ólympíuleika; í Moskvu 1980 og í Los Angeles 1984. Það var því hrein tilviljun sem réði því að Oddur hóf á sínum tíma að æfa frjálsar íþróttir. Hann lagði hins veg- ar keppnisskóna á hilluna fyrir nokkrum árum en heldur sér þó við með skokki. Oddur býr ásamt bandarískri eiginkonu sinni, Önu Freed, sem á ættir að rekja til Panama, og tveggja ára syni þeirra, Stefáni, í Dallas ÍTexas. Hann starfar nú sem verðbréfasali þar í borg. ,,Það hvarflaði ekki að mér á sín- um tíma að ég ætti einhvern tímann eftir að flytja til Texas og búa í olíu- borginni Dallas. Fyrir mér var Reykjavík nafli alheimsins og hún dugði mér. Dallas var því fjarri mín- um huga þegar ég var að afgreiða bensínið," segir Oddur Sigurðsson sem býr í fallegu úthverfi í stórborg- inni, ekki langt frá auðkýfingnum og forsetaframbjóðandanum Ross Per- rot. „Það er ekki slæmt að hafa ná- granna á borð við Ross," segir Odd- ur ennfremur. Stuðmenn á fóninum Það er Ijóst að meira en áratugur í útlöndum hefur ekki breytt íslend- ingnum í Oddi Sigurðssyni. Þegar 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.