Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 6

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 6
Umsjón og texti: Valdimar Kristófersson Myndir: Erling Ó. Aðalsteinsson ÚRVALSDEILDIN Lið ársins Damon )ohnson Hermann Hauksson Keflavík (10) KR <6> Fred Williams Þór (9) Falur Harðarson Guðjón Skúlason Keflavík (6) Keflavík (4) Ronald Bayles ÍA (4) Nýtt fyrirkomulag var á úrvals- deildinni í ár og mældist það nokkuð vel fyrir hjá þjálfurum liðanna. Þó kvörtuðu nokkrir yfir of fáum leikjum og að tímabilið væri alltof stutt fyrir þau lið sem ekki kæmust í úrslita- keppnina. Einn þjálfari hafði velt fyr- ir sér hvort þetta væri gert vísvitandi til að hægt væri að taka erlendu leik- mennina fyrr af iaunaskrá og spara félögunum þar með túkallinn. Þjálf- ararnir voru almennt mjög ánægðir með Lengjubikarinn og töldu hann kominn til að vera. Mörgum fannst þeirra áberandi hve mikil deyfð var yfir deildar- keppninni í ár. Ástæðurnar má jafn- vel finna í miklu áhugaleysi fjölmiðla og e.t.v. vegna brotthvarfs „topp- anna" (Teits Örlygssonar, Guð- mundar Bragasonar, Herberts Arn- arssonar og Rondeys Robinson) úr íslenskum körfuknattleik. Þeir töldu deildina vanta tilfinnanlega nýjar stjörnur til að trekkja á völlinn. Þetta sýnir sig kannski best á því að aldrei hafa jafn margir verið tilnefndir í lið ársins eins og nú , eða 19 talsins, sem bendir til að margir leikmenn eru mjög jafnir að getu. Hver þjálfari stillti upp fimm manna liði og mátti ekki velja leik- menn úr sínu liði. Damon Johnson og Fred Williams fengu glæsilega kosningu og sérstaklega er árangur Williams góður þar sem hann var spilandi þjálfari. Aðrir sem fengu atkvæði voru: Bakverðir: Helgi Guðfinnsson, Grindavík 3 Arnar Kárason, Skallagrími 2 Eíríkur Önundarson, IR 1 Friðrik Ragnarsson, Njarðvík 1 Kristinn Friðriksson, Keflavík 1 Miðherjar: Herman Myers, Grindavík 3 Alexandre Ermolinski, ÍA 2 Framherjar: Albert Óskarsson, Keflavík 4 Joe Rhett, Skallagrími 1 Jonathan Bow, KR 1 Tito Baker, ÍR 1 Torrey John, Njarðvík 1 Einnig völdu þjálfarar tvo bestu leikmenn íslandsmótsins og máttu þeir velja úr sínu liði. Damon John- son Keflavík fékk þar yfirburðakosn- ingu. Einn þjálfari sagði að Damon hefði einfaldlega unnið Bikareppni KKÍ og Lengjubikarinn upp á eigin spýtur og því þyrfti ekki nánari útlist- un á getu hans. Annar þjálfari sagði að enginn hefði skarað fram úr og því gæfi hann Keflavíkurliðinu bæði atkvæði sín því þeir væru með besta liðið. Besti leikmaðurinn: Damon Johnson, Keflavík 8 Fred Williams, Þór 4 Albert Óskarsson, Keflavík 3 Falur Harðarson, Keflavík 2 Helgi Guðfinnsson,Grindavík 2 Hermann Hauksson, KR 1 Joe Rhett, Skallagrími 1 Ronald Bayles, ÍA 1 Allt Keflavíkurliðið 2 Eftirtaldir tóku þátt í valinu: Alexandre Ermolinski, Skallagrími Antonio Vallejo, ÍR Augoston Negy, Tindastól Ástþór Ingason, Njarðvík Birgir Guðbjörnsson, Breiðabliki Einar Einarsson, Haukum Friðrik Rúnarsson, Grindavík Guðni Guðnason, KFÍ Gunnar Sverrisson, Þór Akureyri Hrannar Hólm, KR Sigurður Ingimundarson, Keflavík Tómas Holton, Skallagrími 6

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.