Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 56

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 56
,áá Hreggviður Steinar Magnússon var valinn bestur og er því „Scania King" 1997. ÍR-ingar gerðu það heldur betur gott á Scania Cup í Svíþjóð um pásk- ana en þá sigraði 9. flokkur félagsins á óopinberu Norðurlandamóti fé- lagsliða í körfubolta. Þremur sterk- ustu liðum hvers lands var boðið að taka þátt í mótinu en að þessu sinni fóru tvö lið frá íslandi. KR-ingar sigr- uðu á Scania Cup í fyrra og ÍR strák- arnir gerðu slíkt hið sama í ár með glæsibrag. Það er því Ijóst að íslensk- ir strákar á aldrinum 14-15 ára eru skrefinu á undan í körfubolta en jafn- aldrar þeirra á hinum Norðurlöndun- um. Auk þess að sigra á þessu sterka Hreggviður Steinar Magnússon var bestur á mótinu og hlaut nafnbótina Scania King. Hann er greinilega til alls líklegur í körfubolta eins og sjá má á svipnum og líkamsbygging- unni. móti hlotnaðist ÍR fjöldi viðurkenn- inga. Hreggviður Steinar Magnússon var valinn besti leikmaður mótsins og fékk því nafnbótina; „Scania King". Hann var einnig valinn í 5 manna stjörnuIiðið. Olafur Jónas Sigurðsson var valinn besti leikmað- ur úrslitaleiksins og sömuleiðis val- inn í 5 manna stjörnuIiðið. Gylfi Jónsson var valinn baráttumaður úr- slitaleiksins en hann er fyrirliði ÍR. LANDSBAN KAHLAUPIÐ Landsbankahlaupið verður haldið í tólfta sinn, laugardaginn 24. maí n.k. en skráning hefst u.þ.b. 10 dög- um fyrr. Þátttaka er heimil öllum börnum sem eru fædd á árunum 1984, 1985, 1986 og 1987. Börnin hlaupa mislangar vegalengdir eftir aldri. ElcJri árgangarnir tveir hlaupa 1500 metra en hinir 1100 metra. Hlaupið verður víðsvegar um landið (á 34 stöðum), á nær öllum þeim stöðum þar sem Landsbankinn hefur útibú. í stað þess að hlaupa við hvert útibú á Stór-Reykjavíkursvæðinu verður haldið eitt sameiginlegt hlaup í Laugardalnum. Sums staðar utan Reykjavíkur sameinast afgreiðslur um eitt hlaup. Þannig sameinast af- greiðslur bankans á Stokkseyri, Eyr- arbakka og í Reykholti í einu hlaupi með útibúinu á Selfossi. Verðlaun og veitingar: Allir þátt- takendur fá verðlaunapening að hlaupi loknu. Veitt verða sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverj- um riðli. Öllum viðstöddum verður boðið upp á hressingu. I samstarfi við Bandalag ísl. skáta, Fram og ÍFA verða ýmsar uppákomur í Laugar- dalnum að hlaupinu loknu, m.a. rat- leikur í FjölskyIdu- og húsdýragarð- inum. Landsbankinn lítur á þetta sem sitt framlag til eflingar á íþróttaiðkun barna á þessum aldri og stuðlar þan- nig að heilbrigðari æsku landsins. Landsbankahlaupið hefur verið börnum hvatning til frekari íþróttaá- stundunar og verður vonandi áfram. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.