Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 20206 Innflutningur á búvörum hefur snaraukist á síðustu árum og með nýlegum tollasamningi við Evrópusambandið hafa álögur á inn­ flutning minnkað til muna. Bændasamtökin hafa lýst áhyggjum sínum af útboði toll­ kvóta á landbúnaðarvörum á seinni hluta ársins. Erindi var sent á ráðherra sjávar­ útvegs­ og landbúnaðarmála þann 30. apríl síðastliðinn þar sem farið var fram á að fallið yrði frá útboði á tollkvótum fyrir tímabilið júlí til desember á þessu ári. Ástæðan er fyrst og fremst þau áhrif sem kórónuveiran hefur haft á viðskipti með búvör- ur. Svarbréf barst þann 19. maí þar sem ekki var fallist á tillögu Bændasamtakanna. Í rök- stuðningi BÍ var meðal annars bent á þau áhrif sem fækkun ferðamanna hefur haft á matvæla- markaðinn hér á landi. Ein aðalforsenda þess að ríkisvaldið jók innflutningskvóta á sínum tíma í samningum við ESB var einmitt sögð ör fjölgun ferðamanna. Sú forsenda er algjörlega brostin eins og alþjóð veit. Í öðru lagi hafa bændur áhyggjur af nýju úthlutunarkerfi sem gæti leitt af sér lægra verð á tollkvótum fyrir innflytjendur. Það þýðir í raun að tollvernd innlendra búvara veikist sem því nemur. Nú hefur ráðuneytið auglýst og úthlutað á grundvelli nýja útboðskerfisins. Niðurstaðan er sú að tollar á flestum afurð- um sem boðnar voru upp lækka umtalsvert. Á sama tíma höfum við í orði staðið vörð um íslenska framleiðslu og talað um eflingu landbúnaðar í landinu. Nú er svo komið að til dæmis nautakjötsframleiðendur sjá fram á stórfellt tap á sínum rekstri vegna þess hvað tollverndin er rýr. Það er deginum ljósara að sú stefna sem ríkisvaldið hefur kosið að taka í tollamálum veikir og ógnar verulega íslenskri matvælaframleiðslu. Bændasamtökin gera þá kröfu að tollasamningur við Evrópusambandið verði endurskoðaður vegna þess forsendu- brests sem orðið hefur í veigamiklum atriðum hans. Íslenskt atvinnulíf gengur nú í gegnum djúpa efnahagslægð og þess vegna er mikil- vægt að verja öll innlend störf og nýta skyn- samlega þær matvælaauðlindir sem við eigum í landinu. Af hverju ættum við að keppa að því að flytja inn matvæli erlendis frá sem við getum auðveldlega framleitt sjálf? Stjórnmálamenn þurfa að svara þessari spurningu og tryggja að rekstrarumhverfi matvælaframleiðslunnar sé ekki fórnað í þágu örfárra heildsala. Matvælasjóði hleypt af stokkunum Stjórn Matvælasjóðs hefur komið saman og fyrsta verk hennar verður að semja reglur vegna úthlutana úr sjóðnum. Stefnt er að því að auglýsa eftir umsóknum eftir miðjan ágúst og úthluta styrkjum í haust. Í sjóðnum eru umtalsverðir fjármunir sem nýtast munu land- búnaði til framfara og þróunar. Ég vil hvetja bændur og fyrirtæki þeim tengd að fylgjast með þegar auglýst verður og nýta sumarið í að huga að hvernig við getum gert betur og aukið verðmætasköpun í landbúnaði. Horfum út fyrir kassann og nýtum tækifærin sem fel- ast í íslenskum landbúnaði. Við sem bændur verðum að tengja okkur betur við neytendur og spyrja hvað þeir vilja. Hvað varð til dæmis um „íslensku kindakæfuna“ og „alvöru rúllupyls- una“? Ég tel að hluti af búvöruframleiðslunni eigi að horfa til sjávarútvegsins og spyrja hvað við getum lært af þeim. Sem dæmi má nefna skurð á afurðum og pökkun, frystingu og tala nú ekki um að lengja tímann sem við getum boðið ferskt lambakjöt. Ég hef verið spurður að því af hverju við getum ekki keypt kjöt af gimbrum. Notum sumartímann meðan við erum að slá eða ferðast til að hugsa hvað við getum gert betur í okkar framleiðslu. Aukin framleiðsla á grænmeti Mikil uppbygging er fyrirhuguð í sumar í garðyrkjunni og eru það gleðitíðindi. Í blaðinu í dag er sagt frá nokkrum stórhuga bændum sem hafa ákveðið að stækka bú sín og auka framleiðsluna. Það gera þeir meðal annars vegna þess að nýr garðyrkjusamningur veitir mönnum framtíðarsýn, þó gildistíminn sé reyndar ekki nema til ársins 2026. Með samningnum eru skapaðar forsendur fyrir því að hægt verði að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum og auka þannig markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. Það er jákvætt og metnaðarfullt markmið fyrir greinina í heild. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Heimsfaraldur vegna COVID­19 er hvergi nærri yfirstaðinn. Íslendingar hafa verið minntir óþyrmilega á það síðustu daga, sem leitt hefur til þess að hundruð manna hafa verið sett í sóttkví. Það er því full ástæða fyrir Íslendinga að fara varlega og haga sér skynsamlega á ferðalögum og á mannamótum sem fram undan eru í sumar. Ýmsir töldu í febrúar og fram í mars að heimsfaraldur vegna COVID-19 væri ekki mikið mál og vart alvarlegri en svona meðal flensa. Jafnvel voru þeir til sem sögðu þetta samsæri sem runnið væri undan rifjum vondra Kínverja til að valda uppnámi í efnahagskerfi heimsins. Í dag er trúlega flestum orðið ljóst að COVID-19 er ekkert til að gera grín að. Staðfest andlát vegna COVID-19 eru í það minnsta komin í ríflega hálfa milljón og fer dauðsföllum ört fjölgandi. Staðfest smit voru þegar Bændablaðið fór í prentun í gær komin yfir 10,5 milljónir og fjölgaði af ógnarhraða. Þó staðfest hafi verið að ríflega 5 milljónum smitaðra manna hafi batnað, þá verður að hafa það í huga að skimun fyrir COVID-19 hefur hingað til aðeins náð til lítils hluta þeirra sem eru í hættu á að smitast á heimsvísu. Fyrir ríflega sjö milljarða jarðarbúa er því enn mikið í húfi. Það er ekki bara sjúkdómurinn sjálfur sem veldur mönnum áhyggjum, því afleiðingarnar á efnahagskerfi heimsins, iðnað, matvælaframleiðslu og heilbrigðis- kerfið munu verða hrikalegar. Þótt bóluefni fyndist fyrir alla jarðarbúa strax í dag, þá er skaðinn þegar orðinn mjög mikill og enginn getur í raun spáð fyrir um framhaldið. Það eina sem við Íslendingar getum í raun gert er að fara að ráðleggingum þeirra sem mesta þekkingu hafa á svona fyrirbærum og að haga okkur skynsamlega. Auðvitað hljótum við samt að reyna að rýna út úr sortanum og horfa með bjartsýni fram á veginn. Allt annað væri uppgjöf. Þrátt fyrir allt höfum við yfir að ráða flestum þeim þáttum sem gefa okkur tilefni til bjartsýni ef vel er á spilum haldið. Við höfum þokkalega skynsama og hrausta þjóð sem hefur sýnt það að hún kann að takast á við erfiðleika. Við höfum efnahagskerfi sem er í mun betri stöðu en flest efnahagskerfi í kringum okkur. Við höfum yfir að ráða gríðarlegum orku auðlindum og gætum tæknilega, ef í harðbakkann slær, framleitt allt það eldsneyti sem við þörfnumst. Við höfum fjölbreytta atvinnuvegi, við höfum öflugan sjávarútveg og öflugan landbúnað sem hefur mikla vaxtarmöguleika. Við höfum í raun allt til að geta verið að mestu sjálfbær þjóð og staðið af okkur meiri háttar heimshörmungar. Þessi staða lítillar þjóðar meðal þjóða er alls ekki sjálfgefin. Því skiptir afar miklu máli að við höfum bein í nefinu og skynsemi til að verja þá stöðu af mikilli hörku. Það er nefnilega afskaplega auðvelt að glata þessari sérstöðu ef menn láta glepjast af gylliboðum hamingjusölumanna sem bjóða eilífan æskuljóma í túpum gegn vægu gjaldi. Okkur er tjáð að það kosti okkur svo sem ekkert að flytja inn alla okkar hamingju. Bara örlitla eftirgjöf af forræði þjóðarinnar yfir eigin lögum, smá afsal af landi, örlitlu vatni og afsal á „dass“ af öðrum auðlindum. Bara svona örlítið í einu, eða þar til örlítið verður aðeins meira og við sitjum uppi með ekki neitt í höndunum. – Í von um að við séum skynsamari en svo, þá fer ég í fríið, eins og Þorgeir Ástvaldsson vinur okkar söng svo eftirminnilega, og tek áskorun yfirvalda um að ferðast um landið, sem við eigum þó enn, að stærstum hluta. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Herðubreið gnæfir dulúðug í fjarska yfir umhverfi sitt í mistrinu en hún var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002. Herðubreið er 1.682 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd drottning íslenskra fjalla vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli, en á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík móbergsfjöll, með hraunlögum að ofan, kallast stapar. Samkvæmt Wikipedia var Herðubreið talin ógeng allt þar til Sigurður Sumarliðason og þýski jarðfræðingurinn dr. Hans Reck gengu á fjallið þann 13. ágúst 1908. Hundrað og einu ári seinna, eða þann 21. apríl 2009, fór Björn Böðvarsson, vélsleðakappi úr Mývatnssveit, á topp Herðubreiðar á vélknúnu ökutæki fyrstur manna. Mynd / Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT COVID-19 ekki búið Stefna stjórnvalda í tollamálum ógnar íslenskri matvælaframleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.