Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202020 Á þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní reyndu forráða- menn þjóðarinnar að blása kjarki í almenning eftir hrikalega efna- hagsniðursveiflu vegna COVID- 19 faraldursins. Að þessu sinni er vandinn ekki heimatilbúinn, heldur afleiðing heimsfaraldurs vegna kórónaveiru sem virðist ætla að verða erfiðari viðureignar en margir spáðu. Þegar litið er yfir sviðið er ljóst að Íslendingar líkt og íbúar annarra landa þurfa að spýta hressilega í lófana um leið og sjúkdómahætt- an gerir mönnum kleift að taka til hendi. Hér er talað um að fjárhags- halli ríkisins vegna faraldursins geti numið hundruðum milljarða króna. Staðan er þó hlutfallslega síst betri í öðrum löndum eins og Alþjóðlega efnahagssamvinnu- og þróunar- stofnunin OECD (Organisation for Economic Co-operation and Development) bendir á. Hvatning til Íslendinga um að ferðast innanlands í sumar mun hjálpa mikið Íslendingar hafa verið hvattir til að ferðast um landið sitt í sumar og styðja með því við innlenda ferða- þjónustu og afleidda starfsemi. Það virðist mjög rökrétt í ljósi þess að Íslendingar eru ekki að ferðast til útlanda þar sem þeir hefðu að öðrum kosti eytt tugum ef ekki hundruðum milljarða í ferðalög. Aukin innan- landsvelta og gjaldeyrissparnaður ætti því að vega nokkuð upp á móti þeim skelli sem orðið hefur. Hins vegar er líka ljóst að það mun ekki vega upp fækkun erlendra ferða- manna um kannski rúmlega 90% um margra mánaða skeið. Staðan á landsbyggðinni víða skárri en í mesta þéttbýlinu Af samtölum sem Bændablaðið hefur átt við ferðaþjónustufólk á landsbyggðinni eru áhrif af fækkun erlendra ferðamanna afar misjöfn. Það er einkum á svæðum í kringum mesta þéttbýli landsins sem nei- kvæðu áhrifin eru mest, en minnst í mesta dreifbýlinu fjærst höfuð- borgarsvæðinu. Þar er heilsárs- þjónusta við ferðamenn líka mun umfangsminni og lokun vegna COVID-19 á fyrri hluta þessa árs hefur á sumum stöðum enn ekki haft nein teljandi áhrif. Þau svæði sem fjármálastofnanir hafa til þessa ekki haft neina trú á í ferðaþjón- ustu, koma því líklega langbest út úr þeirri efnahagsniðursveiflu sem við blasir. Hrikaleg staða í hótel rekstri í Bandaríkjunum Ef horft er til útlanda, þá lýstu sam- tök gistihúsa- og hótelrekenda í Bandaríkjunum AHLA, því sama dag og Íslendingar héldu upp á sinn þjóðhátíðardag, að staðan væri víða hrikaleg í þeim geira. Þar stóðu þá 6 af hverjum 10 hótelum, sem þó voru opin um öll Bandaríkin, galtóm. Það er til viðbótar þúsundum hótela sem þegar höfðu skellt í lás vegna COVID-19. Frá því bandarísk heilbrigðisyfirvöld settu í gang vax- andi takmarkanir á samskipti fólks um miðjan febrúar hafa bandarísk hótel tapað 36 milljarða dollara veltu vegna samdráttar í útleigu hótelher- bergja. Hótel eru nú að tapa sem nemur um 400 milljónum dollara á dag vegna ástandsins. Hagfræðingar sem, sérhæfa sig í ferðaþjónustu spá 57,5% tekjutapi á einu ári. Í annarri viku júní voru tekjurnar aðeins komnar í 34% af því sem var á sama tíma 2019 sem þýðir 66% samdrátt. Þegar litið er yfir tölur STR inc. um hótelnýtingu í Bandaríkjunum á árum 2010 til 2020 kemur í ljós að staðan er hrikaleg. STR er deild í CoStar Group sem sér um að taka saman markaðstölur um hótelrekstur á heimsvísu. Verst var meðaltalsnýt- ingin á þessu tímabili árið 2010, eða 58%, en það var í skugga efnahags- hrunsins 2008. Nýtingin fór í 60% árið 2011og hækkaði síðan hægt og bítandi í 66% nýtingu á árunum 2017 til 2019. Samkvæmt tölum Tourist Eco- nomics eru áhrifin af COVID-19 faraldrinum á ferðaþjónustuna í Bandaríkjunum níu sinnum verri en áhrifin af hryðjuverkaárásinni 9/11 á Tvíburaturnana í New York ásamt tilheyrandi flugránum. Átta af hverjum tíu hótelum standa nú tóm Samkvæmt tölum Oxford Eco- nomics hefur orðið um 50% tekju- samdráttur hjá bandarískum hótel- um á þessu ári. Um 124 milljarðar hafa glatast af áætluðum 270 millj- arða dollara tekjum sem ekki munu skila sér. Átta af hverjum tíu hótelum standa nú tóm. Er því spáð að nýt- ing á hótelrými á árinu 2020 verði það versta í sögunni. Samkvæmt spám um útkomuna á árinu 2020 mun það verða verra í hótelrekstri í Bandaríkjunum en í kreppunni miklu 1933. Staðan er langverst hjá dýrum sérhæfðum hótelum og litlu skárri hjá hótelum sem bjóða upp á alhliða þjónustu, þ.e. það sem flestir þekkja sem þriggja og fjögurra stjörnu hótel. Um 70% starfsmanna í hótelrekstri sagt upp eða störf þeirra lögð niður Ofan á tekjutap bætist allur sá mannauður sem hótelgeirinn er að tapa frá sér vegna uppsagna og gjaldþrota. Vinnumálastofnun þeirra Bandaríkjamanna segir að 7,7 milljónir starfa í þjón- ustu eins og á hótelum sem og á sjúkrahúsum hafi glatast í apríl- mánuði einum og sér. Þar af glötuðust um 3,9 milljónir starfa eingöngu í hótelrekstri. Um 70% starfsmanna á hótel- um í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp eða störf þeirra lögð niður. Það þýðir tekjutap hjá þessu fólki upp á 2,4 milljarða dollara í hverri einustu viku. Spáð undir 20% herbergja­ nýtingu á árinu 2020 Samkvæmt umfjöllun AHLA eru rekstraraðilar einstakra hótela sem og stjórnendur mjög stórra hótela og hótelkeðja að spá innan við 20% nýtingu á gistirými. Samkvæmt rekstrarformúlum þýðir nýting upp á 35% eða minna einfaldlega að hótel um verður skellt í lás og rekstri 33 þúsund smáfyrirtækja sem þjónusta þau verður stefnt í voða. Það eru fyrirtæki sem sjá m.a. um þrif á hótelum, þvottahús, matvælafyrirtæki, margs konar iðnfyrirtæki sem annast viðhald og fyrirtæki af ýmsum öðrum toga. Samkvæmt tölum úr hótelgeiran- um í Bandaríkjunum hefur hagnað- ur dregist saman um 117% á milli ára. Það þýðir að hótelrekendur geta ekki lengur staðið undir þeim kostn- aði sem af rekstrinum hlýst. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Heimsbyggðin er enn ekki farin að upplifa verstu efnahagslegu afleið ingarnar af COVID- 19 ef marka má spár OECD. Samkvæmt áætluðum tölum var mest atvinnuleysi á Spáni eftir 1. ársfjórðung 2020, eða 13,9%. Þá kom Frakkland með 7,8% og í þriðja sæti var Kanada með 6,3% atvinnuleysi. Á evrusvæðunum sem samanstendur af 17 ESB ríkjum, þá var atvinnuleysið að meðaltali 7,2%. Í lok fyrsta ársfjórðungs var uppsagna í kjölfar vandræða fyrirtækja út af lokunum vegna COVID-19 ekki farnar að gæta mjög. Í spá OECD um annan ársfjórðung er greinilega farið að meta inn í tölurnar áhrif af uppsögnum og gjaldþrotum fyrirtækja. Þá er Spánn kominn í 19% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin komin upp í annað sætið með 17,5% atvinnuleysi. Í þessari sviðsmynd er meðaltalsatvinnuleysi OECD ríkjanna 11,4%, en minnst eru áhrifin af COVID-19 sögð í Japan en þar er atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2020 metið 3,6%. Mat OECD er að á þriðja ársfjórðungi verði atvinuleysið á Spáni komið í 22% og lækki í 13,5% í Bandaríkjunum en verði 12,4% í Frakklandi sem er þar í þriðja sæti. OECD löndin eru þá að meðaltali með 10,6% atvinnuleysi. Á fjórða ársfjórðungi er búið að reikna áhrif af annarri bylgju COVID-19 inn í spána. Samkvæmt því yrði Spánn kominn með 25,5% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin með 16,9%. Í þriðja sæti er komið Bretland með 14,3% og Frakkland er þar í fjórða sæti með 13,7% atvinuleysi. Evruríkin eru þar talin verða með 12,6% atvinnuleysi að meðaltali og OECD ríkin það sama. Japan er sem fyrr lægst með 4% atvinnuleysi. Hægur viðsnúningur á næsta ári OECD áætlar að á fyrsta árs- fjórðungi 2021 fari örlítið að draga úr atvinnuleysinu og sýnir þar Spán með 24% atvinnu- leysi, Bandaríkin með 13,6% og Frakkland í þriðja sæti með 12,4%, en Bretland í því fjórða með 11,8%. Undir lok næsta árs er gert ráð fyrir áframhaldandi minnk- un atvinuleysis, en eigi að síður yrði það meira en við upphaf COVID-19. Spánn verður þar að mati OECD með 20% atvinnu- leysi, Frakkland með 10,3%, Evrusvæðin með 10,2% og Bandaríkin með 10%. Samkvæmt þessari spá yrðu OECD löndin komin niður í 8,9% atvinuleysi að meðaltali í árslok 2021. /HKr. Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna. OECD telur að atvinnuleysi í heiminum muni aukast til muna út þetta ár: Versti efnahagsskellurinn vegna COVID-19 á enn eftir að koma í ljós Menn reyna að bera höfuðið hátt vegna afleiðinga af COVID-19 en það er ekki einfalt: Staðan í hótelrekstri í Bandaríkjunum er sú langversta í sögunni – Átta af hverjum tíu hótelum standa tóm – um 70% hótelstarfsmanna hafa misst vinnuna og tapið er þegar orðið hrikalegt Svona var stöðunni lýst í Forbes varðandi glötuð störf í hótelrekstri í Bandaríkjunum í mars. Síðan hefur staðan bara versnað. Times Square Edition-hóteli, sem var opnað í New York á síðasta ári í samstarfi Ian Schrager við Marriot International-hótelkeðjuna, verður endanlega lokað 13. ágúst næstkomandi samkvæmt frétt De Zeen. Hótelið hefur verið lokað síðan í mars. Ástæðan er sögð vandræði við fjármögnun. Þetta setur hótelþróunarfyrirtækið Maefield Development, sem unnið hefur náið með Marriott-keðjunni, í mikinn vanda. Það hlýtur að vekja spurningar hjá sumum hvað verði um Marriot-glæsihótelið sem nú er í byggingu við Reykjavíkurhöfn. Dæmigert skilti í anddyri á banda- ríksu hóteli um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.