Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 35 Verð á minkaskinnum hefur verið lágt undanfarin ár vegna mikils framboðs og í kjölfar COVID-19 hrundi salan. Ríkið hefur ákveðið að styrkja greinina um 80 milljónir króna í gegnum fóðurstöðvarnar með lægra fóðurverði. Styrkurinn er hluti að umhverfissamningi ríkisins við greinina. „Ríkið hefur ákveðið að styðja þá tíu loðdýrabændur sem eftir eru á landinu og um leið að nýta umhverfiskosti greinarinnar til lengri tíma litið og gera umhverfissamning við greinina,“ segir Einar Einarsson, minkabóndi og formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Styrkurinn á þessu ári er 80 milljónir króna sem fara til fóðurstöðva og nýtist minkabændum sem niðurgreiðsla á fóðri. Einar segir að næsta skinnauppboð Köbenhagen Fur verði 9. júlí næstkomandi. „Upphaflega stóð til að það yrði hefðbundið uppboð með fólki í salnum en því var breytt í síðustu viku í uppboð á netinu vegna þess að COVID-19 er kominn aftur af stað í Kína. Síðasta uppboð með fólki í salnum var í september á síðasta ári og uppboðið í febrúar var slegið af vegna COVID-19. Síðan þá hefur verið reynt að halda uppboð á netinu en þau hafa gengið illa. Lítil sala og verð lélegt.“ Versta sviðsmyndin „Það er því mikið til af óseldun skinnum sem til stendur að bjóða til sölu á þessu ári. Slík staða er engan veginn góð fyrir markaðinn og verð í dag mjög lágt. Versta sviðsmyndin er að ef öll skinnin fara óseld inn í næsta ár, eins og virðist vera að gerast á markaði með gærur og dún og allt meira og minna stopp. Við vonum að sjálfsögðu að salan glæðist með haustinu en auðvitað er vonlaust að spá í framtíðina og sérstaklega á óvissutímum eins og núna.“ Einar segir að land búnaðar- ráðherra, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra og umhverfis- ráðherra hafi nýverið kynnt minnisblað um framtíð minka- ræktarinnar í ríkisstjórninni og að hún hafi samþykkt að styðja greinina tímabundið til að koma henni í gegnum þennan tíma. „Í lok síðasta árs var starfandi starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem vann skýrslu um framtíðar- möguleika í minkarækt. Í skýrslunni er lagt til að gerður verði umhverfissamningur við greinina sem felur meðal annars í sér stuðning við fóðurstöðvar. Hugmyndin er að fóðurstöðvarnar nýtist ekki eingöngu loðdýrabændum og að afurðastöðvum verði gert kleift að afsetja meira hráefni sem gæti nýst framleiðendum gæludýrafóðurs. Umhverfissamningurinn gengur því bæði út á stuðning við bændur og fóðurstöðvarnar.“ Einar segir að þessi valkostur og jarðgerð séu með fáum kostum sem eru í boði ef banna á urðun á lífrænum úrgangi. COVID-19 tröllriðið öllu „Þar sem árið hefur gengið mjög illa það sem af er og COVID-19 tröllriðið öllum mörkuðum og engin skinn selst setti stjórn Sambands íslenskra loðdýrabænda sig í samband við Bændasamtökin. Í framhaldi af því sendi stjórn Bændasamtakanna erindi á atvinnu- og nýsköpunarráðherra og styrk til loðdýrabænda vegna ástandsins sem tengist COVID-19. Það sem er nú að gerast er að ríkið er bæði að afgreiða þann styrk og semja við greinina á grundvelli skýrslunnar sem var samin um framtíð greinarinnar,“ segir Einar. /VH – VERKIN TALA Gylfaf löt 32 ● 112 Reykjavík ● Sími 580 8200 ● www.velfang. is ● Óseyri 8 ● 603 Akureyri Vélfang ehf. og Schäffer Maschinenfabrik GmbH hafa undirritað með sér samkomulag þess efnis um að Vélfang ehf. mun framvegis sjá um sölu og þjónustu við Schäffer liðléttinga og hjólaskóflur á Íslandi. Vélfang ehf. er nýr umboðsaðili Schäffer á Íslandi Vélfang ehf. er sölu- og þjónusutaðili fyrir tæki og vélar á svið landbúnaðar og jarðverktöku og var stofnað árið 2004. Fyrirtækið er með starfsstöðvar bæði á Reykjavík og Akureyri og flutti nýlega í stórglæsilegt húsnæði á Óseyri 8 á Akureyri. Helstu vörumerki fyrirtækisins eru nú Schäffer, Fendt, JCB, Claas, Kuhn og Kverneland. Okkur hjá Vélfangi hlakkar til að takast á við þetta verkefni og bjóðum eigendur Schäffer og alla aðra velkomna til okkar á Gylfaflötina í Reykjavík og nýja starfsstöð okkar á Óseyri 8 á Akureyri. Ríkið styrkir og semur við loðdýrabændur Einar Einarsson, minkabóndi og formaður Sambands íslenskra loðdýra bænda. LÍF&STARF Grýtubakkahreppur: Ljósleiðari á síðustu bæina Grýtubakkahreppur hefur fengið tæplega einnar milljón króna styrk úr verkefninu „Ísland ljóstengt“ til að ljúka ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins. Einnig fær hreppurinn 650 þúsund krónur úr byggðaáætlun í sama tilgangi. Ljósleiðari var lagður í sveitarfélaginu á flest heimili fyrir allmörgum árum, grunnnetið er frá 2008. Er þetta í fyrsta skipti sem styrkir bjóðast Grýtubakkahreppi til þessa verkefnis. Í sumar verður lagt heim á bæina Hvamm, Kolgerði og Pálsgerði. Verður þá í boði ljósleiðari á öll heimili í hreppnum, utan eins bæjar sem ekki óskaði eftir tengingu. Þetta er mikilvægt skref, segir í frétt á vef Grýtubakkahrepps og styrkir búsetu enn frekar. /MÞÞ Þröstur Friðfinsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra og Haraldur Bene- diktsson, varaformaður Fjarskipta- sjóðs, við undirritun samningsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.