Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202016 Hjónin Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir á Hrauni í Ölfusi eru eigendur Hafsins bláa og áttu hugmyndina að listaverkinu, sem hefur vakið mikla athygli eftir að það var afhjúpað 17. júní síðastliðinn. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, var nýtt listaverk formlega afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi. Um er að ræða sex metra langan humar sem er yfir mannhæðar hár eftir listamanninn og skipstjórann Kjartan B. Sigurðsson í Þorlákshöfn. Það tók Kjartan fjóra mánuði að útbúa verkið, sem er úr trefjaplasti. Verkið er tileinkað hetjum hafsins og heitir „Humar við hafið“. Humarinn, sem er glæsilegt lista­ verk við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi, stendur þar á þurru landi og vekur mikla athygli þeirra vegfarenda sem fara þar hjá eða koma við á veitinga­ staðnum. /MHH Samkvæmt því sem ég heyrði á RÚV, útvarpi allra lands­ manna, í vor fer lúsmý yfirleitt á stjá í júní. Útbreiðsla lúsmýs í heiminum er mest í Mið­ og Norður­Evrópu og austur í Rússlandi. Á Íslandi er útbreiðsla þess mest á Suðvestur landi, í Borgarfirði og í Fljótshlíð. Tími lúsmýs er frá því snemma í júní og til loka ágúst. Á heimasíðu Náttúru fræði­ stofnunar Íslands er að finna greinargóðar og gagnlegar upplýs­ ingar um lúsmý og útbreiðslu þess. Er það sem á eftir fer er að mestu fengið þaðan. Lúsmý er blóðsuga á mönnum og öðrum spendýrum. Kvendýrin þurfa blóð til að þroska egg sín. Að öðru leyti eru lífshættir þessarar tegundar nánast óþekktir. Ekki er vitað hvort um sé að ræða eina kynslóð yfir sumarið eða tvær en flugtíminn er langur og gæti bent til að um tvær kynslóðir sé að ræða. Í lok júní 2015 fór að bera á óvæntum bitvargi í sveitum beggja vegna Hvalfjarðar. Á örfáum dögum varð fólk í sumarhúsum í Kjós og Svínadal fyrir skordýrabitum sem aldrei fyrr og kannaðist enginn við að neitt viðlíka hefði gerst áður. Þegar lúsmý fyrst blossaði upp sem illvígur bitvargur sumarið 2015 beindist athyglin að Kjósinni og Svínadal norðan megin Hvalfjarðar. Í kjölfarið tóku ábendingar að berast víðar að af Suðvesturlandi, og Laugardal og Biskupstungum í uppsveitum Suðurlands. Strax þótti ólíklegt að nýr landnemi birtist á þennan hátt á einu sumri. Var líklegra talið að breytingar á veðurfari hafi orðið þess valdandi að lúsmýið komst yfir þröskuld og náði sér á ærlegt flug. Í ljós kom að þetta skot var ekki bundið við þetta eina sumar. Sagan endurtók sig árið eftir og var þá sama svæði undir og útbreiðslusvæðið hafði stækkað og er lúsmý núna plága víða um land. Lúsmý leggst einkum á fólk í svefni, sækir inn um opna glugga á kvöldin og nóttunni. Það þarf lognstillur til að athafna sig, hverfur ef vindur blæs. Þéttvaxinn garðagróður í byggð skapar skjól og hagstæð lífsskilyrði fyrir lúsmý, einnig hávaxinn trjágróður umhverfis sumarhús. Þekkt er tilfelli þar sem fólk í umgirtu sumarhúsi varð illa útleikið á meðan fólk í nálægu húsi þar sem enginn var skjólgarðurinn slapp að mestu. Með ofurnæmum skynjurum skynja flugurnar koltvísýring frá útöndun fólks og staðsetur blóðgjafa sína. Líkamshlutar sem standa berir út undan sængum, svo sem andlit og herðar, handleggir og fótleggir gefa flugunum sóknar færi. Fljótlega eftir bit koma fram bólur og útbrot með tilheyrandi óbærilegum kláða sem staðið getur yfir í allnokkra daga. Þá er ráðlegt að bera á húðina kælikrem og jafnvel taka inn ofnæmislyf. Til að verjast lúsmýi enn frekar er ráðlegt að hafa glugga lokaða, til vara að líma mjög fínriðið gardínuefni fyrir opnanleg fög á flugtíma mýsins. Vifta sem heldur lofti á hreyfingu í svefnherbergi kann að hjálpa, hugsanlega einnig vifta sem blæs út á móti opnum gluggum. Ráðlegt er að sofa í náttfötum. Því hefur verið haldið fram að þessar agnarsmáu og veikbyggðu mýflugur bíti í gegnum fatnað en svo er ólíklegt. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Lúsmý Sex metra humar á þurru landi Dökk skýrsla Hafrannsókna­ stofn unar leit dagsins ljós 16. júní sl. Þar ráðleggur stofnunin sjávarútvegsráðherra að heimila ekki meiri þorskafla á næsta fiskveiðiári en 256.593 tonn. það er 15.818 tonn minna en nú er, þ.e. 5,8%. Útflutningsverðmæti þessa afla gæti vel numið 10 milljörðum þannig að mikið er í húfi að ráðherra haldi rétt á spilum við ákvörðun um hversu mikið má veiða af þorski á næsta fiskveiðiári. Í þau tvö skipti sem Kristján Þór hefur staðið í þessum sporum hefur skammur tími liðið frá því að ráðgjöfin hafi verið birt þar til ráðherra hefur tilkynnt ákvörðun sína. Án undantekningar hefur hann fylgt ráðleggingum stofnunarinnar í einu og öllu. Mikið í húfi Í fréttum Sjónvarps sama dag og ráðgjöfin var tilkynnt mátti merkja í viðtali við ráðherra að hann ætli sér tíma til að gaumgæfa og fara yfir ráðgjöfina með Hafrannsóknastofnun og spyrja ákveðinna spurninga sem hann vilji fá skýrari svör við áður en hann tekur ákvörðun. Aðspurður um efni spurningar, nefndi hann ákvörðun stofnunarinnar að bæta við árgöngum inn í vísitöluna, að nú verði miðað við 1–14 ára í stað þess að numið hefur verið staðar við 10 ára. Ástæður þessa er samkvæmt skýrslu Hafró að hlutfallsleg sókn í elsta og stærsta fiskinn, 11–14 ára er nú metinn hærri en í þann sem yngri er og léttari, en hefur fram að þessu verið metinn lægri, eins og segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Undirritaður fagnar ákvörðun ráðherra að ætla sér tíma til ákvörðunar, enda hér um gríðarlega mikilvægt verkefni að ræða. Milljarðarnir fljótir að telja þar sem þorskur er annars vegar. Á síðasta ári var útflutnings­ verðmæti þorsks 117,5 milljarðar. Heildar útflutningsverðmæti sjávar­ afurða var hins vegar 260 milljarðar og því þorskurinn hvorki meira né minna en 45% af heildarverðmætinu. Aflareglan Til þessa hefur heildarafli í þorski stjórnast af aflareglu sem ætlað er að tryggja nýtingarstefnu stjórn­ valda. Forsendur hennar eru fengnar úr niðurstöðu úr vorralli Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofns. Útkoma af meðaltali útgefins heildarafla fiskveiðiársins og 20% af stærð veiðistofnsins er tillaga stofnunarinnar til ráðherra. Nú er stærð veiðistofns sögð vera 1.207 þúsund tonn og úthlutað aflamark á fiskveiðiárinu er 272.411 tonn. Reiknaður heildarafli samkvæmt aflareglu: (1.207.663 x 0,2 + 272.411) /2 = 256.971 tonn Hefði spá Hafrannsóknastofnunar frá í fyrra gengið eftir væri tillagan 272.480 tonn, eða nánast upp á tonn það sem nú er leyfilegt að veiða af þorski. Sjónarmið sjómanna fái hljómgrunn Mikilvæg og réttmæt gagnrýni sem komið hefur fram á aflareglu er að ekki sé tekið tillit til sjónarmiða sjómanna. Aflaregla fyrir næstu 5 árin er nú til endurskoðunar. Undirritaður, sem er í nefnd sem vinnur að endurskoðun hennar, hefur lagt áherslu á sveigjanleika, plús mínus einhver prósent til eða frá sem endurspegli sjónarmið sjómanna. Sjómenn stunda sín vísindi á hafi úti allan ársins hring. Þeirra reynsla og þekking er því afar verðmæt. Ekki hef ég heyrt annað en að þeir telji þorskstofninn vera mjög sterkan og því óhætt að heimila meiri veiði en gert hefur verið á undanförnum árum. Aðspurðir um breytingu á sókn, að meira sé sótt í stærri fisk, segja þeir felast í verðmæti hans og hversu mikið sé af honum á miðunum. Hvað hefur orðið um tvo árganga? Það er mín skoðun að ákvörðun Hafrannsóknastofnunar, að meta nú veiðistofninn á annan hátt en gert hefur verið, kalli á rannsóknir og samráð áður en ráðherra tekur ákvörðun. Þá er nauðsynlegt að fá því svarað hversu ábyggilegar tölur úr rallinu sem sýna að millifiski hefur fækkað það mikið milli ára að orðið hrun kemur upp í hugann. Hér er um að ræða árganga 2014 og 2015 sem mældust nálægt langtímameðaltali í fyrra en nú ári síðar einungis helmingur af meðaltalinu. Í 36 ára sögu rallsins eru aðeins tvö dæmi um slíkt, árin 1986 og 1990, árgangar 1981, 1982, 1985 og 1986. Mælingar nú gefa því fullt tilefni til ítarlegrar skoðunar. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar eru ekki að finna tilgátur um ástæður þessa. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda orn@smabatar.is Ráðgjöf Hafró – er rétt mælt? Örn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.