Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202022 UTAN ÚR HEIMI Danir með tæknilausn til að finna aðskotahluti í matvælum: DynaCQ-búnaður greinir plast í matvælum af mikilli nákvæmni Eins dauði er annars brauð segir máltækið og nú hefur subbuskapur jarðarbúa varð- andi plastúrgang skapað mark- að fyrir vélbúnað til að leita að plastögnum í matvælum. Um þetta má lesa á vefsíðu Tæknistofnunar Dana (Teknologisk Institute). Þar er greint frá vélbún- aði frá DynaCQ sem greinir plast í matvælum með mikilli nákvæmni og með miklum hraða. Plast veldur vandræðum í matvælavinnslu Matvælaiðnaðurinn einbeitir sér mjög að því að koma í veg fyrir að mengunarefni nái til neytenda. Aðskotaefni eru skilgreind sem málmbrot, beinbrot og hörð eða mjúk rifrildi úr plasti sem óvart hafa endað í framleiðslu, innihalds- efni og vörum. Ef vart verður við slík aðskotaefni í vörum sem fara frá verksmiðjunni getur það valdið kvörtunum, innköllun á vörum og jafnvel skaðabótakröfum, en allt þetta getur verið mjög skaðlegt fyrir orðspor framleiðanda. Hægt er að greina málmbrot í vörum sem nota málmskynjara eða röntgen- búnað. Bein í kjöti er aðeins hægt að finna vélrænt með röntgen- geisla. Það er mun erfiðara verkefni að greina litlar plastagnir í matvæl- um. Ekki er hægt að greina plast í matvælum með röntgenbúnaði, þar sem brotin eru oft örsmá og þunnar örður t.d. úr plastfilmu sem notuð er til að pakka vör- unum áður en þær eru unnar. Nú eða agnir af svuntu eða hönskum. Lítil, hörð plastbrot úr færibönd- um, kössum og ýmsu öðru eru einnig vandamál. Á röntgenmynd geta slíkar agnir runnið saman við kjötið í kring. Ljóst er að hvorki málm-, raf- né segulskynjarar geta greint plast í matvælum. Með málmdufti er hægt að gera plast greinanlegt með málmskynjara, en í reynd virkar sú leið aðeins ef um er að ræða tiltölulega stór plastbrot sem líka væru þá greinanleg með berum augum. Hingað til hefur eina vernd matvæla iðnaðarins gagnvart plast- mengun verið að setja starfsmenn á framleiðslulínuna til að reyna að finna plastbrot í matvælum sem þar renna í gegn og fjarlægja þau úr vörunni með höndunum. Þetta er kostnaðarfrekt og seinlegt ferli og ekki sérlega árangursríkt. Enda er sjónræn skoðun þreytandi og erfitt verkefni fyrir starfsmenn línunnar, sérstaklega við færiband sem er á miklum hraða. DynaCQ – plastskynjari Tækjabúnaður sem byggður er á tölvusjón er nefndur DynaCQ, sem stendur fyrir „Dynamic Check of Quality“. Búnaðurinn hefur verið þróaður hjá dönsku Tæknistofnuninni. Hann greinir sjálfkrafa brot úr plasti í mat- vælum meðan á framleiðslu stendur. Búnaðurinn hefur verið settur upp á fjölda framleiðslustöðva sem kemur í stað einhæfrar, þreytandi handa- vinnu. DynaCQ er fær um að skoða yfirborð matvæla sem hreyfast á færibandi á allt að 70 metra/mín- útu. Á 70 cm breiðu færibandi getur búnaðurinn fundið plasthluti sem eru ekki nema 2x2 millimetrar að stærð og jafnvel minni. Þegar búnaðurinn skynjar aðskotahlut, sendir hann merki til stjórnkerfis færibandsins. Þetta gerir mönn um kleift að hægja á eða stöðva færi- bandið og fjarlægja aðskotahlut- inn handvirkt eða fjarlægja hann sjálfkrafa með róbóta eða öðrum vélbúnaði. Sjónræni búnaðurinn er fram- leiddur í tveimur útgáfum. Það er með einni myndavél sem er notuð ef hægt er að dreifa vörum í þunnu lagi yfir færibandið, eða tvískipt- ur myndavélabúnaður sem skoðar bæði efri og neðri hlið vörunnar. DynaCQ forrit DynaCQ hefur verið notað við inn- mötun og við enda framleiðslulínu fyrir pökkun á afurðum eins og pylsum, próteindufti og hökkuðum kjötafurðum. Búnaðurinn hefur einnig verið prófaður með góðum árangri á beikonbita, sælgæti og pitsur, þar sem plastmengun getur einnig valdið vandræðum. Notaður m.a. í pylsu og pitsugerð Þar sem búnaðurinn skynjar liti samkvæmt þekktum litastöðlum, er einnig hægt að nota hann til að flokka framleiðslu sem notuð er í framleiðsluferlinu eða við lokaskoðun á fullunnum vörum. Að auki getur DynaCQ skoðað tilbúnar pitsur til að athuga hvort álegg dreifist jafnt yfir allt pitsu- yfirborðið. Fyrir kjötiðnaðinn hefur DynaCQ einnig verið þróað til að fela í sér for- rit fyrir sjálfvirka vöruauðkenningu. Búnaðurinn hefur verið „þjálfaður“ til að þekkja mismunandi kjötskurð í kössum með skurðarlínum eða mismunandi skurði á skurðarlínu. Í slíkum tilvikum getur rafeinda sjón búnaðarins dregið úr fjölda starfs- manna sem þarf til að sannreyna innihald kassa handvirkt. Þar með er hægt að auka afkastagetu, minnka villuhlutfallið og tryggja að vörur komist á réttan áfangastað. DynaCQ-búnaðurinn er hann- aður til að vera sveigjanlegur, öflug- ur og þrifalegur við allar mælingar. Einnig er gert ráð fyrir að hægt sé að aðlaga búnaðinn fyrir mörg önnur skoðunarferli matvæla, t.d. varðandi auka afurðir í fiskiðnaði. /HKr. Myndavélar greina örsmáar plastagnir af mikilli nákvæmni í kjöti, kjöthakki eða öðrum matvælum sem renna hratt framhjá myndavélunum. Plastagnir eiga greiða leið inn í fæðukeðju manna vegna ótrúlegs sóðaskapar við meðhöndlun úrgangs. Plast og plastagnir er nú að finna í ótrúlegu magni í fjörum um allan heim. Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu Kínverskt bóluefni gegn afrískri svínapest virðist vera að gefa góða raun en búið er að prófa það á þrjú þúsund grísum á þremur búum í Kína frá apr- ílmánuði til júní á þessu ári. Reuters-fréttastofan greindi frá þessu og hafa þeir upplýsingarn- ar frá kínverska fréttamiðlinum Xinhua. Starfsmenn fyrirtækisins Harbin Veterinary Research Institute hafa framkvæmt prófanirnar sem allar hafa gefið jákvæða niðurstöðu. Svínahjarðirnar sem prófaðar hafa verið koma frá þremur svæðum í Kína, Heilongjiang, Henan og Xinjiang Uygur. Allir grísirnir sem hafa verið prófaðir eru heilbrigð- ir, litlu grísirnir vaxa eðlilega og fá engar aukaverkanir af bóluefn- inu. Prófessor í faraldsfræðum við Háskólann í Hong Kong segir að fleiri prófanir þurfi í mismunandi umhverfi og af fleiri búum áður en hægt verður að koma bóluefninu á markað. Einnig er unnið að því að búa til bóluefni í Víetnam, Englandi og Bandaríkjunum. Orsök afrískrar svínapestar er DNA-vírus. Það er einungis ein serótýpa en yfir 20 arfgerðir og margar undirgerðir með mjög mis- munandi getu til að leiða til sjúk- dómsins. Vírusinn smitar eingöngu dýr af svínaætt. Svín af húsdýragerð og evrópsk villisvín eru mjög mót- tækileg fyrir sýkingu og dánarhlut- fall er mjög hátt. Útbreiðsla sjúk- dómsins hefur leitt af sér fjöldaslátr- un á svínum í Asíu. Í nóvember á síð- asta ári var árfarvegur í Suður-Kóreu blóðrauður á lit eftir slátrun á hátt í fimmtíu þúsund grísum í tilraun til að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. /ehg-Bondebladet COVID-19 hefur breytt matarinnkaupum almennings: Ungt fólk sækir meira en áður í sérhæfðar matvöruverslanir Samkvæmt frétt á vefsíðu Global Meat í síðustu viku, þá hafa sam- skiptatakmarkanir vegna COVID- 19 faraldursins leitt til þess að fólk hefur breytt hegðun sinni við mat- arinnkaup. Þetta kemur m.a. fram í könnun rannsókna- og þjálfunarmiðstöðv- ar IGD sem sérhæfir sig í sam- skiptum matvælaframleiðenda og neyt enda. Könnunin náði til 2.000 neytenda. Niðurstaðan sýndi mjög athyglisverða þróun. Yngri neyt- endur á aldursbilinu 18 til 24 ára höfðu snúið sér meira að beinum viðskiptum við sérverslanir á borð við fisk- og kjöt- og aðrar matvöru- búðir. Hins vegar höfðu eldri neyt- endur, þ.e. 65 ára og eldri, meira snúið sér að verslun á netinu. Er þetta þveröfugt við það sem flestir hefðu fyrirfram ímyndað sér, ekki síst í ljósi mikillar tölvunotkunar unga fólksins og oft og tíðum tölvu- vankunnáttu og beinlínis tölvufælni þeirra sem eldri eru. „Hegðun neytenda hefur breyst í þeim mæli sem við höfum vart séð áður,“ segir Dan Gillet, stjórnandi hjá IGD. Hann segir að þessi könnun gefi tækifæri til að öðlast betri skilning á því hvernig verslunar- hegðunarmynstur neytenda breytist þegar lokað er á samskipti og fjar- lægðartakmörk sett á eins og gerst hefur í COVID-19 faraldrinum. Um 75% fólks yfir 65 ár aldri sagðist ekki hafa getað verið án net- verslunar. Í samanburði við sams konar könnun sem gerð var á síðasta ári kemur fram að 23% ungra neyt- enda segjast nú hafa verslað í sér- verslunum kjötkaupmanna, fisksala og annarra matvörukaupmanna. Hlutfallið var 20% í fyrra. Þá sögð- ust 13% neytenda í könnuninni versla á netinu í könnuninni núna, en þar af voru 42% af þeim sem eru 65 ára eða eldri. Þá sögðust 55% allra þeirra sem nýttu sér netverslun ekki hafa getað útvegað sér nægan mat ef netið hefði ekki verið til stað- ar. Um 75% fólks yfir 65 ára aldri sagðist ekki hafa átt möguleika á að útvega sér nægan mat án tilkomu netverslunar. Athygli vekur að mikill samdráttur varð í sölu lágvöruverðsverslana á meðan útgöngubann ríkti í Bretlandi. Þannig sögðust aðeins helmingur, eða 50% neytenda, hafa nýtt sér afsláttar- kjör slíkra verslana í maí miðað við 65% áður en fullar takmarkanir voru settar á ferðir fólks í febrúar. Þá sýndi könnun IGD að veru legar breytingar höfðu orðið á tíðni ferða almennings í verslanir. Kannski eðli- legt í ljósi takmarkana og útgöngu- banns. Um 73% af 30 heimilum sem tiltekin voru höfðu verslað oftar en einu sinni í viku að jafnaði. Þetta hlutfall lækkaði í 42% á meðan tak- markanir voru hvað mestar á sam- skiptum fólks. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.